Íran

Íran: Bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks í haldi

Mehran Raoof, bresk-íranskur baráttu­maður fyrir rétt­indum verka­fólks, var hand­tekinn í Íran þann 16. október 2020. Hann hefur verið í einangrun síðan þá. Einangr­un­ar­vist sem stendur yfir í 22 tíma eða lengur á sólar­hring og umfram 15 daga er brot á banni gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð. Mehran Raoof hefur hvorki fengið að hringja í nánustu fjöl­skyldu sína, sem býr utan Íran, né fengið aðgang að lögfræð­ingi.

Mehran Raoof er með tvöfaldan ríkis­borg­ara­rétt og býr bæði í Íran og á Bretlandi. Hann var hand­tekinn um sama leyti og annað baráttu­fólk fyrir rétt­indum verka­fólks í Íran. Einn einstak­lingur úr þeim hópi hefur nú þegar verið dæmdur í 16 ára fang­elsi. Óttast er að fleiri úr hópnum hljóti langa dóma.

Mehran Raoof er einn af mörgum einstak­lingum með tvöfaldan ríkis­borg­ara­rétt sem hafa verið hand­teknir í Íran. Sérstakur skýrslu­gjafi Sameinuðu þjóð­anna hefur greint frá því að fólk með tvöfaldan ríkis­borg­ara­rétt hafi verið hand­tekið að geðþótta af írönskum yfir­völdum, sætt ósann­gjörnum rétt­ar­höldum og dæmt út frá fölskum eða engum sönn­un­ar­gögnum í þeim tilgangi að nota það sem bitbein  í milli­ríkja­sam­skiptum.

Mehran Raoof var eingungis hand­tekinn vegna baráttu sinnar fyrir rétt­indum verka­fólks og stuðn­ings við verka­lýðs­félög.

Krefstu þess að Mehran Raoff verði skil­yrð­is­laust leystur úr haldi án tafar.

Sjá nánar um tján­ingar-, funda og félaga­frelsið í Íran hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Bandaríkin

Hætta steðjar að umsækjendum um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.