Hörmungar og stríð geysa víða um heiminn. Ein afleiðing þessa eru fólksflutningar og flótti, þar sem fólk neyðist til að yfirgefa heimili sín.
Ástæður þess að fólk flýr heimaland sitt geta verið margvíslegar. Sumir flýja vegna hungurs, efnahagslegs ástands og vopnaðra átaka en aðrir sæta ofsóknum af hendi yfirvalda eða annarra aðila.
Það er grundvallarréttur hvers manns að geta flúið heimaland sitt og fá vernd í öðru landi verði hann fyrir ofsóknum af hendi ríkisvalds í eigin ríki eða ef ríkisvaldið getur ekki veitt viðkomandi vernd fyrir ofsóknum.
68% flóttamanna
komu frá fimm löndum árið 2020: Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður- Súdan og Mjanmar
86% flóttafólks
er í ríkjum þar sem efnahagur er bágur.
1,4 milljónir
flóttamanna eru í brýnni þörf á endurbúsetu.
82 milljónir
einstaklinga voru á flótta í heiminum í lok árs 2020, þar af um 42% undir 18 ára aldri.
Tyrkland
3,7 milljónirKólumbía
1,7 milljónirPakistan
1,4 milljónirÚganda
1,4 milljónirÞýskaland
1,2 milljónFimm ríki með mesta fjölda flóttafólks
UNHCR, Global Trends, Forced Displacement in 2020.
Kjarni vandans
Í fyrsta skipti í sögunni hefur fjöldi fólks á flótta farið yfir 80 milljónir. Þrátt fyrir mikinn flóttamannastraum hafa ríkari þjóðir heims brugðist þeirri skyldu sinni að taka sameiginlega ábyrgð á flóttamannavanda heimsins.
Langflestir flóttamenn heimsins eða 86% þeirra eru í ríkjum þar sem efnahagur er bágur, eins og til dæmis í Tyrklandi, Pakistan og Úganda.
Samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna voru um 82,4 milljónir fólks á flótta, umsækjendur um alþjóðlega vernd eða á vergangi við lok árs 2020. Þetta jafngildir einum af hverjum 113 einstakling í heiminum. Um 68% flóttafólks og umsækjendur um alþjóðlega vernd koma frá aðeins fimm löndum, Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður-Súdan og Mjanmar.
Kröfur Amnesty International
Amnesty International berst fyrir því að flóttafólk sé ekki sent aftur til landa þar sem það á á hættu að verða fyrir ofsóknum og þar sem alvarleg mannréttindabrot eiga sér stað. Vernd flóttafólks er ekki gjöf heldur skylda samkvæmt alþjóðalögum. Samtökin krefjast þess að ríkari þjóðir heims taki meiri ábyrgð á verndun flóttafólks með því að efla öruggar og lagalegar leiðir til móttöku þeirra til að mynda fyrir tilstilli fjölskyldusameiningar, veitingu námsmanna áritunnar og með því að samfélagið gerist bakhjarl flóttafólks, eins og þekkist í Kanada.
Þá berjast samtökin einnig fyrir því að vernda það farandfólk, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd sem eru berskjölduðust fyrir þrælkun og misnotkun ýmiss konar af hendi vinnuveitenda, smyglara og þeirra sem versla með fólk.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu