Kúba

Leysið friðsama mótmælendur úr haldi

Þúsundir komu saman þann 11. júlí á Kúbu til að mótmæla ríkis­stjórn­inni vegna efna­hags­ástandsins, skorts á lyfjum, og almennra takmarkana á tján­ing­ar­frelsinu. Mögu­lega eru hundruð mótmæl­enda í fang­elsi og ríkið þaggar niður í gagn­rýn­is­röddum með fjölda ákæra. Krefj­umst þess að frið­samir mótmæl­endur verði leystir umsvifa­laust úr haldi án skil­yrða. 

Amnesty Internati­onal hefur talað við fjölda ættingja þeirra sem eru í haldi vegna mótmæl­anna. Þeir segja að yfir­völd hafi ekki gefið upplýs­ingar um hvar ættingjar þeirra séu í haldi. 

Að virða og vernda grund­valla­rétt­indi fanga, eins og samskipti við umheiminn og heim­sóknir fjöl­skyldu, er mikil­vægt til að koma í veg fyrir að þeir sæti alvar­legum mann­rétt­inda­brotum eins og pynd­ingum.

Yfir­völd á Kúbu hafa lengi notað ákveðin ákvæði í hegn­ing­ar­lögum (t.d. fyrir­litn­ingu  í garð opin­bers starfs­fólks, andspyrnu við opin­bert embætt­is­fólk og óspektir á almanna­færi) til að grafa undan tján­ing­ar­frelsinu og refsa þeim sem gagn­rýna ríkis­stjórnina. Einnig takmörkuðu stjórn­völd aðgengi að Face­book, Insta­gram og What­sApp í landinu sem gerði samskipti erfið.  

Krefstu þess að frið­samir mótmæl­endur verði leystir umsvifa­laust úr haldi án skil­yrða. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.