Mótmælandi blindaður af lögreglu

Blindaður af lögreglu fyrir að krefjast virðingar og jafnréttis

Gustavo Gatica stundaði nám í sálfræði í Santiago þegar mótmæli brutust út vítt og breitt um Síle í nóvember 2019 vegna verð­hækkana og ójöfn­uðar. Líkt og millj­ónir annarra Sílebúa fór Gustavo út á götur til að mótmæla.

Mótmælin vörðu í margar vikur og vöktu heims­at­hygli. Þarna var sann­kölluð alþýðu­hreyfing á ferð­inni og hún var mikil­fengleg. Stjórn­völd voru hins vegar á öndverðum meiði.

Í örlaga­ríkum mótmælum í nóvember hlóð lögregla skot­vopn sín með hagla­skotum og skaut á mann­fjöldann sem var saman­kominn. Áður höfðu hundruð mótmæl­enda særst og hlotið augná­verka af völdum lögregl­unnar, næstum daglega. Þeir sem voru við stjórn­völinn stöðvuðu ekki lögregluna heldur leyfðu ofbeldinu að viðgangast óhindruðu.

Gustavo var meðal mann­fjöldans á mótmæl­unum í nóvember 2019. Hann var skotinn í bæði augun og blind­aðist varan­lega. Árásin varð að forsíðu­frétt víða um heim. Innan­húss­rann­sókn lögreglu í kjölfar skotárás­ar­innar leiddi í ljós að enginn lögreglu­maður bæri ábyrgð. Niður­stöður rann­sókn­ar­innar gáfu til kynna að mótmæl­endur hefðu sjálfir slasað Gustavo. Ríkis­sak­sóknari rann­sakar nú málið en þeir sem leyfðu árás­inni að ná fram að ganga hafa enn engri refs­ingu sætt. „Ég gaf augu mín svo fólk gæti opnað augu sín,“ segir Gustavo. Í mótmælum sem fylgdu í kjöl­farið gengu mótmæl­endur með augnleppa og hrópuðu nafn hans að lögreglu. Þeir vilja rétt­læti. Við viljum það einnig.

Krefj­umst rétt­lætis fyrir Gustavo!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Fangelsuð vegna fréttaumfjöllunar um kórónuveiruna

Zhang Zhan skýrði frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan-borg. Hún greindi frá því á samfélagsmiðlum að yfirvöld hefðu tekið til fanga óháða blaðamenn og áreitt fjölskyldur smitaðra einstaklinga. Hún var síðar tekin til fanga og dæmd í fjögurra ára fangelsi.

Palestína

Hótað lífláti fyrir að afhjúpa ofbeldi ísraelska hersins

Janna Jihad er 15 ára gömul og býr á Vesturbakkanum, sem er hernuminn af Ísrael. Hún var aðeins sjö ára þegar hún hóf að taka upp á símann sinn mannréttindabrot ísraelska hersins. Janna hefur verið áreitt og henni hótað lífláti.

Nígería

Læstur í neðanjarðarklefa fyrir mótmæli

Imoleayo Michael studdi mótmæli á samfélagsmiðlum gegn sérsveitinni SARS sem er alræmd fyrir ofbeldi. Í kjölfarið var hann læstur í neðanjarðarklefa í 41 dag. Hann stendur frammi fyrir fölskum ákærum og margra ára fangelsisvist.

Úkraína

Ráðist á baráttufólk fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks

Frjálsu félagasamtökin Sphere hafa barist fyrir réttindum kvenna og hinsegin fólks frá árinu 2006. Á undanförnum árum hafa ofbeldisfullir andstöðuhópar gegn hinsegin fólki skipulagt tugi árása á starfs- og stuðningsfólk Sphere en enginn sætir ábyrgð.

Erítrea

Sætti þvinguðu mannshvarfi 15 ára

Ciham Ali var aðeins 15 ára þegar stjórnvöld námu hana á brott í hefndaraðgerð gegn föður hennar. Níu ár eru nú liðin frá því að hún sætti þvinguðu mannshvarfi. Enginn veit hvar hún er í haldi.

Mexíkó

Skotin á mótmælum gegn ofbeldi á konum

Wendy Galarza berst fyrir réttlátara samfélagi fyrir konur í heimalandi sínu. Þær sæta oft árásum, eru niðurlægðar og myrtar. Hún týndi næstum lífi sínu við að fordæma ofbeldið.

Taíland

Stendur frammi fyrir lífstíðardómi vegna friðsamlegra mótmæla

Panusaya, kölluð Rung, kallar eftir jafnrétti og tjáningarfrelsi. Í mars 2021 var hún fangelsuð í 60 daga á grundvelli laga sem banna gagnrýni á konungsríkið. Nú stendur hún frammi fyrir fjölda ákæra og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Hvíta-Rússland

Unglingur barinn, gefið raflost og fangelsaður

Mikita Zalatarou, sem er flogaveikur, var 16 ára þegar hann var handtekinn og ásakaður um að kasta bensínsprengju í átt að óeirðalögreglu. Hann var í kjölfarið fangelsaður, pyndaður og dæmdur í fimm ára fangelsi.