Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta nátt­úru­auð­lind Gambíu og sjávar­út­vegur spilar mikil­vægt hlut­verk í efnahag landsins. Samfélög í landinu reiða sig einnig mikið á fisk sem lifir við yfir­borð sjávar sem prótein­gjafa og í atvinnu­skyni. Á síðustu árum hafa erlendir stórir togararar og fiski­mjöls- og fiskolíu­verk­smiðjur gengið nærri þessari mikil­vægu nátt­úru­auð­lind. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóör­yggis í landinu.

Samkvæmt Matvæla- og land­bún­að­ar­stofnun Sameinuðu þjóð­anna hefur fæðuóör­yggi meðal íbúa landsins aukist, úr 5% í 8%, á fimm árum á tíma­bilinu 2015-2020.  

Veiðar stórra fiski­skipa, bæði ólög­legra og löglegra, ásamt starf­semi fiski­mjöl­verk­smiðja hafa leitt til minnk­andi fiski­stofna. Bonga­fiskur og sardín­ellur eru einn mikil­væg­asti prótein­gjafi úr dýra­ríkinu fyrir íbúa landsins vegna viðráð­an­legs verðs en þessar fisk­teg­undir eru nú mikið notaðar í fiski­mjöl. Mjölið er síðan sent til annarra heims­álfa til að nota í dýra­eldi eða fisk­eldi. Þessi iðnaður þarfnast mikils magns af fiski þar sem það tekur 4,5 kg af fiski til að búa til 1 kg af fiski­mjöli.  

Fisk­iðn­að­urinn veldur að auki umhverf­is­legum skaða. Í Sanyang, hafa íbúar kvartað undan umhverf­isáhrifum frá Nessim-fiski­mjöls­verk­smiðj­unni sem byrjaði vinnslu árið 2018. Konur sem vinna í görðum við verk­smiðjuna hafa sagt fram­leiðni þeirra hafa farið minnk­andi síðan verk­smiðjan opnaði vegna aukinna skað­valda sem leggjast á græn­metið.  

Eigendur veit­inga­staða segjast missa viðskipta­vini vegna skæðrar lyktar sem kemur frá verk­smiðj­unni þegar vinnsla er í gangi. Auk þess hafa fjöl­miðlar greint frá því  að  allt  hafi verið  morandi af dauðum fiski á Sanyang-strönd­inni í þrjú skipti á árunum 2019-2021. Sjómenn sem starfa fyrir Nessim-verk­smiðjuna kasta dauðum fiski aftur út í sjóinn þegar verk­smiðjan vill ekki nýta hann. 

Grípa þarf til aðgerða til að stöðva þennan ágang. Umhverfið og samfélög mega ekki þjást lengur.

Gambísk stjórn­völd verða að bregðast við og vernda mann­rétt­indi. Sjáv­ar­út­veg­urinn í Gambíu, erlendir togarar og fiski­mjöls- og fiskolíu­verk­smiðjur þurfa að láta til sín taka til að vernda samfélög í Gambíu, þar á meðal í Sanayang.  

Skrifaðu undir og þrýstu á stjórn­völd í Gambíu að hafa eftirlit með ólög­legum og óheftum fisk­veiðum og setja lög sem tryggja að fyrir­tæki gæti þess að virða mann­rétt­indi í starf­semi sinni.  

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.