Georgía

Réttlæti fyrir mótmælendur í Georgíu

Mótmæli í Georgíu hófust 29. nóvember 2024. Almenn­ingur mótmælir kúgandi lögum og ákvörðun stjórn­valda um að gera hlé á ferli um inngöngu í Evrópu­sam­bandið. Yfir­völd hafa bælt niður mótmælin með ofbeld­is­fullum hætti. Hundruð einstak­linga eru sagðir hafa sætt pynd­ingum og illri meðferð.

Harka gegn mótmæl­endum

Nú þegar alþjóðleg fjöl­miðlaum­fjöllun um mótmælin í Georgíu hefur að mestu hætt beita yfir­völd enn frekari hörku gegn mótmæl­endum með óhóf­legu valdi, kynbundnu ofbeldi, pynd­ingum og illri meðferð, ásamt því að fólk hefur sætt óhóf­legum ákærum.

Umboðs­maður Georgíu, sem tekur á móti kvört­unum einstak­linga sem telja stjórn­völd hafa brotið á rétti sínum, hefur skráð rúmlega 240 tilfelli pynd­inga og illrar meðferðar á mótmæl­endum, þar af hafa 85 fengið form­lega stöðu brota­þola. Fjöldinn er þó að öllum líkindum mun hærri.

Konur á mótmæl­unum

Konur á mótmæl­unum hafa orðið að tákni fyrir hugrekki þar sem þær rísa upp gegn kúgandi stjórn­völdum en á sama tíma hafa þær orðið að skot­marki lögregl­unnar. Þær hafa meðal annars verið niður­lægðar, hótað kynferð­isof­beldi, sætt ólög­legum líkams­leitum án klæða og geðþótta­varð­haldi. Enn hefur enginn lögreglu­maður verið dreginn til ábyrgðar.

Yfir­völd í Georgíu gera allt sem þau geta til að forðast að taka ábyrgð á þeim brotum sem þau hafa framið. Á sama tíma og þau banna mótmæl­endum að vera með grímur eru óein­kennisklæddir lögreglu­þjónar sendir til að berja og misþyrma okkur. Þetta verður að stöðva!“

Mótmæl­andi í Tbilisi í Georgíu.

Vernda þarf réttinn til að mótmæla

Það brýtur gegn stjórn­ar­skrá Georgíu og alþjóð­legum mann­rétt­inda­skuld­bind­ingum landsins að bregðast þeirri skyldu til að draga lögregluna til ábyrgðar fyrir þessi brot. Fólkið í landinu hefur leitað ýmissa leiða til að fá yfir­völd til að bregðast við.

Alþjóða­sam­fé­lagið þarf að sýna samstöðu með mótmæl­endum í Georgíu og vernda réttinn til að mótmæla.

Hvað getur þú gert?

Skrifaðu undir og krefstu þess að lögreglu­of­beldið verði stöðvað og rann­sakað til að binda enda á refsi­leysi.

Ríkis­sak­sóknari Georgíu þarf að tryggja að öll tilfelli um pynd­ingar og illa meðferð verði rann­sökuð tafar­laust með skil­virkum hætti og á óháðan hátt, sjá til þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar og tryggja þolendum rétt­læti og bætur.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.