Egyptaland

Námsmaður ranglega fangelsaður vegna „falsfrétta“

Þann 22. júní árið 2021 var Ahmed Samir Santawy, egypskur meist­ara­nemi og rann­sak­andi við Central European háskólann í Vínar­borg, dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi fyrir að hafa birt svokall­aðar fals­fréttir.

Hann er samviskufangi sem egypsk yfir­völd þurfa að láta lausan tafar­laust og án nokk­urra skil­yrða.

Rann­sóknir Ahmed Samir Santawy snúa að mestu um rétt­indi kvenna og varpa ljósi á sögu Egypta­lands hvað varðar kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi egypskra kvenna.

Stuttu eftir að Ahmed kom frá Vínar­borg, þann 1. febrúar 2021, handtók egypska örygg­is­stofn­unin hann að geðþótta, beitti hann pynd­ingum, illri meðferð, barsmíðum og yfir­heyrði Ahmed um rann­sóknir hans. Hann sætti þvinguðu manns­hvarfi fimm daga.

Hann var svo færður fyrir sérstakt ákæru­vald sem tekur fyrir þjóðarör­ygg­ismál. Þar var farið fram á varð­hald á meðan rann­sókn stæði yfir vegna tilhæfu­lausra hryðju­verka­ásakana gegn honum.

Í maí 2021 hóf ákæru­valdið nýja glæp­a­rann­sókn gegn Ahmed um að dreifa fals­fréttum á samfé­lags­miðlum í þeim tilgangi að grafa undan egypskum yfir­völdum og þjóð­ar­hags­munum og valda óreiðu og usla meðal almenn­ings. Ákæran fellur undir 80. grein (d) egypskra hegn­ing­ar­laga.

Mánuði síðar var hann dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi af neyð­ar­þjóðarör­ygg­is­dóm­stól. Dómurinn byggir á gagn­rýni hans á samfé­lags­miðlum um mann­rétt­inda­brot í egypskum fang­elsum og röngum viðbrögðum yfir­valda við heims­far­aldr­inum sem Ahmed neitar fyrir að hafa skrifað.

Ekki er hægt að áfrýja neyð­ar­dómum sem þessum og einungis forseti Egypta­lands getur fyrir­skipað um að láta Ahmed lausan.

Skrifaðu undir ákall um að forseti Egypta­lands, Abdel Fattah Al-Sisi, felli niður dóminn á hendur Ahmed Samir Santawy og láti hann lausan tafar­laust og án skil­yrða!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.