Rússland

Listakona á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna hernaðarandstöðu

Lista­konan Aleks­andra Skochi­lenko var hand­tekin í Rússlandi þann 11. apríl og yfir­heyrð til klukkan 03:00 um nóttina. Hún er sökuð um að hafa skipt út verð­miðum fyrir upplýs­ingar gegn stríðinu og slag­orðum í stór­markaði í Sankti Péturs­borg þann 31. mars.

Hún var ákærð fyrir að „dreifa vísvit­andi röngum upplýs­ingum um fram­göngu rúss­neska hersins“ og sett í gæslu­varð­hald til 1. júní. Aleks­andra Skochi­lenko er með alvar­legan heilsu­far­svanda og gæslu­varð­hald þar sem hún fær ekki viðeig­andi mataræði eða lækn­is­hjálp stofnar heilsu hennar í hættu. Hún á yfir höfði sér allt að tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Aleks­andra Skochi­lenko er laga­smiður og lista­kona, búsett í Sankti Péturs­borg. Hún er sökuð um að hafa skipt út verð­miðum í matvöru­verslun með upplýs­ingum sem beindist gegn stríðs­átökum Rúss­lands, þar á meðal um einstak­linga sem féllu í skotárás Rússa á leik­húsið í Mariupol. Tveimur dögum eftir hand­töku Alek­söndru úrskurðaði Vasi­leostrovsky-héraðs­dómur hana í gæslu­varð­hald til 1. júní 2022 (líklegt er að frest­urinn verði fram­lengdur). Aleks­andra Skochi­lenko er sökuð um „opin­bera miðlun vísvit­andi rangra upplýs­inga um herafla Rúss­lands og vald­beit­ingu rúss­neska ríkisins“ samkvæmt nýlegri grein 207.3(2) almennra hegn­ing­ar­laga. Hún á yfir höfði sér fimm til tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Aleks­andra Skochi­lenko er vel þekkt í lista­sam­fé­laginu. Hún semur lög, býr til teikni­myndir og skipu­leggur tónleika og tónlist­ar­spuna­kvöld. Hún er einnig höfundur bókar­innar „Bók um þung­lyndi” sem hefur hjálpað fjölda fólks og dregið úr skömm í umræð­unni um geðsjúk­dóma. Bókin hefur notið mikilla vinsælda. Hún hefur verið endur­prentuð nokkrum sinnum og þýdd á ýmis tungumál. Auk þess hafa verið gerð fjöl­mörg mynd­bönd og settar upp sýningar út frá bókinni.

Aleks­andra Skochi­lenko er með glút­en­óþol og þarfnast sérfæðis. Þann 20. apríl var greint frá því að heilsu hennar hefði hrakað vegna skorts á aðgengi að glút­en­lausum mat. Daginn eftir tilkynnti lögfræð­ingur hennar Amnesty Internati­onal að fang­elsið leyfði henni loksins að fá matarpakka frá fjöl­skyldu sinni með glút­ein­lausum mat en tveimur dögum síðar var hún flutt í annað fang­elsi fram að rétt­ar­höldum. Einn af lögfræð­ingum Alek­söndru heim­sótti hana þann 25. apríl í fang­elsinu og greindi í kjöl­farið frá því að heilsu hennar hrakaði. Hún getur ekki borðað þar sem hún fær ekki það sérfæði sem hún þarfnast og hún hefur heldur ekki getað fengið mat frá fjöl­skyldu sinni. Henni finnst hún því oft vera veik­burða.

Gríptu til aðgerða eins fljótt og auðið er, eða til 1. júní 2022.

Krefstu þess að rúss­nesk yfir­völd­felli niður ákærur gegn Alek­söndru Skochi­lenko og láti hana lausa án tafar. Verði á því einhverjar tafir þarf að tryggja að Aleks­andra fái aðgang að sérfæði og þá lækn­is­að­stoð sem hún þarfnast í samræmi við alþjóð­lega staðla.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.