Ísland er ásamt 145 öðrum ríkjum aðili að alþjóðasamningi um réttarstöðu flóttamanna frá 1951.
Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Með aðild að samningnum samþykkir Ísland skilgreiningu samnings Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður og fylgir reglum samningsins.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (e. Office of the United Nations High Commissioner for Refugees – UNHCR) var sett á laggirnar 1. janúar 1951 á grundvelli ákvörðunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Flóttafólk, sem er skrásett í flóttamannabúðum stofnunarinnar og hefur fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, getur stundum ekki nýtt sér vernd í því landi sem það er statt hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja það til annars lands. Þegar svo er biðla Sameinuðu þjóðirnar til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins.
Flóttafólk í þessarri stöðu er oft nefnt „kvótaflóttafólk“, þ.e. „resettlement refugees“. Greinarmunur er gerður á því og ,,samnings“-flóttafólki (e. Convention refugees) sem fá viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamenn eftir umsókn um alþjóðlega vernd í móttökulandinu. Kvótaflóttafólk þarf ekki að ganga í gegnum sama ferli og umsækjendur um alþjóðlega vernd heldur er þeim veitt viðurkenning á stöðu þess sem flóttafólk við komuna til landsins og nýtur það mun ríkari réttinda heldur en umsækjendur um alþjóðlega vernd og þeir sem fá vernd af mannúðarástæðum.
Með lögum um útlendinga nr. 96/2002 var nýju ákvæði bætt inn í lögin. Er það heimildin til þess að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Í 2. mgr. 45. gr nýju útlendingalaganna er kveðið á um að Útlendingastofnun sé skylt að kanna hvort umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem ekki telst flóttamaður í skilningi flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna, skuli veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum í samræmi við 2. mgr. 11. gr. laga nr 96/2002.
Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. flóttamannasamningsins er óheimilt að endursenda umsækjendur um alþjóðlega vernd eða flóttafólk til síns heima eða til annars ríkis, ef ljóst er að þau eiga á hættu að verða fyrir pyndingum, lífláti eða annarri ómannúðlegri meðferð. Þetta ákvæði er lögfest í 45. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu