Víetnam

Stjórn­völd í Víetnam hafa síðast­liðin ár hert enn frekar á aðgerðum gegn tján­ingar-og funda­frelsi og frið­sam­legum mótmælum. Fjöl­margir einstak­lingar hafa verið hand­teknir undir ákvæðum nýrra hegn­ing­ar­laga sem tóku gildi árið 2018 þar sem stjórn­völd geta nýtt sér víðtæk og óljós ákvæði laganna til þess að hand­taka og ákæra mann­rétt­inda­sinna, aðgerða­sinna og aðra sem taldir eru gagn­rýna stjórn­völd.

Stjórn­ar­skrá Víetnam og alþjóða­mann­rétt­indalög kveða skýrt á um að standa skuli vörð um tján­ing­ar­frelsið sem tryggir réttinn til að dreifa og taka við upplýs­ingum og hugmyndum. Hins­vegar hand­tóku og/eða lögsóttu stjórn­völd a.m.k. 23 einstak­linga árið 2019  fyrir það að nýta sér frelsi til tján­ingar.

Tjáningarfrelsi á netinu og Kórónuveirufaraldurinn

Síðast­liðin ár hafa stjórn­völd í Víetnam unnið að því að skerða tján­ing­ar­frelsi á netinu og hafa ákært fjöldann allan af einstak­lingum sem hafa gagn­rýnt stjórn­völd á frið­sam­legan hátt.

Í janúar 2019 tóku gildi ný lög um netör­yggi. Óljós og víðtæk ákvæði laganna veita yfir­völdum óhóf­legt og handa­hófs­kennt vald til að bæla niður skoðanir. Samkvæmt nýju lögunum geta stjórn­völd krafist þess að tæknifyr­ir­tæki gefi upp persónu­upp­lýs­ingar og ritskoði færslur notenda

Allt frá janúar 2020 hafa stjórn­völd herjað enn frekar á tján­ingarfrelsið á samfé­lags­miðlum.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 voru 654 einstak­lingar kall­aðir á lögreglu­stöðvar í landinu til að taka þátt í „vinnuhópum“ með lögregl­unni vegna færslna á Face­book sem tengjast kórónuveirunni.

Þar af hafa 146 manns þurft að borga sektir en hinir voru neyddir til þess að taka niður færsl­urnar. 

Dinh Vinh Son, 27 ára, var ákærður fyrir það að dreifa „fölskum fréttum“ um kórónu­veirufar­ald­urinn í apríl 2020. Hann var ákærður fyrir „ólög­lega beit­ingu upplýs­inga á netkerfi eða fjar­skipta­neti“ og á yfir höfði sér allt að sjö ára fang­elsi. 

Ma Phung Ngoc Tu var einnig ákærður í sama mánuði fyrir að „brjóta gegn lýðræð­islegu frelsi“ með því að setja inn og deila 14 færslum um kórónu­veirufar­ald­urinn og hall­mæla stjórn­ar­háttum landsins. Hann á yfir höfði sér allt að sjö ára fang­elsi. Hann bíður rétt­ar­halda í varð­haldi. 

Dinh Thi Thu Thuy, 38 ára, var einnig hand­tekin í apríl 2020 fyrir „áróður gegn ríkinu“. Ástæðan voru fjöl­margar færslur sem hún setti inn eða deildi á Face­book þar sem stjórn­völd voru gagn­rýnd. Hún á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fang­elsis­vist. 

Facebook

Ný tilskipun frá stjórn­völdum var kynnt þann 15. apríl 2020 þar sem nýjar refs­ingar liggja við færslum á samfé­lags­miðlum sem falla ekki undir strangar og óskýrar kröfur stjórnvalda. Tilskip­unin gefur ríkis­stjórn­inni einnig aukið vald til að neyða tæknifyr­ir­tæki til ritskoð­unar og eftir­lits.

Í kjölfar þrýst­ings frá stjórn­völdum hóf Face­book að ritskoða færslur sem teljast gagn­rýnar á ríkis­stjórnina strax í apríl 2020. Talið er að ríkis­rekin fjar­skipta­fyr­ir­tæki hafi sett höft á netþjón Face­book í landinu sem gerði það að verkum að samfé­lags­mið­illinn var óvirkur um tíma.

Það að Face­book hafi látið undan kröfum stjórn­valda setur hættu­legt fordæmi og gefur öðrum ríkjum færi á að fá Face­book til ritskoð­unar. 

Samviskufangar og fjöldahandtökur

Amnesty Internati­onal gaf út skýrslu árið 2019 þar sem kom fram að fjöldi samviskufanga í landinu hafi aukist um þriðjung á örskömmum tíma. Árið  2019 voru þeir 128 talsins.

Samviskufang­arnir hafa ýmist verið hand­teknir og ákærðir fyrir aðgerðir eða þátttöku í mótmælum en tíu prósent samviskufang­anna voru fang­els­aðir fyrir ummæli á samfé­lags­miðlum. 

Stór mótmæli áttu sér stað í júní 2018 þegar hundruð þúsunda víet­namskra borgara víðs­vegar um landið mótmæltu tveimur frum­vörpum. Annað snéri að því að setja á stokk sérstaka efna­hagslög­sögu og hitt var um netör­ygg­islöggjöf. Fjölda­hand­tökur fóru fram og fleiri hundruð einstak­lingar voru hand­teknir vegna þátttöku í mótmæl­unum.  

Frá því í október 2019 hafa hundruð einstak­linga, bæði viðskipta­vinir og starfs­fólk, verið áreittir og ógnað af lögreglu vegna tengsla þeirra við Liberal Publis­hing House, sjálf­stætt rekna bóka­útgáfu með bækur sem stjórn­völd telja inni­halda viðkvæmar upplýs­ingar. Bóka­út­gáfan, sem var stofnuð í febrúar 2019, gefur út fræði­bækur um stjórnmál, stefnumál stjórn­valda og önnur samfé­lagsleg málefni. 

Margt fólk sem tengist bóka­út­gáfunni hefur verið fang­elsað og pyndað af lögreglu í borg­inni Ho Chi Minh í Víetnam.

Snemma í maí árið 2020 starfaði Thủy Tuất við að sendast með bækur fyrir útgáfu­fé­lagið. Hann var hand­tekinn, yfir­heyrður og pynd­aður af lögreglu. Þegar honum var loks sleppt úr haldi með alvar­lega áverka fór hann í felur af ótta við að vera hand­tekinn aftur. Í kjöl­farið var 24 ára gömul dóttir Thủy Tuất hand­tekin og neitar lögreglan að láta hana lausa úr haldi nema Thủy Tuất gefi sig fram. 

Í haldi fyrir tjáningu á netinu

Lýðræðis- og umhverfis­að­gerðasinninn Tran Hoang Phuc, er einn margra samviskufanga í Víetnam. Hann var hand­tekinn í júní 2017 og dæmdur fyrir að „leiða áróður gegn ríkinu“,fyrir að búa til og deila mynd­böndum á samfé­lags­miðlum sem talin voru gagnrýnin á ríkis­stjórn landsins. Hann fékk sex ára fang­els­isdóm og fjögur ár í stofufang­elsi. 

Bùi Hiếu Võ tjáði skoð­anir sínar á stjórn­málum og efnahag á Face­book og var hand­tekinn í mars 2017 fyrir „áróður gegn ríkinu“. Ári síðar var hann dæmdur til fjög­urra og hálfs árs fang­elsis­vistar. 

Đào Quang Thực hlaut 13 ára fang­els­isdóm og 5 ára stofufang­elsi fyrir að „vinna að því að gera bylt­ingu gegn ríkinu“ eftir að hafa vakið athygli á spill­ingu og umhverf­is­málum á samfé­lags­miðlum. 

Dương Thị Lanh notaði Face­book til að tjá stjórn­mála­skoð­anir sínar. Hún tók þátt í mótmælum gegn frum­varpi um sérstaka efna­hagslög­sögu. Hún var hand­tekin í janúar 2019 fyrir „búa til, geyma, miðla og breiða út áróð­urs­efni með það að mark­miði að andmæla stjórn­völdum“. Síðar á árinu var hún dæmd í átta ára fang­elsi og tveggja ára stofufang­elsi að lokinni afplánun. 

Đoàn Khánh Vinh Quang er bloggari sem nýtti sér samfé­lags­miðla til þess að tjá frið­sam­legar skoð­anir sínar. Hann var dæmdur í rúmlega tveggja ára fang­elsi fyrir að „misnota lýðræð­is­legt frelsi til að brjóta gegn hags­munum ríkisins“.