Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Aukning er á staf­rænum árásum gegn mann­rétt­inda­sinnum, fjöl­miðla­fólki og almennum borg­urum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstak­linga. Þessari aðför verður að linna.

Í löndum víðs­vegar um heiminn reiða yfir­völd sig sífellt meira á staf­rænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða hand­taka einstak­linga sem tjá sig til varnar mann­rétt­indum eða afhjúpa viðkvæmar upplýs­ingar. Á alþjóða­vísu eru yfir­völd að kaupa og heimila sölu á háþró­uðum njósna­búnaði sem gerir þeim kleift að nýta stafræn tæki einstak­linga til að stunda persón­unjósnir. Einka­fyr­ir­tæki hanna og selja þennan búnað til ríkis­stjórna um heim allan sem nýta tæknina til að fremja mann­rétt­inda­brot.

Í útskýr­ingum stjórn­valda og fyrir­tækja sem fram­leiða þennan njósna­búnað kemur fram að honum sé einungis beint gegn einstak­lingum sem brotið hafa af sér eða framið hryðju­verk. En sann­leik­urinn er sá að einstak­lingar sem berjast fyrir mann­rétt­indum, þar með talið starfs­fólk Amnesty Internati­onal hafa sætt sams­konar eftir­liti.

Stjórn­völd í Marokkó, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmunum hafa stundað njósnir með ólög­mætum hætti um aðgerða­sinna og almenna borgara. Þrátt fyrir að þetta sé vitað heldur alþjóða­sam­fé­lagið áfram að leyfa viðskipti á tækni­búnaði af þessu tagi til landa sem notað hafa njósna­búnað til mann­rét­inda­brota.

Stöðva verður útflutning á njósna­búnaði til yfir­valda sem nota hann með ólög­mætum hætti.

Fyrrum sérfræð­ingur Sameinuðu þjóð­anna um skoðana- og tján­ing­ar­frelsi hefur kallað eftir alþjóð­legu banni á sölu og notkun njósna­bún­aðar af þessu tagi þar til almennur alþjóð­legur lagarammi verður að veru­leika sem verndar mann­rétt­inda­sinna og almenna borgara gegn misbeit­ingu þess­arar tækni.

Nú reynir á samtaka­mátt alþjóða­sam­fé­lagsins að vernda mann­rétt­inda­sinna gegn ólög­mætu eftir­liti.

Krefstu þess að:

• Yfir­völd tryggi að þessari tækni verði ekki beitt með ólög­mætum hætti gegn mann­rétt­inda­sinnum og almennum borg­urum.
• hætt sé að selja eftir­lits­búnað til ríkja eins og Marokkó þar sem mikil hætta er á að búnað­urinn sé notaður til að fremja mann­rétt­inda­brot.
• ríkis­stjórnir víða um heim beiti sér fyrir tíma­bundnu banni á sölu, flutn­ingi og notkun njósna­bún­aðar.

Með undir­skrift þinni þrýstir þú á stjórn­völd á heimsvísu að bregðast við þessum kröfum og vernda mann­rétt­inda­sinna um heim allan.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.