Meirihluti fólks (80%) víða um heim myndi taka á móti flóttafólki með opnum örmum og margir eru tilbúnir til að hýsa það á eigin heimilum samkvæmt skoðanakönnuninni The Refugees Welcome Index sem Amnesty International lét gera. Í kjölfar hinnar alþjóðlegu könnunar ýtti Maskína nýrri könnun úr vör fyrir Íslandsdeild Amnesty International í ágúst 2016.
Niðurstöður kannananna sýna að stór meirihluti aðspurðra bæði erlendis og hérlendis er tilbúinn til að bjóða flóttafólk velkomið. Könnunin sýnir einnig hvernig orðræða stjórnmálamanna er á skjön við almenningsálitið.
Könnun Maskínu leiddi eftirfarandi niðurstöður í ljós:
12,7% aðspurðra
sögðust tilbúin/n að leyfa flóttafólki á búa á heimili sínu.
52 % aðspurðra
sögðust vera tilbúnir til að bjóða flóttafólk velkomið í hverfið sitt.
39% aðspurðra
sögðu að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði.
50% aðspurðra
töldu að flóttafólk ætti að geta leitað hælis í öðrum löndum.
Íslenskar og erlendar viðhorfskannanir
Hin erlenda könnun náði til 27.000 einstaklinga í 27 löndum, þvert á allar heimsálfur og tók til fúsleika fólks í löndunum 27 til að bjóða flóttafólk velkomið í eigið land, eigin borg, nágrenni og heimili. Könnunin var innt af hendi Globescan sem er nafntogað ráðgjafafyrirtæki. Á Íslandi var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu á netinu og svöruðu 1.159 einstaklingar á öllu landinu af báðum kynjum, á aldrinum 18-75 ára. Könnunin mældi viðhorf svarenda til þess hvort flóttafólk ætti að geta leitað hælis í öðrum löndum. Hvort íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum. Loks mældi skoðanakönnun Maskínu mismunandi viðhorf til móttöku flóttafólks þ.e. hversu nálægt heimahögum Íslendingar eru tilbúnir að bjóða flóttafólk velkomið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu