Íslenskar og erlendar viðhorfskannanir

Meiri­hluti fólks (80%) víða um heim myndi taka á móti flótta­fólki með opnum örmum og margir eru tilbúnir til að hýsa það á eigin heim­ilum samkvæmt skoð­ana­könn­un­inni The Refu­gees Welcome Index sem Amnesty Internati­onal lét gera. Í kjölfar hinnar alþjóð­legu könn­unar ýtti Maskína nýrri könnun úr vör fyrir Íslands­deild Amnesty Internati­onal í ágúst 2016.

Niður­stöður kann­an­anna sýna að stór meiri­hluti aðspurðra bæði erlendis og hérlendis er tilbúinn til að bjóða flótta­fólk velkomið. Könn­unin sýnir einnig hvernig orðræða stjórn­mála­manna er á skjön við almenn­ings­álitið.

 • 32%
  aðspurðra sögðust vera tilbúnir til að bjóða flóttafólk velkomið í hverfið sitt


  Íslenskar og erlendar viðhorfskannanir

  Hin erlenda könnun náði til 27.000 einstak­linga í 27 löndum, þvert á allar heims­álfur og tók til fúsleika fólks í lönd­unum 27 til að bjóða flótta­fólk velkomið í eigið land, eigin borg, nágrenni og heimili. Könn­unin var innt af hendi Globescan sem er nafn­togað ráðgjafa­fyr­ir­tæki. Á Íslandi var könn­unin lögð fyrir Þjóð­gátt Maskínu á netinu og svöruðu 1.159 einstak­lingar á öllu landinu af báðum kynjum, á aldr­inum 18-75 ára. Könn­unin mældi viðhorf svar­enda til þess hvort flótta­fólk ætti að geta leitað hælis í öðrum löndum. Hvort íslensk stjórn­völd ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum. Loks mældi skoð­ana­könnun Maskínu mismun­andi viðhorf til móttöku flótta­fólks þ.e. hversu nálægt heima­högum Íslend­ingar eru tilbúnir að bjóða flótta­fólk velkomið.

  Tengt efni

  Í kvöld hlýddi ég á erindi sómalskrar stúlku sem flúði heimaland sitt eftir að hafa verið gefin til hjónabands 11 ára. Eftir áralanga leit að öruggu skjóli fann hún loks ró á Íslandi. Maður er meyr eftir kvöldið #Velkomin

  @Maggiperan