Eftirfarandi er skilgreining á hugtakinu flóttmaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttafólks.
„Einstaklingur/einstaklingar sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“
Sá sem sækir um alþjóðlega vernd er skilgreindur sem umsækjandi þar til umsókn hans hefur fengið endanlega afgreiðslu hjá viðkomandi stjórnvöldum. Með umsókn sinni um vernd er einstaklingurinn að biðja stjórnvöld um viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Umsækjandi um alþjóðlega vernd er einstaklingur sem hefur yfirgefið land sitt en ekki fengið vernd sem flóttamaður. Á meðan umsækjandi bíður úrskurðar um formlega stöðu sína hefur hann engu að síður rétt til verndar samkvæmt alþjóðlegum flóttamannalögum. Koma ætti fram við umsækjendur um alþjóðlega vernd eins og flóttafólk þar til úrskurðað er að þeir þurfi ekki á alþjóðlegri vernd að halda.
Stjórnvöldum þess ríkis, þar sem umsóknin var lögð fram, er ekki heimilt að hafa samband við stjórnvald í upprunaríki umsækjandans til þess að afla um hann upplýsinga. Slíkt er talið geta stefnt umsækjandanum í mikla hættu, ef honum skyldi snúið til baka. Slíkt gæti einnig komið fjölskyldum hans og vinum í vandræði.
Amnesty International krefst þess að öll ríki aðstoði við að veita flóttafólki vernd m.a. með því að veita því endurbúsetu eða með öðrum öruggum og lagalegum leiðum. Aðrar öruggar og lagalega leiðir eru einnig til staðar eins og fjölskyldusameining, veiting námsmannaáritunar ofl.
Endurbúseta getur veitt viðkvæmasta hópi flóttafólks vernd, fólki sem sætt hefur pyndingum, hinsegin fólki og konum sem eiga á hættu að sæta ofbeldi. Ríkisstjórnir geta einnig stuðst við aðrar leiðir til verndar til dæmis í neyðartilfellum eins og gildir um ástandið í Sýrlandi.
Sjá einnig verkefnið Verndun fólks á flótta
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu