Mótmælandi blindaður af lögreglu

Blindaður af lögreglu fyrir að krefjast virðingar og jafnréttis

Gustavo Gatica stundaði nám í sálfræði í Santiago þegar mótmæli brutust út vítt og breitt um Síle í nóvember 2019 vegna verð­hækkana og ójöfn­uðar. Líkt og millj­ónir annarra Sílebúa fór Gustavo út á götur til að mótmæla.

Mótmælin vörðu í margar vikur og vöktu heims­at­hygli. Þarna var sann­kölluð alþýðu­hreyfing á ferð­inni og hún var mikil­fengleg. Stjórn­völd voru hins vegar á öndverðum meiði.

Í örlaga­ríkum mótmælum í nóvember hlóð lögregla skot­vopn sín með hagla­skotum og skaut á mann­fjöldann sem var saman­kominn. Áður höfðu hundruð mótmæl­enda særst og hlotið augná­verka af völdum lögregl­unnar, næstum daglega. Þeir sem voru við stjórn­völinn stöðvuðu ekki lögregluna heldur leyfðu ofbeldinu að viðgangast óhindruðu.

Gustavo var meðal mann­fjöldans á mótmæl­unum í nóvember 2019. Hann var skotinn í bæði augun og blind­aðist varan­lega. Árásin varð að forsíðu­frétt víða um heim. Innan­húss­rann­sókn lögreglu í kjölfar skotárás­ar­innar leiddi í ljós að enginn lögreglu­maður bæri ábyrgð. Niður­stöður rann­sókn­ar­innar gáfu til kynna að mótmæl­endur hefðu sjálfir slasað Gustavo. Ríkis­sak­sóknari rann­sakar nú málið en þeir sem leyfðu árás­inni að ná fram að ganga hafa enn engri refs­ingu sætt. „Ég gaf augu mín svo fólk gæti opnað augu sín,“ segir Gustavo. Í mótmælum sem fylgdu í kjöl­farið gengu mótmæl­endur með augnleppa og hrópuðu nafn hans að lögreglu. Þeir vilja rétt­læti. Við viljum það einnig.

Krefj­umst rétt­lætis fyrir Gustavo!

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi