Flóttafólk og réttindi þess

Eftir­far­andi er skil­greining á hugtakinu flótt­maður skv. 1. gr. alþjóða­samn­ings um stöðu flótta­fólks.

„Einstak­lingur/einstak­lingar sem „er/u utan heima­lands síns […] af ástæðu­ríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúar­bragða, þjóð­ernis, aðildar í sérstökum félags­mála­flokkum eða stjórn­mála­skoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkis­fangs­laus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglu­legt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“

Sá sem sækir um alþjóð­lega vernd er skil­greindur sem umsækj­andi þar til umsókn hans hefur fengið endan­lega afgreiðslu hjá viðkom­andi stjórn­völdum. Með umsókn sinni um vernd er einstak­ling­urinn að biðja stjórn­völd um viður­kenn­ingu á stöðu sinni sem flótta­maður. Umsækj­andi um alþjóð­lega vernd er einstak­lingur sem hefur yfir­gefið land sitt en ekki fengið vernd sem flótta­maður. Á meðan umsækj­andi bíður úrskurðar um form­lega stöðu sína hefur hann engu að síður rétt til verndar samkvæmt alþjóð­legum flótta­manna­lögum. Koma ætti fram við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eins og flótta­fólk þar til úrskurðað er að þeir þurfi ekki á alþjóð­legri vernd að halda.

Stjórn­völdum þess ríkis, þar sem umsóknin var lögð fram, er ekki heimilt að hafa samband við stjórn­vald í uppruna­ríki umsækj­andans til þess að afla um hann upplýs­inga. Slíkt er talið geta stefnt umsækj­and­anum í mikla hættu, ef honum skyldi snúið til baka. Slíkt gæti einnig komið fjöl­skyldum hans og vinum í vand­ræði.

Rétt­indi fólks á flótta

  • Aðgengi að öruggum og löglegum flótta­leiðum
  • Hafa öruggt skjól frá stríði og ofsóknum
  • Verðugt líf — bæði innan og utan flótta­manna­búða skal fólk vera laust við misnotkun og mismunun

Kröfur amnesty internati­onal

Amnesty Internati­onal krefst þess að öll ríki aðstoði við að veita flótta­fólki vernd m.a. með því að veita því endur­bú­setu eða með öðrum öruggum og laga­legum leiðum. Aðrar öruggar og laga­lega leiðir eru einnig til staðar eins og fjöl­skyldusam­eining, veiting náms­manna­árit­unar ofl.

Endur­bú­seta getur veitt viðkvæm­asta hópi flótta­fólks vernd, fólki sem sætt hefur pynd­ingum, hinsegin fólki og konum sem eiga á hættu að sæta ofbeldi. Ríkis­stjórnir geta einnig stuðst við aðrar leiðir til verndar til dæmis í neyð­ar­til­fellum eins og gildir um ástandið í Sýrlandi.

Sjá einnig verk­efnið Verndun fólks á flótta