Venesúela

Mikil mann­rétt­inda­neyð og efna­hagskreppa hefur ríkt í Venesúela undan­farin ár og staða mann­rétt­inda er bágborin. Frá árinu 2014 hafa mótmæla­bylgjur gengið reglu­lega yfir landið og stjórn­völd í Venesúela hafa síðan þá beitt kerf­is­bund­inni kúgun til að bæla niður allt andóf.

Snemma á árinu 2019 fóru þúsundir á götur úti í Karakas höfuð­borg Venesúela og kröfðust afsagnar ríkis­stjórn­ar­innar en jafn fjöl­menn mótmæli hafa ekki átt sér stað í landinu frá árinu 2017.

Mótmælin

Að minnsta kosti 47 einstak­lingar létu lífið við mótmælin, allir af völdum skotsára. Að sögn voru 39 myrtir af örygg­is­sveitum ríkisins eða þriðja aðila með þegj­andi samþykki stjórn­valda. Þá voru að minnsta kosti 11 einstak­lingar teknir af lífi án dóms og laga og rúmlega 900 settir í varð­hald, þeirra á meðal börn og unglingar. Margir sættu pynd­ingum.

Kúgun­ar­til­burðir stjórn­valda hafa varað meira og minna frá árinu 2014 og því má halda fram að þessar kerf­is­bundnu og útbreiddu árásir gegn almennn­ingi í landinu samsvari glæpum gegn mann­kyni.

„Örygg­is­sveitir undir stjórn Nicolás Maduro, forseta landsins, og vopn­aðir hópar sem styðja hann halda áfram að ganga hart fram í því að bæla niður mótmæli fólks sem krefst leiðar út úr þeirri alvar­legu póli­tísku og mann­rétt­inda­miðuðu krísu sem geisað hefur sem plága í landinu í nokkur ár. Þeir glæpir sem framdir hafa verið og ganga gegn alþjóða­lögum auka enn frekar á þunga þeirra mála sem þarf að rann­saka samkvæmt alþjóð­legu dóms­kerfi. Maduro verður tafar­laust að binda endi á kúgun­ar­stefnu sína.“

Erika Guevara-Rosas fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal Amer­íku­svæð­isins.

Fjölmiðlar og frjáls félagasamtök

Stétt­ar­félag fjöl­miðla­fólks skráði 244 árásir gegn fjöl­miðla­frelsi frá janúar til júní árið 2019 sem m.a. fólust í eftir­liti, áreitni, árásum á fjöl­miðla­fólk, hand­tökum af geðþótta og þjófnaði á tækjum og búnaði.

Í október 2019 sættu 193 einstak­lingar varð­haldi í Venesúela fyrir það eitt að birta skoðun sína eða umkvart­anir á samfé­lags­miðlum eða í fjöl­miðlum.

Einn þeirra var Pedro Jamie sem sætti varð­haldi af geðþótta­ástæðum fyrir að birta opin­berar upplýs­ingar um flug­ferðir forsetans á twitter-reikn­ingi sínum. Honum var sleppt úr haldi þann 17. október 2019 eftir eitt ár og fimm mánuði í varð­haldi.

Að minnsta kosti 19 fjöl­miðla­fólk, bæði innlent og erlent hefur sætt varð­haldi af geðþótta­ástæðum eða verið rekið úr landi.

Tengt efni