Mikil mannréttindaneyð og efnahagskreppa hefur ríkt í Venesúela undanfarin ár og staða mannréttinda er bágborin. Frá árinu 2014 hafa mótmælabylgjur gengið reglulega yfir landið og stjórnvöld í Venesúela hafa síðan þá beitt kerfisbundinni kúgun til að bæla niður allt andóf.
Snemma á árinu 2019 fóru þúsundir á götur úti í Karakas höfuðborg Venesúela og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar en jafn fjölmenn mótmæli hafa ekki átt sér stað í landinu frá árinu 2017.
Mótmælin
Að minnsta kosti 47 einstaklingar létu lífið við mótmælin, allir af völdum skotsára. Að sögn voru 39 myrtir af öryggissveitum ríkisins eða þriðja aðila með þegjandi samþykki stjórnvalda. Þá voru að minnsta kosti 11 einstaklingar teknir af lífi án dóms og laga og rúmlega 900 settir í varðhald, þeirra á meðal börn og unglingar. Margir sættu pyndingum.
Kúgunartilburðir stjórnvalda hafa varað meira og minna frá árinu 2014 og því má halda fram að þessar kerfisbundnu og útbreiddu árásir gegn almennningi í landinu samsvari glæpum gegn mannkyni.
„Öryggissveitir undir stjórn Nicolás Maduro, forseta landsins, og vopnaðir hópar sem styðja hann halda áfram að ganga hart fram í því að bæla niður mótmæli fólks sem krefst leiðar út úr þeirri alvarlegu pólitísku og mannréttindamiðuðu krísu sem geisað hefur sem plága í landinu í nokkur ár. Þeir glæpir sem framdir hafa verið og ganga gegn alþjóðalögum auka enn frekar á þunga þeirra mála sem þarf að rannsaka samkvæmt alþjóðlegu dómskerfi. Maduro verður tafarlaust að binda endi á kúgunarstefnu sína.“
Erika Guevara-Rosas framkvæmdastjóri Amnesty International Ameríkusvæðisins.
Fjölmiðlar og frjáls félagasamtök
Stéttarfélag fjölmiðlafólks skráði 244 árásir gegn fjölmiðlafrelsi frá janúar til júní árið 2019 sem m.a. fólust í eftirliti, áreitni, árásum á fjölmiðlafólk, handtökum af geðþótta og þjófnaði á tækjum og búnaði.
Í október 2019 sættu 193 einstaklingar varðhaldi í Venesúela fyrir það eitt að birta skoðun sína eða umkvartanir á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum.
Einn þeirra var Pedro Jamie sem sætti varðhaldi af geðþóttaástæðum fyrir að birta opinberar upplýsingar um flugferðir forsetans á twitter-reikningi sínum. Honum var sleppt úr haldi þann 17. október 2019 eftir eitt ár og fimm mánuði í varðhaldi.
Að minnsta kosti 19 fjölmiðlafólk, bæði innlent og erlent hefur sætt varðhaldi af geðþóttaástæðum eða verið rekið úr landi.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu