Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglinga­geð­deildar Land­spítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykil­hlut­verki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjón­ustuð.

Aflagning trans teym­isins gengur þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem tóku gildi þann 6. júlí á síðasta ári. Í 13. grein laganna segir að á BUGL skuli starfa teymi sérfræð­inga um kynvitund og ódæmi­gerð kynein­kenni, skipað af forstjóra sjúkra­hússins. „Teymið skal vera þverfag­legt og skipað fagfólki með viðeig­andi þekk­ingu og reynslu. Tryggja skuli trans börnum „meðferð í samræmi við þarfir hvers og eins“ og forsjár­að­ilum þeirra stuðning og ráðgjöf.

Íslensk yfir­völd verða að bregðast við þessum vanda án tafar til að tryggja velferð trans barna og unglinga hér á landi en samkvæmt Samtök­unum ‘78 sýna nýjustu rann­sóknir fram á að tíðni sjálfs­víga, sjálf­skaða og vanlíðan lækkar til muna þegar börn hafa aðgengi að þjón­ustu og stuðn­ingi foreldra og fagaðila til að vera þau sjálf og takast á við lífið. Auk þess verða yfir­völd að sjá til þess að fjár­magn og mannafli sé til staðar til að halda uppi trans teymi BUGL í samræmi við ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekur undir áskorun Samtak­anna ‘78 þar sem skorað er á Svandísi Svavars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, Ölmu Dagbjörtu Möller land­lækni og Pál Matth­íasson forstjóra Land­spítala að bregðast tafar­laust við stöðu mála og að fylgja lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 með afger­andi hætti og með eftir­far­andi aðgerðum:

  • Tryggja þarf viðeig­andi fjár­magn í mála­flokkinn til að koma í veg fyrir að þjón­ustan falli niður vegna skorts á mannafla
  • Tryggja þarf þjón­ustu byggða á fremstu fagþekk­ingu á þessu sviði og að skip­aðar séu skýrar verklags­reglur og verk­ferlar um þjón­ustuna í samræmi við fremstu staðla heims
  • Tryggja þarf að starfs­fólk sæki sér sérþekk­ingu á þessu sviði á erlendum vett­vangi og í samstarfi við hags­muna­félög hérlendis
  • Tryggja þarf að samskipti séu á milli fagaðila í þessum mála­flokki sem og öðrum mála­flokkum

 

Hér má lesa skýrslu Amnesty Internati­onal No shame in diversity: The right to health for people with variations of sex character­istics in Iceland sem fjallar um stöðu trans- og intersex fólks og barna á Íslandi. Skýrslan var gefin út á síðasta ári.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.