Mótmælandi blindaður af lögreglu
Gustavo Gatica stundaði nám í sálfræði í Santiago þegar mótmæli brutust út vítt og breitt um Síle í nóvember 2019 vegna verðhækkana og ójöfnuðar. Líkt og milljónir annarra Sílebúa fór Gustavo út á götur til að mótmæla.
Mótmælin vörðu í margar vikur og vöktu heimsathygli. Þarna var sannkölluð alþýðuhreyfing á ferðinni og hún var mikilfengleg. Stjórnvöld voru hins vegar á öndverðum meiði.
Í örlagaríkum mótmælum í nóvember hlóð lögregla skotvopn sín með haglaskotum og skaut á mannfjöldann sem var samankominn. Áður höfðu hundruð mótmælenda særst og hlotið augnáverka af völdum lögreglunnar, næstum daglega. Þeir sem voru við stjórnvölinn stöðvuðu ekki lögregluna heldur leyfðu ofbeldinu að viðgangast óhindruðu.
Gustavo var meðal mannfjöldans á mótmælunum í nóvember 2019. Hann var skotinn í bæði augun og blindaðist varanlega. Árásin varð að forsíðufrétt víða um heim. Innanhússrannsókn lögreglu í kjölfar skotárásarinnar leiddi í ljós að enginn lögreglumaður bæri ábyrgð. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að mótmælendur hefðu sjálfir slasað Gustavo. Ríkissaksóknari rannsakar nú málið en þeir sem leyfðu árásinni að ná fram að ganga hafa enn engri refsingu sætt. „Ég gaf augu mín svo fólk gæti opnað augu sín,“ segir Gustavo. Í mótmælum sem fylgdu í kjölfarið gengu mótmælendur með augnleppa og hrópuðu nafn hans að lögreglu. Þeir vilja réttlæti. Við viljum það einnig.
Krefjumst réttlætis fyrir Gustavo!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu