Íran

Íran: Bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks í haldi

Mehran Raoof, bresk-íranskur baráttu­maður fyrir rétt­indum verka­fólks, var hand­tekinn í Íran þann 16. október 2020. Hann hefur verið í einangrun síðan þá. Einangr­un­ar­vist sem stendur yfir í 22 tíma eða lengur á sólar­hring og umfram 15 daga er brot á banni gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð. Mehran Raoof hefur hvorki fengið að hringja í nánustu fjöl­skyldu sína, sem býr utan Íran, né fengið aðgang að lögfræð­ingi.

Mehran Raoof er með tvöfaldan ríkis­borg­ara­rétt og býr bæði í Íran og á Bretlandi. Hann var hand­tekinn um sama leyti og annað baráttu­fólk fyrir rétt­indum verka­fólks í Íran. Einn einstak­lingur úr þeim hópi hefur nú þegar verið dæmdur í 16 ára fang­elsi. Óttast er að fleiri úr hópnum hljóti langa dóma.

Mehran Raoof er einn af mörgum einstak­lingum með tvöfaldan ríkis­borg­ara­rétt sem hafa verið hand­teknir í Íran. Sérstakur skýrslu­gjafi Sameinuðu þjóð­anna hefur greint frá því að fólk með tvöfaldan ríkis­borg­ara­rétt hafi verið hand­tekið að geðþótta af írönskum yfir­völdum, sætt ósann­gjörnum rétt­ar­höldum og dæmt út frá fölskum eða engum sönn­un­ar­gögnum í þeim tilgangi að nota það sem bitbein  í milli­ríkja­sam­skiptum.

Mehran Raoof var eingungis hand­tekinn vegna baráttu sinnar fyrir rétt­indum verka­fólks og stuðn­ings við verka­lýðs­félög.

Krefstu þess að Mehran Raoff verði skil­yrð­is­laust leystur úr haldi án tafar.

Sjá nánar um tján­ingar-, funda og félaga­frelsið í Íran hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.