Alþjóðlegt
Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna.
Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Á alþjóðavísu eru yfirvöld að kaupa og heimila sölu á háþróuðum njósnabúnaði sem gerir þeim kleift að nýta stafræn tæki einstaklinga til að stunda persónunjósnir. Einkafyrirtæki hanna og selja þennan búnað til ríkisstjórna um heim allan sem nýta tæknina til að fremja mannréttindabrot.
Í útskýringum stjórnvalda og fyrirtækja sem framleiða þennan njósnabúnað kemur fram að honum sé einungis beint gegn einstaklingum sem brotið hafa af sér eða framið hryðjuverk. En sannleikurinn er sá að einstaklingar sem berjast fyrir mannréttindum, þar með talið starfsfólk Amnesty International hafa sætt samskonar eftirliti.
Stjórnvöld í Marokkó, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa stundað njósnir með ólögmætum hætti um aðgerðasinna og almenna borgara. Þrátt fyrir að þetta sé vitað heldur alþjóðasamfélagið áfram að leyfa viðskipti á tæknibúnaði af þessu tagi til landa sem notað hafa njósnabúnað til mannrétindabrota.
Stöðva verður útflutning á njósnabúnaði til yfirvalda sem nota hann með ólögmætum hætti.
Fyrrum sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um skoðana- og tjáningarfrelsi hefur kallað eftir alþjóðlegu banni á sölu og notkun njósnabúnaðar af þessu tagi þar til almennur alþjóðlegur lagarammi verður að veruleika sem verndar mannréttindasinna og almenna borgara gegn misbeitingu þessarar tækni.
Nú reynir á samtakamátt alþjóðasamfélagsins að vernda mannréttindasinna gegn ólögmætu eftirliti.
Krefstu þess að:
• Yfirvöld tryggi að þessari tækni verði ekki beitt með ólögmætum hætti gegn mannréttindasinnum og almennum borgurum.
• hætt sé að selja eftirlitsbúnað til ríkja eins og Marokkó þar sem mikil hætta er á að búnaðurinn sé notaður til að fremja mannréttindabrot.
• ríkisstjórnir víða um heim beiti sér fyrir tímabundnu banni á sölu, flutningi og notkun njósnabúnaðar.
Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöld á heimsvísu að bregðast við þessum kröfum og vernda mannréttindasinna um heim allan.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu