Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta nátt­úru­auð­lind Gambíu og sjávar­út­vegur spilar mikil­vægt hlut­verk í efnahag landsins. Samfélög í landinu reiða sig einnig mikið á fisk sem lifir við yfir­borð sjávar sem prótein­gjafa og í atvinnu­skyni. Á síðustu árum hafa erlendir stórir togararar og fiski­mjöls- og fiskolíu­verk­smiðjur gengið nærri þessari mikil­vægu nátt­úru­auð­lind. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóör­yggis í landinu.

Samkvæmt Matvæla- og land­bún­að­ar­stofnun Sameinuðu þjóð­anna hefur fæðuóör­yggi meðal íbúa landsins aukist, úr 5% í 8%, á fimm árum á tíma­bilinu 2015-2020.  

Veiðar stórra fiski­skipa, bæði ólög­legra og löglegra, ásamt starf­semi fiski­mjöl­verk­smiðja hafa leitt til minnk­andi fiski­stofna. Bonga­fiskur og sardín­ellur eru einn mikil­væg­asti prótein­gjafi úr dýra­ríkinu fyrir íbúa landsins vegna viðráð­an­legs verðs en þessar fisk­teg­undir eru nú mikið notaðar í fiski­mjöl. Mjölið er síðan sent til annarra heims­álfa til að nota í dýra­eldi eða fisk­eldi. Þessi iðnaður þarfnast mikils magns af fiski þar sem það tekur 4,5 kg af fiski til að búa til 1 kg af fiski­mjöli.  

Fisk­iðn­að­urinn veldur að auki umhverf­is­legum skaða. Í Sanyang, hafa íbúar kvartað undan umhverf­isáhrifum frá Nessim-fiski­mjöls­verk­smiðj­unni sem byrjaði vinnslu árið 2018. Konur sem vinna í görðum við verk­smiðjuna hafa sagt fram­leiðni þeirra hafa farið minnk­andi síðan verk­smiðjan opnaði vegna aukinna skað­valda sem leggjast á græn­metið.  

Eigendur veit­inga­staða segjast missa viðskipta­vini vegna skæðrar lyktar sem kemur frá verk­smiðj­unni þegar vinnsla er í gangi. Auk þess hafa fjöl­miðlar greint frá því  að  allt  hafi verið  morandi af dauðum fiski á Sanyang-strönd­inni í þrjú skipti á árunum 2019-2021. Sjómenn sem starfa fyrir Nessim-verk­smiðjuna kasta dauðum fiski aftur út í sjóinn þegar verk­smiðjan vill ekki nýta hann. 

Grípa þarf til aðgerða til að stöðva þennan ágang. Umhverfið og samfélög mega ekki þjást lengur.

Gambísk stjórn­völd verða að bregðast við og vernda mann­rétt­indi. Sjáv­ar­út­veg­urinn í Gambíu, erlendir togarar og fiski­mjöls- og fiskolíu­verk­smiðjur þurfa að láta til sín taka til að vernda samfélög í Gambíu, þar á meðal í Sanayang.  

Skrifaðu undir og þrýstu á stjórn­völd í Gambíu að hafa eftirlit með ólög­legum og óheftum fisk­veiðum og setja lög sem tryggja að fyrir­tæki gæti þess að virða mann­rétt­indi í starf­semi sinni.  

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.