Vernd flóttafólks á Íslandi

Ísland er ásamt 145 öðrum ríkjum aðili að alþjóða­samn­ingi um rétt­ar­stöðu flótta­manna frá 1951.

Ríki, sem eru aðilar að bókun­inni, skuld­binda sig til að beita efnisákvæðum samn­ingsins um flótta­menn, eins og þeir eru skil­greindir í samn­ingnum. Með aðild að samn­ingnum samþykkir Ísland skil­grein­ingu samn­ings Flótta­manna­stofn­unar Sameinuðu Þjóð­anna (UNHCR) á hugtakinu flótta­maður og fylgir reglum samn­ingsins.

Kvótaflóttafólk

Flótta­manna­stofnun Sameinuðu þjóð­anna (e. Office of the United Nations High Comm­issi­oner for Refu­gees – UNHCR) var sett á lagg­irnar 1. janúar 1951 á grund­velli ákvörð­unar alls­herj­ar­þings Sameinuðu þjóðanna.

Flótta­fólk, sem er skrá­sett í flótta­manna­búðum stofn­un­ar­innar og hefur fengið viður­kennda stöðu sem slíkir, getur stundum ekki nýtt sér vernd í því landi sem það er statt hverju sinni, og það er því oft mat Flótta­manna­stofn­un­ar­innar, að nauð­syn­legt sé að flytja það til annars lands. Þegar svo er biðla Sameinuðu þjóð­irnar til aðild­ar­ríkja samn­ingsins að taka við þessum einstak­lingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samn­ingsins.

Flótta­fólk í þess­arri stöðu er oft nefnt „kvóta­flótta­fólk“, þ.e. „resett­lement refu­gees“. Grein­ar­munur er gerður á því og ,,samn­ings“-flóttafólki (e. Convention refu­gees) sem fá viður­kenn­ingu á stöðu sinni sem flótta­menn eftir umsókn um alþjóð­lega vernd í móttök­ulandinu. Kvóta­flótta­fólk þarf ekki að ganga í gegnum sama ferli og umsækj­endur um alþjóð­lega vernd heldur er þeim veitt viður­kenning á stöðu þess sem flótta­fólk við komuna til landsins og nýtur það mun ríkari rétt­inda heldur en umsækj­endur um alþjóð­lega vernd og þeir sem fá vernd af mann­úð­ar­ástæðum.

Lög á Íslandi

Með lögum um útlend­inga nr. 96/2002  var nýju ákvæði bætt inn í lögin. Er það heim­ildin til þess að veita dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­ástæðum.

Í 2. mgr. 45. gr nýju útlend­ingalag­anna er kveðið á um að Útlend­inga­stofnun sé skylt að kanna hvort umsækj­enda um alþjóð­lega vernd, sem ekki telst flótta­maður í skiln­ingi flótta­manna­samn­ings Sameinuðu þjóð­anna, skuli veitt dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­ástæðum í samræmi við 2. mgr. 11. gr. laga nr 96/2002.

Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. flótta­manna­samn­ingsins er óheimilt að endur­senda umsækj­endur um alþjóð­lega vernd eða flótta­fólk til síns heima eða til annars ríkis, ef ljóst er að þau eiga á hættu að verða fyrir pynd­ingum, lífláti eða annarri ómann­úð­legri meðferð. Þetta ákvæði er lögfest í 45. gr. laga um útlend­inga nr. 96/2002.

Tengt efni