Málefni flóttafólks

Hörm­ungar og stríð geysa víða um heiminn. Ein afleiðing þessa eru fólks­flutn­ingar og flótti, þar sem fólk neyðist til að yfir­gefa heimili sín.

Ástæður þess að fólk flýr heima­land sitt geta verið marg­vís­legar. Sumir flýja vegna hungurs, efna­hags­legs ástands og vopn­aðra átaka en aðrir sæta ofsóknum af hendi yfir­valda eða annarra aðila.

Það er grund­vall­ar­réttur hvers manns að geta flúið heima­land sitt og fá vernd í öðru landi verði hann fyrir ofsóknum af hendi ríkis­valds í eigin ríki eða ef ríkis­valdið getur ekki veitt viðkom­andi vernd fyrir ofsóknum.

  • 68% flóttamanna
    komu frá fimm löndum árið 2020: Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður- Súdan og Mjanmar

  • 86% flóttafólks
    er í ríkjum þar sem efnahagur er bágur.

  • 1,4 milljónir
    flóttamanna eru í brýnni þörf á endurbúsetu.

  • 82 milljónir
    einstaklinga voru á flótta í heiminum í lok árs 2020, þar af um 42% undir 18 ára aldri.

  • Tyrkland

    3,7 milljónir
  • Kólumbía

    1,7 milljónir
  • Pakistan

    1,4 milljónir
  • Úganda

    1,4 milljónir
  • Þýskaland

    1,2 milljón

Fimm ríki með mesta fjölda flóttafólks
UNHCR, Global Trends, Forced Displacement in 2020.

Kjarni vandans

Alþjóðasamfélagið hefur brugðist skyldu sinni

Í fyrsta skipti í sögunni hefur fjöldi fólks á flótta farið yfir 80 millj­ónir. Þrátt fyrir mikinn flótta­manna­straum hafa ríkari þjóðir heims brugðist þeirri skyldu sinni að taka sameig­in­lega ábyrgð á flótta­manna­vanda heimsins.

Lang­flestir flótta­menn heimsins eða 86% þeirra eru í ríkjum þar sem efna­hagur er bágur, eins og til dæmis í Tyrklandi, Pakistan og Úganda.

Samkvæmt mati Sameinuðu þjóð­anna voru um 82,4 millj­ónir fólks á flótta, umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eða á vergangi við lok árs 2020. Þetta jafn­gildir einum af hverjum 113 einstak­ling í heim­inum.  Um 68% flótta­fólks og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd koma frá aðeins fimm löndum, Sýrlandi, Venesúela, Afgan­istan, Suður-Súdan og Mjanmar.

+ Lesa meira

Kröfur Amnesty International

Amnesty Internati­onal berst fyrir því að flótta­fólk sé ekki sent aftur til landa þar sem það á á hættu að verða fyrir ofsóknum og þar sem alvarleg mann­rétt­inda­brot eiga sér stað. Vernd flótta­fólks er ekki gjöf heldur skylda samkvæmt alþjóða­lögum. Samtökin krefjast þess að ríkari þjóðir heims taki meiri ábyrgð á verndun flótta­fólks með því að efla öruggar og laga­legar leiðir til móttöku þeirra til að mynda fyrir tilstilli fjöl­skyldusam­ein­ingar, veit­ingu náms­manna árit­unnar og með því að samfé­lagið gerist bakhjarl flótta­fólks, eins og þekkist í Kanada.

Þá berjast samtökin einnig fyrir því að vernda það farand­fólk, flótta­fólk og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd sem eru berskjöld­uðust fyrir þrælkun og misnotkun ýmiss konar af hendi vinnu­veit­enda, smyglara og þeirra sem versla með fólk.

+ Lesa meira

Tengt efni

Í kvöld hlýddi ég á erindi sómalskrar stúlku sem flúði heimaland sitt eftir að hafa verið gefin til hjónabands 11 ára. Eftir áralanga leit að öruggu skjóli fann hún loks ró á Íslandi. Maður er meyr eftir kvöldið #Velkomin

@Maggiperan