Mótmælandi blindaður af lögreglu

Blindaður af lögreglu fyrir að krefjast virðingar og jafnréttis

Gustavo Gatica stundaði nám í sálfræði í Santiago þegar mótmæli brutust út vítt og breitt um Síle í nóvember 2019 vegna verð­hækkana og ójöfn­uðar. Líkt og millj­ónir annarra Sílebúa fór Gustavo út á götur til að mótmæla.

Mótmælin vörðu í margar vikur og vöktu heims­at­hygli. Þarna var sann­kölluð alþýðu­hreyfing á ferð­inni og hún var mikil­fengleg. Stjórn­völd voru hins vegar á öndverðum meiði.

Í örlaga­ríkum mótmælum í nóvember hlóð lögregla skot­vopn sín með hagla­skotum og skaut á mann­fjöldann sem var saman­kominn. Áður höfðu hundruð mótmæl­enda særst og hlotið augná­verka af völdum lögregl­unnar, næstum daglega. Þeir sem voru við stjórn­völinn stöðvuðu ekki lögregluna heldur leyfðu ofbeldinu að viðgangast óhindruðu.

Gustavo var meðal mann­fjöldans á mótmæl­unum í nóvember 2019. Hann var skotinn í bæði augun og blind­aðist varan­lega. Árásin varð að forsíðu­frétt víða um heim. Innan­húss­rann­sókn lögreglu í kjölfar skotárás­ar­innar leiddi í ljós að enginn lögreglu­maður bæri ábyrgð. Niður­stöður rann­sókn­ar­innar gáfu til kynna að mótmæl­endur hefðu sjálfir slasað Gustavo. Ríkis­sak­sóknari rann­sakar nú málið en þeir sem leyfðu árás­inni að ná fram að ganga hafa enn engri refs­ingu sætt. „Ég gaf augu mín svo fólk gæti opnað augu sín,“ segir Gustavo. Í mótmælum sem fylgdu í kjöl­farið gengu mótmæl­endur með augnleppa og hrópuðu nafn hans að lögreglu. Þeir vilja rétt­læti. Við viljum það einnig.

Krefj­umst rétt­lætis fyrir Gustavo!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tyrkland

Ákærð fyrir að fagna réttindum hinsegin fólks

Melike Balkan og Özgür Gür hafa helgað sig baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks. Réttað er yfir þeim ásamt öðrum fyrir að mótmæla banni við gleðigöngu á háskólalóð þeirra.

Mjanmar

Læstur inni fyrir ljóðaslamm

Paing Phyo Min er meðlimur í Peacock Generation-leikhópnum. Leikhópurinn gerði grín að hernum og voru meðlimir hans handteknir í maí 2019. Paing Phyo Min var dæmdur í sex ára fangelsi.

Búrúndí

Fangelsi í 32 ár fyrir mannréttindabaráttu

Germain Rukuku er mannréttindafrömuður og faðir þriggja drengja. Hann var dæmdur til að dúsa í fangelsi í 32 ár vegna upploginna sakargifta og meingallaðra réttarhalda.

Sádi-Arabía

Fangelsuð fyrir kvenréttindabaráttu

Nassima var handtekin í júlí 2018. Hún barðist fyrir frelsi kvenna í Sádi-Arabíu. Baráttan leiddi til þess að hún var sjálf svipt frelsi og sætti illri meðferð í varðhaldi.

Kólumbía

Hótað lífláti fyrir að vernda Amazonsvæðið

Jani Silva fæddist í hjarta Amazonsvæðisins í Kólumbíu og hefur helgað líf sitt verndun skóga og sjálfbærri þróun. Fyrir vikið hefur henni verið veitt eftirför, ógnað af óþekktum árásarmönnum og hótað lífláti.

Pakistan

Numinn á brott fyrir að fletta ofan af mannshvörfum

Idris Khattak er sérfræðingur um þvinguð mannshvörf í Pakistan. Í nóvember 2019 hvarf Idris sjálfur. Yfirvöld viðurkenndu að lokum að Idris væri í haldi þeirra og að hann yrði ákærður.

Suður-Afríka

Sækja verður morðingjana til saka

Popi Qwabe og Bongeka Phungula voru skotnar til bana. Fjölskyldur þeirra leita svara en hafa orðið fyrir vonbrigðum með rannsókn lögreglunnar sem hefur ekkert miðað áfram á síðustu þremur árum.

Alsír

Tveggja ára fangelsisdómur fyrir fréttamennsku

Khaled Drareni er blaðamaður í Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna og komst í ónáð hjá yfirvöldum. Khaled átti yfir höfði sér 10 ára fangelsisdóm en í september 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi.