Víða um heim hefur lögreglan aðgengi að ýmiss konar vopnum til að nota við löggæslu. Sum þessara vopna eru hönnuð til að drepa. Samkvæmt meginreglum Sameinuðu þjóðanna er notkun skotvopna við löggæslu einungis talin lögleg í tilvikum þar sem um er að ræða yfirvofandi hættu á dauða eða miklum líkamlegum skaða og aðeins þegar aðrar leiðir til að ná fram markmiðum hafa verið fullreyndar.
Lögreglan skal aðeins nota skotvopn í algjörum undantekningartilfellum og ætíð að vera viðbúin því að nota aðrar vægari aðferðir. Þörf er á sérstakri aðgát á mótmælum þar sem hætta á að skaða vegfarendur og sjónarvotta er mun meiri.
Skaðminni vopn
Rafbyssur eða kylfur eru ekki hannaðar til að deyða (ólíkt skammbyssum) en geta valdið dauða sé þeim beitt af hörku og óhóflega gegn varnarlausum einstaklingum. Lögreglan skal ætíð hafa í huga að beiting valds og vopna getur mögulega valdið alvarlegum skaða og brotið á mannréttindum. Eins og með notkun annars konar valds skal einungis beita skaðminni vopnum þar sem nauðsyn krefur og hóflega.
Efnanotkun lögreglu
Efnanotkun lögreglu til að bæla niður mótmæli er algeng um heim allan. Þar er t.d. átt við táragas og vatnsbyssur en þessi tæki eru algengustu skaðaminni vopnin sem lögreglan notar til að bregðast við mótmælum. Til eru þær aðstæður þar sem notkun þessara vopna er lögmæt samkvæmt mannréttindalögum. Hins vegar eru þessi vopn oft misnotuð af lögreglu, þau valda miklum skaða og brjóta á réttindum mótmælenda.
Hér eru aðeins nokkrar af þeim kröfum sem lögregla skal uppfylla við efnanotkun við löggæslu:
Á síðustu misserum hafa óvenju margar mótmælahreyfingar sprottið fram um heim allan sem oft eru leiddar af ungu fólki sem berst fyrir réttlátara samfélagi.
Þessar hreyfingar má finna til að mynda í Hong Kong og Síle, þar sem ungt fólk hefur krafist lýðræðisumbóta, og í Póllandi og Argentínu þar sem feministar hafa flykkst út á götur til varnar kyn- og frjósemisréttindum. Á sama tíma reyna stjórnvöld víða um heim að brjóta mótmælahreyfingar á bak aftur með hörku.
Þátttaka í mótmælum felur einnig í sér vörn fyrir sjálfum réttinum að mótmæla!
Með friðsömum mótmælum andspænis andstöðu stjórnvalda stendur fólk á rétti sínum til að koma saman á opinberum vettvangi og tjá skoðanir sínar frjálst. Þegar krafist er aðgengis að hreinu vatni og fullnægjandi húsnæði á opinberum vettvangi þá er bæði verið að verja þessi réttindi og að standa vörð um tjáningarfrelsið. Á samkomu þar sem réttindum hinsegin fólks er fagnað er jafnframt verið að verja réttinn til friðsamlegrar samkomu.
Mótmæli geta falið í sér töluverða áhættu.
Það er því mjög mikilvægt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi sitt með sem bestum hætti. Hvort sem valið er að halda á götur út eða sýna mótmælaaðgerðum stuðning heiman frá þá er mikilvægt að vera vel undirbúin/n/ð, tryggja góðar samskiptaleiðir og sýna árverkni.
Umfram allt eru mótmæli mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, tjá skoðanir okkar, viðhorf og umkvörtunarefni, til að benda á galla í stjórnsýslunni og krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega. Við verðum að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verði að uppræta. Við þurfum ekki að taka þátt í beinum mótmælaaðgerðum til að nýta þennan rétt okkar.
Við getum varið þennan rétt með óbeinum hætti með því að:
Bæði Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmáli Evrópu og alþjóðlegur samningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hafa að geyma ákvæði um funda- og tjáningarfrelsi.
19. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
Allir skulu frjálsir skoðana sinna og að því að láta þær í ljós. Felur sá réttur í sér frelsi til að hafa skoðanir óáreittur og að leita, taka við og miðla upplýsingum og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra.
20. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna
Allir hafa rétt til að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum.
Rétturinn til tjáningar er verndaður í 9. grein Mannréttindasáttmála Evrópu og rétturinn til friðsamra fundahalda er verndaður í 11. grein sáttmálans. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lýst því yfir að rétturinn til friðsamra fundahalda sé „grundvallarmannréttindi í lýðræðissamfélagi og líkt og gildir um tjáningarfrelsið, er máttarstólpi slíkra samfélaga“.
Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um baráttufólk fyrir mannréttindum verndar einnig réttinn til mótmæla enda hafa fundahöld lengi verið öflugt tæki mannréttindafrömuða til að þrýsta á um samfélagsbreytingar. Greinar 5., 6. og 12. Í yfirlýsingunni staðfesta rétt fólks til mannréttindaverndar fyrir tilstilli:
Rétturinn til friðsamra fundahalda og tjáningar eru alþjóðlega viðurkennd mannréttindi sem ganga framar landslögum. Alþjóðlegir samningar leggja línurnar með mikilvægum viðmiðum til að verja mannréttindi en ef ríki heims fylgja þeim ekki eftir þurfa rétthafarnir, það erum við öll, að draga ríkin til ábyrgðar. Þátttaka í mótmælum er ein leið til að verja réttindi sín.
Tengt efni
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu