Egyptaland

Egyptaland: Hjón í haldi á grundvelli falskra ákæra

Aisha el-Shater, 41 árs dóttir leið­toga Múslímska bræðra­lagsins (Muslim Brot­her­hood), og eigin­maður hennar Mohamed Abo Horeira hafa verið í haldi í rúm þrjú og hálft ár vegna fjöl­skyldu­tengsla við bræðra­lagið og fyrir að nýta mann­rétt­indi sín með frið­sam­legum hætti. Mál þeirra er nú fyrir neyð­ar­rétti vegna falskra ákæra.

Aisha el-Shater var haldið í langvar­andi einangrun, hún hefur ekki fengið fjöl­skyldu­heim­sóknir í meira en þrjú og hálft ár og  henni er meinað um viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu þrátt fyrir að þurfa lífs­nauð­syn­lega á því að halda. Þessi meðferð eru pynd­ingar samkvæmt alþjóða­lögum. 

Hjónin voru hand­tekin þann 1. nóvember 2018. Sama dag hand­tóku stjórn­völd í Egyptalandi að minnsta kosti 31 mann­rétt­inda­sinna og lögfræð­inga, 10 konur og 21 karl­mann. Herjað var sérstak­lega á Egyptian Coord­ination for Rights and Freedoms (ECRF) sem skrá­setti þvinguð manns­hvörf, beit­ingu dauðarefs­ing­ar­innar og veitti laga­lega aðstoð fyrir þolendur mann­rétt­inda­brota. Þau urðu að hætta störfum og gáfu út yfir­lýs­ingu þar sem farið var fram á að mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna gripi inn í ástandið.  

Undan­farna mánuði hafa póli­tískir andstæð­ingar og gagn­rýn­endur ríkis­stjórn­ar­innar verið sakfelldir á grund­velli falskra ákæra í kjölfar ósann­gjarnra rétt­ar­halda.  

Khairar el Shater, faðir Aisha el Shater, hefur verið í fang­elsi frá júlí 2013 þegar herinn steypti þáver­andi forseta af stól, Mohamed Morsi. Í kjöl­farið bannaði yfir­völd Múslímska bræðra­lagið og saksótti fjölda meðlima og stuðn­ings­aðila bræðra­lagsins. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að Aisha el Shater og Mohamed Abo Horeira verði skil­yrð­is­laust leyst úr haldi án tafar og að allar ákærur á hendur þeim verði felldar niður. Á meðan þau eru í fang­elsi er farið fram á að þau fái að vera í reglu­legum samskiptum við fjöl­skyldu sína og lögfræðing ásamt því að þau fái aðgengi að viðeig­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

 

Nánar um tján­ing­ar­frelsið í Egyptalandi

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísland

Opið bréf Amnesty International til Katrínar Jakobsdóttur

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að frysta fjármögnun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA).  Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur sem hvetur ríkisstjórn hennar til að styðja störf UNRWA.

Jemen

Yfirvofandi aftaka baráttukonu fyrir mannréttindum

Fatma al-Arwali er 34 ára mannréttindafrömuður sem á nú á hættu að vera tekin af lífi. Hún var dæmd til dauða þann 5. desember 2023 í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Skrifaðu undir og þrýstu á yfirvöld Húta að ógilda dauðadóm Fatma al-Arwali og tryggja að hún hljóti sanngjarna málsmeðferð í nýjum réttarhöldum án dauðarefsingar eða að öðrum valkosti verði hún látin laus.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.