Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglinga­geð­deildar Land­spítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykil­hlut­verki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjón­ustuð.

Aflagning trans teym­isins gengur þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem tóku gildi þann 6. júlí á síðasta ári. Í 13. grein laganna segir að á BUGL skuli starfa teymi sérfræð­inga um kynvitund og ódæmi­gerð kynein­kenni, skipað af forstjóra sjúkra­hússins. „Teymið skal vera þverfag­legt og skipað fagfólki með viðeig­andi þekk­ingu og reynslu. Tryggja skuli trans börnum „meðferð í samræmi við þarfir hvers og eins“ og forsjár­að­ilum þeirra stuðning og ráðgjöf.

Íslensk yfir­völd verða að bregðast við þessum vanda án tafar til að tryggja velferð trans barna og unglinga hér á landi en samkvæmt Samtök­unum ‘78 sýna nýjustu rann­sóknir fram á að tíðni sjálfs­víga, sjálf­skaða og vanlíðan minnkar til muna þegar börn hafa aðgengi að þjón­ustu og stuðn­ingi foreldra og fagaðila til að vera þau sjálf og takast á við lífið. Auk þess verða yfir­völd að sjá til þess að fjár­magn og mannafli sé til staðar til að halda uppi trans teymi BUGL í samræmi við ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekur undir áskorun Samtak­anna ‘78 þar sem skorað er á Svandísi Svavars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, Ölmu Dagbjörtu Möller land­lækni og Pál Matth­íasson forstjóra Land­spítala að bregðast tafar­laust við stöðu mála og að fylgja lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 með afger­andi hætti og með eftir­far­andi aðgerðum:

  • Tryggja þarf viðeig­andi fjár­magn í mála­flokkinn til að koma í veg fyrir að þjón­ustan falli niður vegna skorts á mannafla
  • Tryggja þarf þjón­ustu byggða á fremstu fagþekk­ingu á þessu sviði og að skip­aðar séu skýrar verklags­reglur og verk­ferlar um þjón­ustuna í samræmi við fremstu staðla heims
  • Tryggja þarf að starfs­fólk sæki sér sérþekk­ingu á þessu sviði á erlendum vett­vangi og í samstarfi við hags­muna­félög hérlendis
  • Tryggja þarf að samskipti séu á milli fagaðila í þessum mála­flokki sem og öðrum mála­flokkum

 

Hér má lesa skýrslu Amnesty Internati­onal No shame in diversity: The right to health for people with variations of sex character­istics in Iceland sem fjallar um stöðu trans- og intersex fólks og barna á Íslandi. Skýrslan var gefin út á síðasta ári.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.