Tölur og staðreyndir 2024

1.518 aftökur í 15 löndum árið 2024 sem er 32% aukning frá árinu 2023 (1.153) en inn í þessum tölum eru ekki Kína, Norður-Kórea og Víetnam.

Flestar aftökur eftir löndum:

  1. Kína (1000+)
  2. Íran (972+)
  3. Sádi-Arabíu (345+)
  4. Írak (63+)
  5. Jemen (38+) 

Kína fram­kvæmir flestar aftökur á heimsvísu

  • Tölur eru ríkis­leynd­armál en talið er að þær skipti þúsundum

Víetnam og Norður-Kóreu

  • Engar tölur þaðan en talið er að þar séu fjöl­margar aftökur

Brot á alþjóðalögum

637 ólög­mætar aftökur fyrir vímu­efna­tengd brot sem er 42% allra aftaka á heimsvísu.  

  • Kína, Íran, (52% af heild­ar­fjölda aftaka á árinu) Sádi-Arabíu (122 – sem er 35 % allra aftaka) og Singapúr  ( 8 og 89% allra aftaka). Víetnam er talið hafa fram­kvæmt slíkar aftökur en upplýs­ingar voru ekki aðgengi­legar.  

 

8 opin­berar aftökur voru skráðar.  

  • 4 í Afgan­istan 
  • 4 í Íran 

8 einstak­lingar voru teknir af lífi sem voru undir 18 ára aldri þegar brotið var framið.   

  • 4 aftökur í Íran 
  • 4 aftökur í Sómalíu 

 

Aðferðir við aftökur árið 2024:

  • afhöfðun
  • henging
  • banvæn sprauta
  • byssu­skot
  • köfnun með niturgasi 

Dauðadómar á heimsvísu 

Dauða­dómar kveðnir upp:

  • Að minnsta kosti 2.087 dauða­dómar í 46 löndum árið 2024 
  • 2.428 dauða­dómar í 53 löndum árið 2023 

 

18 lönd náðuðu einstak­linga dæmda til dauða eða milduðu dauða­dóma samkvæmt gögnum Amnesty Internati­onal. 

 

Þrjú lönd beittu dauðarefs­ing­unni á ný eftir hlé: Suður-Súdan, Súdan og Úganda. 

Níu fangar sem voru dæmdir til dauða voru hreins­aðir af sök í þremur löndum: 

  • Japan (1), Malasía (5) og Banda­ríkin (3) 

Afnám dauðarefsingarinnar

113 lönd hafa afnumið hana að fullu í lok árs 2024.

145 lönd hafa afnumið hana í lögum eða fram­kvæmd í lok árs 2024. 

Í fyrsta sinn kusu tveir þriðju ríkja Sameinuðu þjóð­anna með ályktun um stöðvun dauðarefs­ing­ar­innar á alls­herj­ar­þinginu. 

Asía og Kyrrahaf

Asía og Kyrrahafið

Enn og aftur var mesti fjöldi aftaka á þessu svæði í heim­inum. 

843 dauða­dómar kveðnir upp á árinu 2024  

Aftökur í fimm löndum:

  • Afgan­istan
  • Kína
  • Norður-Kóreu
  • Singapúr
  • Víetnam

– einu færri en árið 2023. 

Jákvætt:

Engar aftökur áttu sér stað í Bangla­dess sem er í fyrsta sinn frá árinu 2018.  

Rúmlega 1000 dauða­dómar mild­aðir í Malasíu  

Evrópa og Mið-Asía

Belarús var eina landið í Evrópu til að beita dauðarefs­ing­unni. Einn dauða­dómur kveðinn upp árið 2024 en rúmum mánuði síðar var einstak­ling­urinn náðaður. 

Í Rúss­landi og Tads­ík­istan var áfram­hald­andi aftökuhlé. 

Mið-Austurlönd og Norður-Afríka

34% aukning aftaka milli ára.  

  • 1.073 árið 2023 og 1.442 árið 2024 
  • 369 fleiri einstak­lingar teknir af lífi árið 2024 í saman­burði við árið 2023 

Átta lönd fram­kvæmdu aftökur árið 2024: Egypta­land, Íran, Írak, Kúveit, Óman, Sádi-Arabía, Sýrland og Jemen. 

Íran, Írak og Sádi-Arabía fram­kvæmdu flestar aftökur á svæðinu árið 2024.  

  • 96% allra aftaka á svæðinu í þessum þremur löndum
  • Íran fram­kvæmdi 67% allra aftaka á svæðinu. 

Tvöföldun aftaka í Jemen og fjór­földun í Írak í saman­burði við árið 2023. 

Óman hóf aftökur á ný. Síðast var aftaka árið 2021. 

773 nýir dauða­dómar kveðnir upp á árinu 2024 sem er 19% fækkun. 

 

Afríka sunnan Sahara

Sómalía eina landið þar sem aftökur fóru fram.  

  • 34 aftökur skráðar 

 

Dauða­dómar í 14 löndum. 

Búrkína Fasó, Lýðstjórn­ar­lýð­veldið Kongó og Nígería tóku skref sem gætu leitt til útvíkk­unar á beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar.

Jákvætt:

Simbabve og Sambía tóku jákvæð skref í átt að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar og hafa skuld­bundið sig til að afnema hana í samræmi við alþjóðalög.