Kína

Ofsóknir gegn blaða­fólki, aðgerða­sinnum, lögfræð­ingum og fræði­mönnum fyrir það eitt að nýta rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis er sá veru­leiki sem fólk býr við í Kína. Kínverska ríkis­stjórnin gengur einna lengst í heim­inum í ritskoðun á netinu og má segja að yfir­völd hafi óskorað vald yfir netheimum. Aðgangur að inter­netinu er mjög takmark­aður og „eldvegg­urinn mikli“ lokar á þúsundir vefsíðna og samfé­lags­miðla, þar á meðal Face­book, Insta­gram og Twitter.

Ritskoðun og eftirlit á netinu

Lög um netör­yggi tóku gildi í júní 2017 og samkvæmt þeim eru netfyr­ir­tæki sem starfa í Kína skyldug til þess að ritskoða efni, geyma öll notenda­gögn og vera með skrán­inga­kerfi sem notast við fullt nafn notenda.

Lögin brjóta gegn alþjóð­legum viðmiðum um tján­ing­ar­frelsið og frið­helgi einka­lífsins og með þeim er víðáttu­mikil ritskoðun og strangt eftirlit rétt­lætt í nafni þjóðarör­yggis.

Yfir­völdum hefur því tekist að með hjálp tæknifyr­ir­tækja að stunda strangt eftirlit með almenn­ingi með aðgangi að skrán­ingum notenda með persónu­upp­lýs­ingum, gífur­legum gagna­upp­lýs­ingum og tækni sem ber kennsl á andlit.

Í ágúst 2018 hófu yfir­völd rann­sókn á nokkrum netþjón­ustu­fyr­ir­tækjum vegna þess að sumir notendur þeirra „dreifðu upplýs­ingum sem stofnuðu þjóðarör­yggi í hættu, meðal annars með ofbeldi og ógnunum, fölskum upplýs­ingum, sögu­sögnum og klámi.“

Í sept­ember 2018 var notenda­skil­málum breytt hjá WeChat í Kína, einu stærsta samskipta- og samfé­lags­miðla­for­riti þar í landi með yfir 900 milljón notendur, til þess eins að safna persónu­upp­lýs­ingum sem yfir­völd hefðu aðgang að.

Í byrjun júní 2020 greindi tæknifyr­ir­tækið Zoom frá því að hafa eytt aðgangi mann­rétt­inda­sinna að þjón­ustu sinni vegna beiðni frá stjórn­völdum í Kína. Einnig gaf fyrir­tækið til kynna að það myndi loka fyrir fundi í fram­tíð­inni sem kínversk yfir­völd segja „ólög­lega“ ásamt því að hafa viður­kennt að hafa lokað fyrir þrjá af fjórum fundum sem tengdust mótmæl­unum á Torgi hins himneska friðar. Þar á meðal var aðgangi lokað hjá kínverskum aðgerða­sinna sem býr í Banda­ríkj­unum, Zhou Fengsuo, eftir að hann stóð fyrir minn­ing­ar­at­höfn tengda mótmæl­unum. Einnig var aðgangi lokað hjá aðgerða­sinn­unum Wang Dan og Lee CheukYan.

Aðgang­arnir hafa verið opnaðir á ný eftir að fyrir­tækið viður­kenndi að mistök hafi verið gerð og greindi frá því að aðgerð­irnar „hefðu ekki átt að hafa áhrif á notendur utan megin­lands Kína“.

Kórónuveirufaraldurinn

Frá því að kórónu­veirufar­ald­urinn braust út í Kína hafa stjórn­völd viljað stjórna frétta­flutn­ingi og kæfa neikvæða umfjöllun og viðhalda þannig ritskoðun á rétt­mætum upplýs­ingum um veiruna. Fjöldi greina hefur verið ritskoð­aður til að mynda á helstu fréttamiðlum.

Ófá dæmi eru um það að sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla­fólk og aðgerða­sinnar hafa verið áreitt af stjórn­völdum fyrir að miðla upplýs­ingum um kórónu­veiruna á samfé­lags­miðlum og gagn­rýna viðbrögð stjórn­valda við faraldr­inum.

Í lok desember 2019 deildi lækn­irinn Li Wenliang í Wuhan-borg með samstarfs­fólki sínu áhyggjum af sjúk­lingum sem sýndu sams­konar einkenni og þeir sem greindust með SARS-veiruna í suður­hluta Kína árið 2002 og lýsir sér í alvar­legum öndun­ar­færa­erf­ið­leikum. Þaggað var niður í honum og honum refsað af stað­ar­yf­ir­völdum fyrir að „dreifa sögu­sögnum“. Hann lést sjálfur af völdum veirunnar í febrúar 2020.

Xu Zhiyong lögfræð­ingur og aðgerðasinni sem þekktur er fyrir vinnu sína fyrir minni­hluta­hópa kallaði eftir því í febrúar 2020 að forsetinn Xi Jinping myndi segja af sér og gagn­rýndi viðbrögð stjórn­valda við kórónu­veirufar­aldr­inum og mótmæl­unum í Hong Kong. Áður eyddi hann fjórum árum í fang­elsi fyrir frið­sam­legar aðgerðir og var leystur úr haldi árið 2017. Hann hefur verið í felum síðan í desember 2019 eftir að yfir­völd leystu upp fund mann­rétt­inda­lög­fræð­inga og aðgerða­sinna sem hann sótti. Yfir 10 manns sem sóttu fundinn hafa verið kall­aðir til lögreglu eða settir í varð­hald. Um miðjan febrúar 2020 var hann hand­tekinn á heimili Yang Bin, aðgerða­sinna sem einnig hefur gagn­rýnt rist­koðun stjórn­valda á tímum kórónu­veirufar­ald­ursins.

Lögfræð­ing­urinn Chen Quiushi, sem heldur uppi eigin frétt­a­síðu, tilkynnti að hann hefði verið áreittur af yfir­völdum fyrir að setja inn mynd­band frá sjúkra­húsum í Wuhan. Fang Bin, íbúi í Wuhan, var einnig yfir­heyrður af yfir­völdum eftir að hann setti mynd­band á netið sem sýndi lík fórn­ar­lamba veirunnar.

Í apríl 2020 var mann­rétt­indasinninn Chen Mei ásamt tveimur öðrum einstak­lingum numinn á brott af lögreglu fyrir þátt­töku í verk­efni um að skjala­söfnun og birta ritskoð­aðar greinar tengdar kórónu­veirufar­aldr­inum. Fjöl­skylda Chen Mei vissi ekki um afdrif hans í  í tvo mánuði eða þangað til henni var greint var frá því í júní að hann væri í gæslu­varð­haldi fyrir það að „leita uppi rifr­ildi og vand­ræði“.

Þann 18. mars 2020 kröfðust kínversk stjórn­völd þess að banda­rískt blaða­fólk, sem vinnur fyrir New York Times, Wall Street Journal og Washington Post, skiluðu inn fjöl­miðla­leyfi sínu fyrir árið 2020 innan 10 daga og má það ekki lengur vinna sín störf á megin­landi Kína, í Hong Kong og Macau.

„Blaða­fólk sem hefur komið upp um fjöldann allan af mann­rétt­inda­brotum í Kína er skot­mark þess­arar svívirði­legu árásar kínverskra stjórn­valda gegn tján­ing­ar­frelsinu. Fréttamiðl­arnir sem blaða­fólkið starfar hjá hafa fjallað ítar­lega um útbreiðslu kórónu­veirunnar í Wuhan.“

 Joshua Rosenzweig, Teym­is­stjóri Amnesty Internati­onal um málefni Kína.

Zhang Zhan var hand­tekin í maí 2020 og ákærð fyrir að „stofna til rifr­ilda og vand­ræða“ vegna umfjöll­unar hennar í febrúar 2020 um kórónu­veirufar­ald­urinn í Wuhan. Hún var dæmd í fjög­urra ára fang­elsi þann 28. desember 2020.

Dragonfly

Google vann leyni­lega að verk­efninu Dragonfly árið 2018 en í því fólst að hleypa leit­ar­vél­inni aftur af stokk­unum í Kína í samvinnu við kínversk stjórn­völd. Yfir­völd hefðu þá getað ritskoðað enn frekar og jafnvel njósnað um notendur Google í Kína

Kínverskum Google-notendum átti að vera mein­aður aðgangur að vefsíðum eins og Wikipedia og Face­book og leit­arorð eins og „mann­rétt­indi” bönnuð.

Banda­ríski tölvurisinn sendi frá sér yfir­lýs­ingu þess efnis í júlí 2019 að fyrir­tækið væri hætt við að hleypa af stokk­unum verk­efninu Dragonfly.

Í yfir­lýs­ing­unni er hins vegar ekki minnst á að fallið verði algjör­lega frá ritskoð­aðri leit­arvél og hefur Google í raun og veru ekki enn útilokað samstarf við Kína í álíka verk­efnum.

Í haldi fyrir tjáningu á netinu

Algengt er að blogg­arar, blaða­fólk, stofn­endur vefsíðna eða einstak­lingar sem tjá skoð­anir sínar á netinu séu hand­teknir. Einstak­lingar hafa einnig í auknum mæli greint frá því að þeim sé hótað, ógnað eða þeir hand­teknir fyrir að nota samfé­lags­miðla síðustu ár.

Eitt af fjöl­mörgum dæmum eru hand­tökur blaða­fólks sem vinnur fyrir vefsíðuna 64tiangwang.com en þar er sagt frá mótmælum í Kína og haldið utan um skrán­ingu þeirra. Í lok árs 2017 sátu tíu starfs­menn vefsíð­unnar í fang­elsi og einn af stofn­endum hennar, Huang Qi, var dæmdur í 12 ár í fang­elsi í leyni­legum rétt­ar­höldum árið 2019. Hann hafði þá  sætt varð­haldi frá því í nóvember 2016 fyrir að „leka ríkis­leynd­ar­málum“.

Blogg­ar­arnir Lu Yuyu og Li Tingyu greindu frá mótmælum í Kína daglega frá árinu 2013 á bloggi sínu og samfé­lags­miðlum þangað til þau voru tekin í hald árið 2016. Þau voru og var dæmd í 4 ára fang­elsi árið 2017 fyrir að „leita uppi rifr­ildi og vand­ræði“.

Öll ummæli um mótmælin á Torgi hins himneska friðar árið 1989 eru enn ritskoðuð í Kína og eiga einstak­lingar sem reyna að minnast fórna­lambanna á hættu að vera ofsóttir eða hand­teknir af geðþótta­ástæðum.

Í apríl 2019 var aðgerðasinninn Chen Bing dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyrir að „leita uppi rifr­ildi og vand­ræði“. Hann hafði fram­leitt flöskur fyrir kínverskt áfengi sem voru til minn­ingar um fórn­ar­lömb mótmæl­anna.

Aðgerðasinninn Deng Chuanbin var einnig hand­tekinn sama ár fyrir að minnast mótmæl­anna í tísti.

Lee MingCheh, fram­kvæmda­stjóri félaga­sam­taka frá Tævan, var hand­tekinn við komuna til megin­lands Kína í nóvember 2017 og dæmdur í fimm ára fang­elsi fyrir að „grafa undan ríkis­valdi“ eftir að hafa tekið þátt í umræðum á netinu um lýðræði, fall Sovét­ríkj­anna og blóð­baðið á Torgi hins himneskar friðar.

Trúfrelsi

Í mars 2017 settu stjórn­völd reglu­gerð sem banna „öfga­hegðun“ eins og að ganga í búrku, vera með „óeðli­legt“ skegg og lesa eða birta „öfga­fullt efni“.

Allt að ein milljón einstak­linga, aðal­lega minni­hluta­hópar múslima, hefur verið hand­tekin að geðþótta og komið fyrir í svoköll­uðum endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði í norð­vest­ur­hluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og aðrir múslimskir minni­hluta­hópar. Ættingjar og vinir þess fólks sem hefur verið hand­samað fá engar upplýs­ingar og vita ekki hvar ástvinum þeirra er haldið.

Úígúrar búsettir utan Kína þurfa einnig að þola árásir og ofsóknir kínverskra yfir­valda. Amnesty Internat­ional hefur skráð um 400 sögur einstak­linga um ágengt eftirlit, ógnandi símtöl og jafnvel morð­hót­anir. Einnig er herjað á fjöl­skyldu­með­limi sem búsettir eru í Kína til að þagga niður í þeim sem segja frá ástandinu erlendis.

Reglur um trúmál voru endur­skoðuð í febrúar 2018 þar sem skrá­sett er að ríkið stjórni öllum þáttum trúar­at­hafna og hafi leyfi til að fylgjast með, stjórna og mögu­lega refsa trúar­háttum.

Þessar breyt­ingar bæla enn frekar niður réttinn til trúfrelsis, sérstak­lega fyrir búdd­ista, úígúra, múslima og þá sem tilheyra óþekktum kirkjum.

Algengt er að búddahof, taómu­steri, moskur og kirkjur séu eyði­lögð samkvæmt fyrir­mælum yfir­valda og trúar­leið­togar sem ekki eru viður­kenndir af stjórn­mála­flokknum eru hand­teknir á þeim grund­velli að þeir „stofni þjóðarör­yggi í hættu“.

Þann 30. desember 2019 var prest­urinn Wans Yi dæmdur í 9 ára fang­elsi fyrir „ólög­legan viðskipta­rekstur“ og að „etja til koll­vörp­unar stjórn­valda“.

Hong Kong

Árið 2019 studdu stjórn­völd í Kína frum­varp um framsal frá Hong Kong sem hefði þýtt að kínversk stjórn­völd hefðu vald til að fram­selja grunaða einstak­linga til megin­lands Kína. Það leiddi til mótmæla af stærðar­gráðu sem á sér ekki fordæmi á svæðinu. Íbúar Hong Kong mótmæltu reglu­lega á götum úti þrátt fyrir að standa frammi fyrir harka­legum aðgerðum lögreglu, þar á meðal tilefn­is­lausri beit­ingu tára­gass, geðþótta­hand­tökum, barsmíðum og illri meðferð í varð­haldi.

þjóðarör­ygg­islög fyrir Hong Kong voru samþykkt í Kína þann 30. júní 2020 og tóku gildi sama dag. Kínversk yfir­völd samþykktu lögin án þess að tryggja gagnsæi eða ábyrgð­ar­skyldu og farið var fram hjá löggjaf­ar­valdi Hong Kong. Amnesty Internati­onal greindi frá því að orðalag í lögunum er allt of víðtækt og grefur undan mann­rétt­inda­vernd í Hong Kong. Orðalag í lögunum er á þann veg að lögsaga þeirra nær einnig til fólks sem hefur aldrei komið til Hong Kong. Það þýðir að hver einasta mann­eskja í heim­inum, óháð ríkis­borg­ara­rétti eða stað­setn­ingu, gæti strangt til tekið verið talin brotleg við þessi lög og þar með átt á hættu hand­töku eða lögsókn innan lögsögu Kína, jafnvel við milli­lend­ingu þar.

Lestu meira um hættuleg áhrif laganna hér.

Um leið og lögin tóku gildi hófu yfir­völd í Hong Kong herferð gegn lögmætri og frið­samlegri tján­ingu.

  • Fólk hefur verið hand­tekið fyrir að bera á sér límmiða, borða með póli­tískum slag­orðum og fyrir að vera með fána í fórum sínum.
  • Stjórn­völd tilkynntu tveimur dögum eftir að slagorð mótmæl­anna 2019, „Frelsum Hong Kong, bylt­ingu okkar tíma“, væri skír­skotun í sjálf­stæði Hong Kong og í raun þá verið að banna slag­orðið.
  • Lögin veita stjórn­völdum í Kína og Hong Kong aukin völd til eftir­lits á skólum, samtökum, fjöl­miðlum og netinu.
  • Fjöl­miðlar hafa lýst áhyggjum sínum af áhrifum laganna á fjöl­miðla­frelsi.
  • Mennta­mála­ráð­herra Hong Kong sagði að nemendur ættu ekki að syngja lög, hrópa slagorð eða vera með aðgerðir með póli­tískum skila­boðum.
  • Lögin veita löggæslu­að­ilum einnig aukin völd til að fjar­læga efni á netinu eða fá notanda­gögn án frekari laga­heim­ildar. What­sApp, Twitter, Linkedln, Face­book og Google hafa nú þegar hafnað kröfum stjórn­valda um að veita upplýs­ingar um notanda­gögn.
  • Samfé­lags­miðla­fyr­ir­tæki gætu verið beðin um að fjar­læga efni sem kínversk stjórn­völd telja óboðleg, jafnvel þó að færslan hafi verið birt utan Hong Kong eða að skrif­stofur og netþjónar fyrir­tækj­anna séu í öðru landi.