Rússland

Listakona á yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna hernaðarandstöðu

Lista­konan Aleks­andra Skochi­lenko var hand­tekin í Rússlandi þann 11. apríl og yfir­heyrð til klukkan 03:00 um nóttina. Hún er sökuð um að hafa skipt út verð­miðum fyrir upplýs­ingar gegn stríðinu og slag­orðum í stór­markaði í Sankti Péturs­borg þann 31. mars.

Hún var ákærð fyrir að „dreifa vísvit­andi röngum upplýs­ingum um fram­göngu rúss­neska hersins“ og sett í gæslu­varð­hald til 1. júní. Aleks­andra Skochi­lenko er með alvar­legan heilsu­far­svanda og gæslu­varð­hald þar sem hún fær ekki viðeig­andi mataræði eða lækn­is­hjálp stofnar heilsu hennar í hættu. Hún á yfir höfði sér allt að tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Aleks­andra Skochi­lenko er laga­smiður og lista­kona, búsett í Sankti Péturs­borg. Hún er sökuð um að hafa skipt út verð­miðum í matvöru­verslun með upplýs­ingum sem beindist gegn stríðs­átökum Rúss­lands, þar á meðal um einstak­linga sem féllu í skotárás Rússa á leik­húsið í Mariupol. Tveimur dögum eftir hand­töku Alek­söndru úrskurðaði Vasi­leostrovsky-héraðs­dómur hana í gæslu­varð­hald til 1. júní 2022 (líklegt er að frest­urinn verði fram­lengdur). Aleks­andra Skochi­lenko er sökuð um „opin­bera miðlun vísvit­andi rangra upplýs­inga um herafla Rúss­lands og vald­beit­ingu rúss­neska ríkisins“ samkvæmt nýlegri grein 207.3(2) almennra hegn­ing­ar­laga. Hún á yfir höfði sér fimm til tíu ára fang­elsi verði hún fundin sek.

Aleks­andra Skochi­lenko er vel þekkt í lista­sam­fé­laginu. Hún semur lög, býr til teikni­myndir og skipu­leggur tónleika og tónlist­ar­spuna­kvöld. Hún er einnig höfundur bókar­innar „Bók um þung­lyndi” sem hefur hjálpað fjölda fólks og dregið úr skömm í umræð­unni um geðsjúk­dóma. Bókin hefur notið mikilla vinsælda. Hún hefur verið endur­prentuð nokkrum sinnum og þýdd á ýmis tungumál. Auk þess hafa verið gerð fjöl­mörg mynd­bönd og settar upp sýningar út frá bókinni.

Aleks­andra Skochi­lenko er með glút­en­óþol og þarfnast sérfæðis. Þann 20. apríl var greint frá því að heilsu hennar hefði hrakað vegna skorts á aðgengi að glút­en­lausum mat. Daginn eftir tilkynnti lögfræð­ingur hennar Amnesty Internati­onal að fang­elsið leyfði henni loksins að fá matarpakka frá fjöl­skyldu sinni með glút­ein­lausum mat en tveimur dögum síðar var hún flutt í annað fang­elsi fram að rétt­ar­höldum. Einn af lögfræð­ingum Alek­söndru heim­sótti hana þann 25. apríl í fang­elsinu og greindi í kjöl­farið frá því að heilsu hennar hrakaði. Hún getur ekki borðað þar sem hún fær ekki það sérfæði sem hún þarfnast og hún hefur heldur ekki getað fengið mat frá fjöl­skyldu sinni. Henni finnst hún því oft vera veik­burða.

Gríptu til aðgerða eins fljótt og auðið er, eða til 1. júní 2022.

Krefstu þess að rúss­nesk yfir­völd­felli niður ákærur gegn Alek­söndru Skochi­lenko og láti hana lausa án tafar. Verði á því einhverjar tafir þarf að tryggja að Aleks­andra fái aðgang að sérfæði og þá lækn­is­að­stoð sem hún þarfnast í samræmi við alþjóð­lega staðla.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Esvatíní

Esvatíní: Leysa þarf fyrrum þingmenn úr haldi

Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þingmenn og baráttumenn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru handteknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkisvaldsins og kalla eftir úrbótum á stjórnarskránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grundvelli kúgandi laga gegn hryðjuverkum og uppreisnaráróðri.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.

Bretland

Bretland: Fella þarf niður ákærur á hendur friðsömum mótmælendum 

Friðsamir mótmælendur voru handteknir á Bretlandi fyrir að mótmæla banni við Palestine Action-aðgerðahópnum sem tók gildi 5. júlí 2025. Í ágúst voru rúmlega 700 mótmælendur handteknir í London og víðar um Bretland. Til viðbótar voru 857 mótmælendur handteknir í London á einum degi, þann 6. september.

Ísrael

Leysa þarf palestínskan lækni úr haldi

Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan þá.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.