Pakistan

Tján­ing­ar­frelsi í Pakistan er skert með ströngum lögum og stjórn­völd hafa beitt harka­legum aðgerðum gegn tján­ing­ar­frelsinu síðustu ár. Þar er gerð atlaga að aðgerða­sinnum og fjöl­miðla­fólki og refsað er fyrir gagn­rýni á netinu. Stjórn­völd beita ýmist lögum um netglæpi (e. The Prevention of Electronic Crimes Act (PECA)), hryðju­verka­lögum, lögum um guðlast og ákvæðum hegn­ing­ar­laga er varða uppreisn­ar­áróður og meið­yrði.

Lög um guðlast

Lög um guðlast eru notuð óspart af stjórn­völdum í Pakistan til að herja á trúar­lega minni­hluta­hópa og einstak­linga. Trúar­legir klerkar hafa umtals­vert vald þegar kemur að málum um guðlast og leitar lögreglan oft til þeirra um álit. Þetta skerðir tján­ing­ar­frelsi í landinu veru­lega.

Nýlega hefur átt sér stað ógnvekj­andi þróun þar sem aukning er á ákærum og ásök­unum um guðlast í Pakistan og lögum beitt í auknum mæli gegn lista­fólki, mann­rétt­inda­sinnum og fjöl­miðla­fólki.

Í ágúst 2020 höfðuðu lögreglu­yf­ir­völd mál gegn leik­kon­unni Saba Qamar og söngv­ar­anum Bilal Saeed fyrir að taka upp tónlist­ar­mynd­band í mosku. Eftir að mynd­bandið kom út á netinu brutust út mótmæli í borg­inni Lahore þar sem leið­togar trúar­flokksins Tehreek-i-Labbaik Pakistan (TLP) hétu „hefndum“ gegn lista­fólkinu.

Bæði Qamar og Saeed birtu afsök­un­ar­beiðni á samfé­lags­miðlum en líf þeirra er enn í hættu.

Í sama mánuði höfðuðu lögreglu­yf­ir­völd einnig mál gegn blaða­mann­inum og mann­rétt­inda­sinn­anum Marvi Sirmed fyrir tíst sem hann birti þann 22. ágúst 2020.

Í júlí 2020 var Tahir Ahmed Naseem, sem var ákærður fyrir guðlast, skotinn til bana í rétt­arsal. Hann glímdi við geðröskun og var skotinn a.m.k. sex sinnum. Lögregla og lögfræð­ingar voru meðal þeirra sem lofuðu morðið með mynd­birt­ingu af líkinu á netinu.

„Svo virðist sem íbúar Pakistan finni fyrir þrýst­ingi um að styðja þá sem notfæra sér lög um guðlast til að beita ofbeldi og skapa ótta. Með því að hunsa síend­ur­teknar kröfur Amnesty Internati­onal um að afnema lög um guðlast ýta stjórn­völd í Pakistan undir ofbeldi og ótta.“

David Griffiths, yfir­maður alþjóða­skrif­stofu Amnesty Internati­onal. 

Áhrif laganna

Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu árið 2016 þar sem beit­ingu laga um guðlast þar í landi var skoðuð. Þar kom fram að lögin eru mjög óljós, það þarf litlar sann­anir til að sakfella og kærur eru oft samþykktar gagn­rýn­is­laust af lögreglu og yfir­völdum eða vegna hótana og þvingana. Margir einstak­lingar hafa verið sakfelldir fyrir guðlast þar sem ekki er fylgt stöðlum um sönn­un­ar­byrði byggða á skyn­sam­legum vafa.

Það þarf að fella lög um guðlast úr gildi í Pakistan þar sem þau eru ekki í samræmi við alþjóðalög um mann­rétt­indi.

Fjórir einstak­lingar voru dæmdir í 26 ára fang­elsi í nóvember 2014 fyrir guðlast, þeirra á meðal var leik­konan Veena Malik, vegna sjón­varps­þáttar með leiknu atriði af brúð­kaupi sem var byggt á brúð­kaupi dóttur Múhameð spámanns.

Í desember 2019 var háskóla­kenn­arinn og samviskufanginn Junaid Hafeez dæmdur til dauða fyrir guðlast fyrir ummæli á Face­book. Hann hefur verið í haldi, að mestu í einangrun, síðan 2013.

Einstak­lingar með geðrask­anir eiga einkum á hættu að vera ákærðir fyrir guðlast. Ahmed Khan varð dæmdur til dauða eftir ásak­anir um guðlast gegn spámann­inum Múhameð. Mánuði áður en hann var hand­tekinn var hann greindur með geðklofa en ekki var tekið tillit til þeirrar grein­ingar fyrir dómi.

Lög um guðlast hafa einnig skapað umhverfi þar sem sumir einstak­lingar, eins og þeir sem leggja fram kæru um guðlast, trúa því að þeir eigi rétt á því að taka lögin í sínar hendur án afskipta lögreglu. Lögin hafa þannig verið notuð sem afsökun fyrir ofbeld­is­verk, sérstak­lega gegn trúar­legum minni­hluta­hópum.

Sawan Masih var sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir guðlast í mars 2014 í kjölfar ásakana um að hafa móðgað spámanninn Múhameð. Íbúar í nærliggj­andi­sam­fé­lagi og leið­togar úr mosku tóku undir ásak­an­irnar sem leiddu til árása á kristna hverfið þar sem Sawan bjó.

Aqib Saleem, úr samfé­lagi Ahma­diyya, var ákærður fyrir guðlast árið 2014 fyrir að hafa sett inn mynd á Face­book af nakinni konu sem sat á Kaaba, einum helg­asta stað múslima. Þó að hann hafi verið sýkn­aður í rétt­ar­höldum árið 2015 þá leiddi málið til dauða þriggja einstak­linga í kjölfar árásar á íbúa Ahma­diyya-samfé­lagsins.

Asia Bibi var dæmd til dauða fyrir guðlast árið 2010. Í október 2018 var hún sýknuð en vegna þrýst­ings og hótana frá almenn­ingi þá bönnuðu yfir­völd henni að fara úr landi fyrr en eftir áfrýjun til hæsta­réttar. Í janúar stað­festi hæstiréttur fyrri sýkn­un­ardóm en hún fékk ekki að fara úr landi fyrr en í maí 2019.

Friðsamleg mótmæli

Gulalai Ismail, baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum, sem berst gegn ofbeldi gegn konum og þving­uðum manns­hvörfum var ákærð fyrir uppreisn­ar­áróður, hryðju­verk og meið­yrði í maí 2019. Eftir að hún flúði svo til Banda­ríkj­anna í ágúst var fjöl­skyldu hennar í Pakistan hótað af lögreglu­yf­ir­völdum. Gulalai og foreldrar hennar voru ákærð í júlí sama ár fyrir hryðju­verk. Þremur mánuðum síðar var faðir hennar hand­tekinn og ákærður fyrir hatursorð­ræðu og nethryðju­verk.

Árið 2019 bauð frið­sama hreyf­ingin Pashtun Tahafuz Movement (PTM) stjórn­völdum birginn þegar hún mótmælti þving­uðum manns­hvörfum og aftökum án dóms og laga. Stjórn­völd brugðust við með harka­legum aðgerðum, með hand­tökum, eftir­liti, lögsóknum og hótunum um ofbeldi gegn stuðn­ings­fólki hreyf­ing­ar­innar.

Blaða­mað­urinn Gohar Wazir var hand­tekinn í maí 2019 fyrir að taka viðtal við alþing­is­manninn Mohsin Dawar sem er stuðn­ings­maður hreyf­ing­ar­innar.

Í janúar 2019 var aðgerðasinninn Alamzaib Khan hand­tekinn og ákærður fyrir „óeirðir“ og fyrir að „etja til haturs“  fyrir frið­sam­lega þátt­töku í mótmælum.

Í febrúar 2019 var aðgerðasinninn Arman Luni barinn til dauða af lögreglu­mönnum eftir að hafa tekið þátt í frið­sam­legum mótmælum.

Í nóvember 2019 var skráð lögreglumál gegn 17 nemendum af minni­hluta­hópnum Sindhi sem sakaðir voru um uppreisn­ar­áróður fyrir frið­samleg mótmæli gegn vatns­skorti í borg­inni Jams­horo.

Fjölmiðlafrelsi

Fjöl­miðla­frelsi er veru­lega skert í Pakistan og árið 2019 greindi fjöl­miðla­fólk frá enn frekari ritskoðun, þving­unum og áreitni frá yfir­völdum. Það stendur frammi fyrir ákærum um „nethryðju­verk“, dreif­ingu „fals­frétta“ og hatursorð­ræðu, aðal­lega á samfé­lags­miðlum.

Blaða­mað­urinn Shahzeb Jiliani var ákærður fyrir „nethryðju­verk“ og hatursáróður fyrir athuga­semdir á samfé­lags­miðlum í apríl 2019.

Shafique Ahmed var ákærður í apríl 2019 fyrir meið­yrði, “dreif­ingu falskra og meið­andi upplýs­inga” og “ærumeið­andi færslur gegn opin­berum stofn­unum í Pakistan”.

Í febrúar 2019 hófu yfir­völd rann­sókn á vinnu blaða­fólks og stjórn­mála­manna í kjölfar frið­sam­legra mótmæla þeirra á samfé­lags­miðlum. Mótmælin fólu í sér að breyta forsíðu­mynd af sér á samfé­lags­miðlum yfir í mynd af blaða­mann­inum Jamal Khashoggi frá Sádi-Arabíu sem var myrtur fyrir tilstilli yfir­valda frá heimalandi hans. Það var gert til að mótmæla heim­sókn krón­sprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, til Pakistan.