Tæland

Tæland: Kærð fyrir að koma upp um brot á réttindum launþega

Baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum, aðgerða­sinnar, blaða­menn og fyrrum starfs­fólk fyrir­tæk­isins Thammakaset Co. Ltd, kjúk­lingabú stað­sett í Mið-Tælandi, hafa verið kærð fyrir ærumeið­ingar eftir að þau upplýstu um brot á rétt­indum laun­þega fyrir­tæk­isins. Nan Win, fyrrum starfs­maður fyrir­tæk­isins og Sutharee Wannasiri baráttu­kona, fyrrum starfs­maður Amnesty Internati­onal í Tælandi og ráðgjafi mann­rétt­inda­sam­tak­anna Fortify Rights fóru fyrir rétt þann 24. maí síðast liðinn en Tun Tun Win, innflytj­andi frá Myanmar fór fyrir rétt þann 5. júní. Þau þrjú ásamt 22 öðrum einstak­lingum hafa verið kærð af fyrir­tækinu.

Í júní 2016 lögðu Nan Win, Tun Tun Win og tólf aðrir verka­menn frá Myanmar, allt starf­menn kjúk­linga­búsins Thammakaset Farm, fram kvörtun vegna brota á rétt­indum laun­þega. Ríkis­starfs­fólk komst að sömu niður­stöðu og verka­menn­irnir, þar á meðal hafði fyrir­tækið greitt minna en lágmarks­laun, ekki greitt fyrir yfir­vinnu og ekki veitt starfs­fólki leyfi frá vinnu. Dómstólar í Tælandi hafa skipað fyrir­tækinu að greiða starfs­fólkinu skaða­bætur fyrir óborguð laun.

Síðan þá hefur starfs­fólkið sem kvartaði ásamt mann­rétt­inda­bar­áttu­fólki og blaða­mönnum verið kært í refsiskyni í 16 aðgreindum kærum af hálfu fyrir­tæk­isins.

Nýjustu kærurnar eiga rætur að rekja frá október 2017 þegar mann­rétt­inda­sam­tökin Fortify Rights upplýstu almenning um kærur Thammakaset Co. Ltd’s á hendur þeirra 14 starfs­manna fyrir­tæk­isins sem kvörtuðu. Samtökun gáfu út stutt mynd­skeið þar sem Nan Win og fleiri starfs­menn tjáðu sig um brot á rétt­indum laun­þega og kærurnar um ærumeið­ingar sem þeir fengu í kjöl­farið. Samtökin héldu blaða­manna­fund sem var streymt beint á Face­book þar sem Nan Win talaði. Sutharee Wannasiri fyrrum sérfræð­ingur í mann­rétt­inda­málum hjá Fortify Rights samtök­unum deildi mynd­bandinu af fund­inum á Twitter.

Þrýstu á tælensk stjórn­völd að standa vörð um rétt­indi laun­þega í landinu, sérstak­lega þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu gagn­vart stór­fyr­ir­tækjum. Einnig að fólk sem upplýsir um glæpi stór­fyr­ir­tækja fái vernd og njóti tján­ing­ar­frelsis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.