Ísland

Stjórnvöld tryggi velferð trans barna og unglinga

Í upphafi þessa árs var trans teymi Barna- og unglinga­geð­deildar Land­spítala (BUGL) lagt niður. Umrætt teymi hefur gegnt lykil­hlut­verki í lífi trans barna og unglinga. Mikil óvissa ríkir nú um hvernig trans börn og unglingar verða þjón­ustuð.

Aflagning trans teym­isins gengur þvert á ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 sem tóku gildi þann 6. júlí á síðasta ári. Í 13. grein laganna segir að á BUGL skuli starfa teymi sérfræð­inga um kynvitund og ódæmi­gerð kynein­kenni, skipað af forstjóra sjúkra­hússins. „Teymið skal vera þverfag­legt og skipað fagfólki með viðeig­andi þekk­ingu og reynslu. Tryggja skuli trans börnum „meðferð í samræmi við þarfir hvers og eins“ og forsjár­að­ilum þeirra stuðning og ráðgjöf.

Íslensk yfir­völd verða að bregðast við þessum vanda án tafar til að tryggja velferð trans barna og unglinga hér á landi en samkvæmt Samtök­unum ‘78 sýna nýjustu rann­sóknir fram á að tíðni sjálfs­víga, sjálf­skaða og vanlíðan lækkar til muna þegar börn hafa aðgengi að þjón­ustu og stuðn­ingi foreldra og fagaðila til að vera þau sjálf og takast á við lífið. Auk þess verða yfir­völd að sjá til þess að fjár­magn og mannafli sé til staðar til að halda uppi trans teymi BUGL í samræmi við ný lög um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.

Íslands­deild Amnesty Internati­onal tekur undir áskorun Samtak­anna ‘78 þar sem skorað er á Svandísi Svavars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, Ölmu Dagbjörtu Möller land­lækni og Pál Matth­íasson forstjóra Land­spítala að bregðast tafar­laust við stöðu mála og að fylgja lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019 með afger­andi hætti og með eftir­far­andi aðgerðum:

  • Tryggja þarf viðeig­andi fjár­magn í mála­flokkinn til að koma í veg fyrir að þjón­ustan falli niður vegna skorts á mannafla
  • Tryggja þarf þjón­ustu byggða á fremstu fagþekk­ingu á þessu sviði og að skip­aðar séu skýrar verklags­reglur og verk­ferlar um þjón­ustuna í samræmi við fremstu staðla heims
  • Tryggja þarf að starfs­fólk sæki sér sérþekk­ingu á þessu sviði á erlendum vett­vangi og í samstarfi við hags­muna­félög hérlendis
  • Tryggja þarf að samskipti séu á milli fagaðila í þessum mála­flokki sem og öðrum mála­flokkum

 

Hér má lesa skýrslu Amnesty Internati­onal No shame in diversity: The right to health for people with variations of sex character­istics in Iceland sem fjallar um stöðu trans- og intersex fólks og barna á Íslandi. Skýrslan var gefin út á síðasta ári.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.