Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Aukning er á staf­rænum árásum gegn mann­rétt­inda­sinnum, fjöl­miðla­fólki og almennum borg­urum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstak­linga. Þessari aðför verður að linna.

Í löndum víðs­vegar um heiminn reiða yfir­völd sig sífellt meira á staf­rænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða hand­taka einstak­linga sem tjá sig til varnar mann­rétt­indum eða afhjúpa viðkvæmar upplýs­ingar. Á alþjóða­vísu eru yfir­völd að kaupa og heimila sölu á háþró­uðum njósna­búnaði sem gerir þeim kleift að nýta stafræn tæki einstak­linga til að stunda persón­unjósnir. Einka­fyr­ir­tæki hanna og selja þennan búnað til ríkis­stjórna um heim allan sem nýta tæknina til að fremja mann­rétt­inda­brot.

Í útskýr­ingum stjórn­valda og fyrir­tækja sem fram­leiða þennan njósna­búnað kemur fram að honum sé einungis beint gegn einstak­lingum sem brotið hafa af sér eða framið hryðju­verk. En sann­leik­urinn er sá að einstak­lingar sem berjast fyrir mann­rétt­indum, þar með talið starfs­fólk Amnesty Internati­onal hafa sætt sams­konar eftir­liti.

Stjórn­völd í Marokkó, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum hafa stundað njósnir með ólög­mætum hætti um aðgerða­sinna og almenna borgara. Þrátt fyrir að þetta sé vitað heldur alþjóða­sam­fé­lagið áfram að leyfa viðskipti á tækni­búnaði af þessu tagi til landa sem notað hafa njósna­búnað til mann­rét­inda­brota.

Stöðva verður útflutning á njósna­búnaði til yfir­valda sem nota hann með ólög­mætum hætti.

Fyrrum sérfræð­ingur Sameinuðu þjóð­anna um skoðana- og tján­ing­ar­frelsi hefur kallað eftir alþjóð­legu banni á sölu og notkun njósna­bún­aðar af þessu tagi þar til almennur alþjóð­legur lagarammi verður að veru­leika sem verndar mann­rétt­inda­sinna og almenna borgara gegn misbeit­ingu þess­arar tækni.

Nú reynir á samtaka­mátt alþjóða­sam­fé­lagsins að vernda mann­rétt­inda­sinna gegn ólög­mætu eftir­liti.

Krefstu þess að:

• Yfir­völd tryggi að þessari tækni verði ekki beitt með ólög­mætum hætti gegn mann­rétt­inda­sinnum og almennum borg­urum.
• hætt sé að selja eftir­lits­búnað til ríkja eins og Marokkó þar sem mikil hætta er á að búnað­urinn sé notaður til að fremja mann­rétt­inda­brot.
• ríkis­stjórnir víða um heim beiti sér fyrir tíma­bundnu banni á sölu, flutn­ingi og notkun njósna­bún­aðar.

Með undir­skrift þinni þrýstir þú á stjórn­völd á heimsvísu að bregðast við þessum kröfum og vernda mann­rétt­inda­sinna um heim allan.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.