Dauðarefsingar

Dauðarefs­ingin er grimmileg, ómann­úðleg og niður­lægj­andi. Hún er brot á rétt­inum til lífs og á ekki að fyrir­finnast í nútíma rétt­ar­kerfi.

Enn í dag er dauðarefs­ing­unni beitt af ríkjum út um allan heim en sem betur fer fer þeim fækk­andi. Í sumum löndum getur það verið fyrir vímu­efnaglæpi, í öðrum fyrir hryðju­verk og morð.

Amnesty fordæmir dauðarefs­ingar og er alfarið á móti þeim í öllum tilfellum undir öllum kring­um­stæðum – algjör­lega óháð því hver á hana yfir höfði sér, hvort sem að sá aðili er sekur eða saklaus eða hvernig hún eigi að vera fram­kvæmd.

 • 108 lönd
  hafa afnumið dauðarefsinguna í lögum í apríl 2021.

 • 18 lönd
  framkvæmdu aftökur árið 2020.

 • 483 aftökur
  voru framkvæmdar 2020 (að undanskildu Kína).

 • 1000+ fangar
  voru teknir af lífi í Kína (áætlað, tölur ekki opinberar).

 • Aftökur árið 2020

  483
 • Aftökur árið 2019

  657
 • Aftökur árið 2018

  690
 • Aftökur árið 2017

  993
 • Aftökur árið 2016

  1.032
 • Aftökur árið 2015

  1.634
 • Aftöku árið 2014

  1.061
 • Aftökur árið 2013

  1.113
 • Aftökur árið 2012

  912
 • Aftökur árið 2011

  957
 • Aftökur árið 2010

  827
 • Aftökur árið 2009

  718

Fjöldi aftaka síðustu ár í heiminum að Kína undanskildu
Amnesty International: Árleg skýrsla um dauðarefsinguna fyrir árið 2020

Kjarni vandans

Árangurslaus refsing

Allir hafa rétt til að lifa, það eru mann­rétt­indi sem gilda um alla, hvort sem þeir eru sekir um glæpi eða ekki.

Í mörgum löndum rétt­læta stjórn­völd beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar með því að hún komi í veg fyrir glæpi. Engar sann­anir eru fyrir því að sú leið sé árang­urs­ríkari til að fækka glæpum en fang­elsis­vist.

Dauðarefs­ing­unni er oftar beitt gegn minni­hluta­hópum og jaðar­hópum eins og lituðu og fátæku fólki. Sums staðar eru dauðarefs­ingar notaðar í póli­tískum tilgangi til að refsa póli­tískum andstæð­ingum. Sádi-Arabía hefur beitt dauðarefs­ing­unni í auknum mæli gegn andófi sjíta-múslima sem er minni­hluta­hópur þar í landi.

Það er alltaf hætta á að saklaus einstak­lingur sé tekinn af lífi. Aftaka er ávallt endanleg og óaft­ur­kall­anleg. Fjöldi fólks sem hefur verið tekið af lífi hefur seinna verið hreinsað af sök.

Á heimsvísu hefur dauðarefs­ingin verið á undan­haldi. Í apríl 2021 höfðu 108 ríki afnumið dauðarefs­inguna í öllum tilfellum og 144 ríki afnumið hana í lögum eða fram­kvæmd. 55 ríki halda enn í dauðarefs­inguna í lögum og  8 ríki halda í dauðarefs­ingu fyrir herg­læpi og í sérstökum tilfellum.

Mikill minni­hluti ríkja taka fanga af lífi en skráðar voru 483 aftökur í 18 ríkjum árið 2020 að Kína undan­skildu og þar af áttu 88% allra aftaka sér stað í einungis fjórum ríkjum: Íran, Sádi-Arabíu, Írak og Egypta­land. Árið 2020 var fjöldi aftaka með allra lægsta móti í áratug.

Kína trónir enn á toppnum yfir þau ríki sem taka flesta fanga af lífi en raun­veru­legt umfang er óþekkt þar sem gögn þar um teljast ríkis­leynd­armál. Amnesty Internati­onal telur að þúsundir fanga séu dæmdir og teknir af lífi þar á hverju ári.

Jákvæð þróun

Á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna í desember 2020 kusu 123 ríki með alþjóð­legu banni á dauðarefs­ing­unni. Aldrei áður hafa eins mörg lönd staðið með slíku banni.

+ Lesa meira

Hverju hefur Amnesty áorkað?

Amnesty Internati­onal er andvígt dauðarefs­ingum undir öllum kring­um­stæðum og vinnur að því að afnema hana í öllum löndum heims.

Birtar eru skýrslur árlega um stöðu mála (Árleg skýrsla um dauðarefs­inguna árið 2020)

Amnesty Internati­onal hefur átt þátt í því að aftökum sé frestað eða dauða­dómar felldir niður í málum fjölda einstak­linga og að afnema dauðarefs­ingu í mörgum löndum og nokkrum fylkjum Banda­ríkj­anna.

Þegar að Amnesty Internati­onal hóf að berjast gegn dauðarefs­ingu árið 1977 höfðu einungis 16 lönd horfið frá henni. Í dag hafa 108 lönd afnumið dauðarefs­inguna.

 

Amnesty Internati­onal hvetur til þess að:

 • Aftökum verði hætt alls staðar í heim­inum.
 • Dauðarefs­ingin verði afnumin í lögum fyrir alla glæpi.
 • Öll ríki heimsins full­gildi alþjóð­lega sátt­mála sem styðja afnám dauðarefs­ing­ar­innar, þar á meðal aðra valfrjálsu bókunina við alþjóða­samn­inginn um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi, en bókunin lýtur að afnámi dauðarefs­ing­ar­innar.
 • Öll lönd, sem enn halda í dauðarefs­inguna, fram­fylgi alþjóð­legum skyldum sínum um að taka ekki af lífi einstak­linga sem voru undir 18 ára aldrei þegar glæp­urinn var framinn.

Tengt efni