Egyptaland

Egyptaland: Hjón í haldi á grundvelli falskra ákæra

Aisha el-Shater, 41 árs dóttir leið­toga Múslímska bræðra­lagsins (Muslim Brot­her­hood), og eigin­maður hennar Mohamed Abo Horeira hafa verið í haldi í rúm þrjú og hálft ár vegna fjöl­skyldu­tengsla við bræðra­lagið og fyrir að nýta mann­rétt­indi sín með frið­sam­legum hætti. Mál þeirra er nú fyrir neyð­ar­rétti vegna falskra ákæra.

Aisha el-Shater var haldið í langvar­andi einangrun, hún hefur ekki fengið fjöl­skyldu­heim­sóknir í meira en þrjú og hálft ár og  henni er meinað um viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu þrátt fyrir að þurfa lífs­nauð­syn­lega á því að halda. Þessi meðferð eru pynd­ingar samkvæmt alþjóða­lögum. 

Hjónin voru hand­tekin þann 1. nóvember 2018. Sama dag hand­tóku stjórn­völd í Egyptalandi að minnsta kosti 31 mann­rétt­inda­sinna og lögfræð­inga, 10 konur og 21 karl­mann. Herjað var sérstak­lega á Egyptian Coord­ination for Rights and Freedoms (ECRF) sem skrá­setti þvinguð manns­hvörf, beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar og veitti laga­lega aðstoð fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota. Þau urðu að hætta störfum og gáfu út yfir­lýs­ingu þar sem farið var fram á að mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna gripi inn í ástandið.  

Undan­farna mánuði hafa póli­tískir andstæð­ingar og gagn­rýn­endur ríkis­stjórn­ar­innar verið sakfelldir á grund­velli falskra ákæra í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda.  

Khairar el Shater, faðir Aisha el Shater, hefur verið í fang­elsi frá júlí 2013 þegar herinn steypti þáver­andi forseta af stól, Mohamed Morsi. Í kjöl­farið bannaði yfir­völd Múslímska bræðra­lagið og saksótti fjölda meðlima og stuðn­ings­aðila bræðra­lagsins. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Aisha el Shater og Mohamed Abo Horeira verði skil­yrð­is­laust leyst úr haldi án tafar og að allar ákærur á hendur þeim verði felldar niður. Á meðan þau eru í fang­elsi er farið fram á að þau fái að vera í reglu­legum samskiptum við fjöl­skyldu sína og lögfræðing ásamt því að þau fái aðgengi að viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

 

Nánar um tján­ing­ar­frelsið í Egyptalandi

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.