Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórn­völd að því að koma nýju frum­varpi í gegnum þingið sem kveður á um að pynd­ingar og stríðs­glæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsi­verð, ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frum­varpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðs­glæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær óger­legt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pynd­ingar ef liðin eru fimm ár.

Pynd­ingar eru aldrei rétt­læt­an­legar, ekki undir neinum kring­um­stæðum!

Frum­varpið brýtur í bága við alþjóðleg mann­rétt­indalög og fylgir ekki gildum breskra hersveita. Frum­varpið byggist á því að vernda þá hermenn sem brjóta mann­rétt­indi í stað þess að draga þá til ábyrgðar.

Pynd­ingar og stríðs­glæpir eiga ekki að líðast!

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að frum­varpið verði ekki að veru­leika!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.