Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórn­völd að því að koma nýju frum­varpi í gegnum þingið sem kveður á um að pynd­ingar og stríðs­glæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsi­verð, ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frum­varpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðs­glæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær óger­legt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pynd­ingar ef liðin eru fimm ár.

Pynd­ingar eru aldrei rétt­læt­an­legar, ekki undir neinum kring­um­stæðum!

Frum­varpið brýtur í bága við alþjóðleg mann­rétt­indalög og fylgir ekki gildum breskra hersveita. Frum­varpið byggist á því að vernda þá hermenn sem brjóta mann­rétt­indi í stað þess að draga þá til ábyrgðar.

Pynd­ingar og stríðs­glæpir eiga ekki að líðast!

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að frum­varpið verði ekki að veru­leika!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.