Kúba

Leysið friðsama mótmælendur úr haldi

Þúsundir komu saman þann 11. júlí á Kúbu til að mótmæla ríkis­stjórn­inni vegna efna­hags­ástandsins, skorts á lyfjum, og almennra takmarkana á tján­ing­ar­frelsinu. Mögu­lega eru hundruð mótmæl­enda í fang­elsi og ríkið þaggar niður í gagn­rýn­is­röddum með fjölda ákæra. Krefj­umst þess að frið­samir mótmæl­endur verði leystir umsvifa­laust úr haldi án skil­yrða. 

Amnesty Internati­onal hefur talað við fjölda ættingja þeirra sem eru í haldi vegna mótmæl­anna. Þeir segja að yfir­völd hafi ekki gefið upplýs­ingar um hvar ættingjar þeirra séu í haldi. 

Að virða og vernda grund­valla­rétt­indi fanga, eins og samskipti við umheiminn og heim­sóknir fjöl­skyldu, er mikil­vægt til að koma í veg fyrir að þeir sæti alvar­legum mann­rétt­inda­brotum eins og pynd­ingum.

Yfir­völd á Kúbu hafa lengi notað ákveðin ákvæði í hegn­ing­ar­lögum (t.d. fyrir­litn­ingu  í garð opin­bers starfs­fólks, andspyrnu við opin­bert embætt­is­fólk og óspektir á almanna­færi) til að grafa undan tján­ing­ar­frelsinu og refsa þeim sem gagn­rýna ríkis­stjórnina. Einnig takmörkuðu stjórn­völd aðgengi að Face­book, Insta­gram og What­sApp í landinu sem gerði samskipti erfið.  

Krefstu þess að frið­samir mótmæl­endur verði leystir umsvifa­laust úr haldi án skil­yrða. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Paragvæ

Paragvæ: Krefstu kynfræðslu í skólum

Paragvæ er með hæsta hlutfall þungana unglingstúlkna í Suður-Ameríku. Árlega eru skrásettar um 20.000 þunganir stúlkna á aldrinum 10-19 ára þar í landi. Fjöldi þeirra er afleiðing kynferðisofbeldis og þar af eru rúmlega 80% ofbeldistilfella innan fjölskyldu. Það hefur sýnt sig að kynfræðsla getur verið forvörn gegn kynferðisofbeldi og dregið það fram í dagsljósið. Menntamálaráðherra hefur hins vegar bannað kynfræðslu í skólum og paragvæsk stjórnvöld brugðist skyldu sinni til að virða rétt kvenna til heilsu, menntunar og frelsis frá ofbeldi. Skrifaðu undir til að krefjast kynfræðslu í Paragvæ! Engin stúlka ætti að vera þvinguð inn í móðurhlutverkið.

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.