Egyptaland

Egyptaland: Hjón í haldi á grundvelli falskra ákæra

Aisha el-Shater, 41 árs dóttir leið­toga Múslímska bræðra­lagsins (Muslim Brot­her­hood), og eigin­maður hennar Mohamed Abo Horeira hafa verið í haldi í rúm þrjú og hálft ár vegna fjöl­skyldu­tengsla við bræðra­lagið og fyrir að nýta mann­rétt­indi sín með frið­sam­legum hætti. Mál þeirra er nú fyrir neyð­ar­rétti vegna falskra ákæra.

Aisha el-Shater var haldið í langvar­andi einangrun, hún hefur ekki fengið fjöl­skyldu­heim­sóknir í meira en þrjú og hálft ár og  henni er meinað um viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu þrátt fyrir að þurfa lífs­nauð­syn­lega á því að halda. Þessi meðferð eru pynd­ingar samkvæmt alþjóða­lögum. 

Hjónin voru hand­tekin þann 1. nóvember 2018. Sama dag hand­tóku stjórn­völd í Egyptalandi að minnsta kosti 31 mann­rétt­inda­sinna og lögfræð­inga, 10 konur og 21 karl­mann. Herjað var sérstak­lega á Egyptian Coord­ination for Rights and Freedoms (ECRF) sem skrá­setti þvinguð manns­hvörf, beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar og veitti laga­lega aðstoð fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota. Þau urðu að hætta störfum og gáfu út yfir­lýs­ingu þar sem farið var fram á að mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna gripi inn í ástandið.  

Undan­farna mánuði hafa póli­tískir andstæð­ingar og gagn­rýn­endur ríkis­stjórn­ar­innar verið sakfelldir á grund­velli falskra ákæra í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda.  

Khairar el Shater, faðir Aisha el Shater, hefur verið í fang­elsi frá júlí 2013 þegar herinn steypti þáver­andi forseta af stól, Mohamed Morsi. Í kjöl­farið bannaði yfir­völd Múslímska bræðra­lagið og saksótti fjölda meðlima og stuðn­ings­aðila bræðra­lagsins. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Aisha el Shater og Mohamed Abo Horeira verði skil­yrð­is­laust leyst úr haldi án tafar og að allar ákærur á hendur þeim verði felldar niður. Á meðan þau eru í fang­elsi er farið fram á að þau fái að vera í reglu­legum samskiptum við fjöl­skyldu sína og lögfræðing ásamt því að þau fái aðgengi að viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

 

Nánar um tján­ing­ar­frelsið í Egyptalandi

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Egyptaland

Mannréttindalögfræðingur þjáist í fangelsi og fær ekki læknisaðstoð

Hoda Abdelmoniem hefur verið í varðhaldi í fjögur ár að geðþótta yfirvalda. Réttarhöld standa yfir í máli hennar vegna falskra ákæra sem má rekja til mannréttindastarfs hennar. Egypsk yfirvöld synja henni um samskipti við fjölskyldu og viðunandi læknisaðstoð þrátt fyrir að Hoda glími við alvarlegan heilsubrest. Hún á langa sjúkrasögu að baki, er með hjartasjúkdóm og nýrun eru að gefa sig. Augu heimsins eru á Egyptalandi í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP27 sem haldin verður þar í landi dagana 6.-18. nóvember. Nú er einstakt tækifæri til að skapa aukinn þrýsting á egypsk stjórnvöld. Skrifaðu undir og krefstu þess að mannréttindi séu virt í Egyptalandi og að Hoda Abdelmoniem verði látin laus skilyrðislaust og án tafar.

Íran

Blóðsúthellingunni verður að linna

Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varðhaldi yfirvalda. Írönsk yfirvöld hafa brugðist grimmilega við mótmælunum. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða.

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.