Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórn­völd að því að koma nýju frum­varpi í gegnum þingið sem kveður á um að pynd­ingar og stríðs­glæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsi­verð, ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frum­varpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðs­glæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær óger­legt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pynd­ingar ef liðin eru fimm ár.

Pynd­ingar eru aldrei rétt­læt­an­legar, ekki undir neinum kring­um­stæðum!

Frum­varpið brýtur í bága við alþjóðleg mann­rétt­indalög og fylgir ekki gildum breskra hersveita. Frum­varpið byggist á því að vernda þá hermenn sem brjóta mann­rétt­indi í stað þess að draga þá til ábyrgðar.

Pynd­ingar og stríðs­glæpir eiga ekki að líðast!

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að frum­varpið verði ekki að veru­leika!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.