Mótmælum hefur lengi verið mætt með kúgun, refsingu og hindrunum og á það víða við enn í dag.
Ótalmörg dæmi eru um slíka kúgun. Skýr og nýleg dæmi má nefna frá Íran og Síle á árunum 2019 til 2020, þar sem mótmælendum var mætt með lögregluofbeldi. Fjöldi mótmæla braust út í Rússlandi í byrjun árs 2021 í kjölfar þess að aðgerðasinninn og stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny var handtekinn á flugvellinum í Moskvu þann 17. janúar. Rúmlega hundrað þúsund mótmælendur kröfðust lausnar Alexei. Rússnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. Að minnsta kosti 12.000 mótmælendur voru handteknir á vikutíma og óeirðalögregla landsins beitti mótmælendur miklu ofbeldi, þeirra á meðal börn, konur og eldri borgara.
Refsing
Stjórnvöld grípa oft til refsingar og fjöldahandtakna, oft með ólögmætum hætti þegar þeim tekst ekki að koma í veg fyrir mótmæli. Stundum hóta stjórnvöld fólki refsingu áður en mótmæli eiga sér stað. Slíkar hótanir geta fælt mótmælendur frá þátttöku í frekari mótmælum. Fyrir rúmri öld sættu konur sem börðust fyrir kosningarétti fjöldahandtökum fyrir það eitt að krefjast réttar síns í friðsamri kröfugöngu. Fjöldahandtökur hafa nýverið átt sér stað í Egyptalandi og Hvíta-Rússlandi til að refsa mótmælendum og í Taílandi eiga margir mótmælendur yfir höfði sér lífstíðardóm án þess að yfirvöld rökstyðji ákærurnar á hendur þeim. Í Alsír eru aðgerðasinnar, pólitískir leiðtogar og blaðmenn settir í varðhald af geðþóttaástæðum fyrir það eitt að tjá sig um rétt sinn til að mótmæla og fyrir að tjá skoðun sína almennt, hvort sem það er á netinu eða annars staðar. Allt er þetta hluti af herferð stjórnvalda sem miðar að því að ógna og þagga niður í gagnrýnisröddum með því að refsivæða friðsöm mótmæli og tjáningu.
Hindranir
Nú á dögum leitast yfirvöld eftir því að koma í veg fyrir mótmæli með lagasetningum eða grípa til ráðstafana sem gera tilteknar mótmælaaðgerðir ólöglegar. Sem dæmi má nefna settu stjórnvöld í Taílandi ótímabundið bann í október 2020 við samkomum fimm einstaklinga eða fleiri í Bangkok til að stöðva stigvaxandi og aukin mótmæli. Einnig var lagt bann við birtingu frétta og skilaboða á netinu sem „geta valdið ótta“, haft áhrif á þjóðaröryggi eða skaðleg áhrif á siðferðisþrek þjóðarinnar.
Lögreglu ber skylda til að greiða fyrir opinberu samkomuhaldi ásamt því að vernda rétt einstaklingsins til að mótmæla. Almennt séð skal gera ráð fyrir friðsamlegri samkomu.
Fleiri meginreglur löggæslu á mótmælum:
Beiting valds nær yfir hvers konar líkamlegar aðgerðir lögreglu. Það getur verið allt frá snertingu til beitingar banvænna vopna af ásettu ráði. Hótun um valdbeitingu telst einnig með hér.
Til þess að fylgja mannréttindalögum þarf beiting valds að uppfylla sömu þrjú skilyrði og takmarkanir á réttinum til að mótmæla gera þ.e. þær verða að vera að byggja á lögum, uppfylla skilyrði um meðalhóf og nauðsyn og fylgja lögmætum markmiðum.
Beiting valds getur verið nauðsynleg í löggæslu. En aðeins í undantekningartilvikum! Notkun valds er ekki gagnleg leið til að leysa upp átök og ætti aðeins að nota sem neyðarúrræði.
Jafnvel í aðstæðum þar sem beiting valds gegn ofbeldisfullum einstaklingi telst lögmæt gætu aðrir vegfarendur verið í hættu. Lögreglan skal ætíð meta aðstæður og ganga fram af mestu varfærni. Sérstakrar aðgátar er krafist hvað varðar hópa sem eru berskjaldaðir fyrir skaða eða áverkum, eins og til dæmis börn eða eldra fólk.
ALDREI má þagga niður í mótmælendum með valdbeitingu.
Dæmi um farsæla löggæslu fyrir alla aðila
Allt of oft fylgir lögreglan ekki þeim reglum sem hún á að fylgja og brýtur á rétti einstaklingsins til að mótmæla með því að beita valdi. Í mörgum tilfellum standa stjórnvöld að baki þessum aðgerðum til að bæla niður óvinsælar skoðanir. Hér má lesa um nokkur nýleg dæmi þar sem lögreglan hefur brugðist skyldu sinni við löggæslu á mótmælum:
Tveir létust og nokkrir slösuðust á mótmælum gegn námugrefti í suðurhluta Perú árið 2015. Henry Checlla Chura, 35 ára, lést þegar lögreglan að sögn hóf skothríð á mótmælendur sem settu upp vegatálma á hraðbraut. Aðeins nokkrum dögum fyrr var hinn 61 árs gamli Victoriano Huayna Nina skotinn til bana á mótmælum. Þessi dæmi sýna skýrt óhóflega beitingu valds af hendi lögreglunnar sem leiðir til dauða.
Beiting banvænna vopna
Árið 2019, var táragasi og gúmmískotum beitt gegn mótmælendum á lestarstöð í Hong Kong. Þar sem mótmælin voru þá þegar byrjuð að leysast upp og fóru fram í lokuðu rými voru viðbrögð lögreglu ónauðsynleg og úr öllu hófi.
Á mótmælum vegna morðs á súdönsku barni í Kaíró í Egyptalandi árið 2020 notuðu egypskar öryggissveitir táragas og vatnsbyssutrukka gegn mótmælendum ásamt því að beita súdönsku flótta- og farandfólki geðþóttahandtökunum fyrir mótmæli. Mótmælendur sættu barsmíðum með kylfum og annarri illri meðferð og sátu undir kynþáttafordómum.
of lítil vernd
Yfirvöld í Białystok í Póllandi, veittu þátttakendum í mannréttindagöngu sem haldin var í júlí 2019 ekki nægilega vernd. Í kringum eitt þúsund manns tók þátt í göngunni en á sama tíma voru um fjögur þúsund andmótmælendur á staðnum sem köstuðu púðurkerlingum, steinum og eggjum að þátttakendum göngunnar. Um 700 lögreglumenn voru á staðnum en gátu þó ekki komið í veg fyrir árásir andmótmælenda á þátttakendur. Af þeim sökum er alveg ljóst að lögreglan brást skyldum sínum um vernd og öryggi mótmælenda.
Varðhald af geðþóttaástæðum
Þann 26. febrúar 2016 skipulögðu palestínskir aðgerðasinnar friðsamlega kröfugöngu á Vesturbakkanum til að mótmæla hersetu Ísraela og skertu ferðafrelsi. Mannréttindasinnarnir Issa Amro og Farid al-Atrash voru handteknir og sóttir til saka í ísraelskum herrétti. Amro var handtekinn fyrir hlutverk sitt í skipulagningu göngunnar og al-Atrash var handtekinn með valdi af hermönnum í friðsömum mótmælum.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu