Tyrkland

Ranglega fangelsaðir og í mestri hættu vegna COVID-19 verði leystir úr haldi

Kórónu­veiran dreifist hratt í Tyrklandi um þessar mundir og líf þúsunda fanga og fanga­varða í yfir­fullum og óhreinum fang­elsum eru í mikilli hættu. Nýlega greindu stjórn­völd frá fyrir­hug­uðum aðgerðum sínum um laga­setn­ingu sem gæti leitt til þess að 100.000 fangar verði leystir úr haldi fyrr en áætlað var. Umræddar aðgerðir eru skref í rétta átt en ekki nóg.

Allt of margir fangar falla utan gild­is­sviðs laganna og yrðu því ekki leystir úr haldi, þar á meðal þeir sem ættu fyrir það fyrsta ekki að vera í fang­elsi; svo sem blaða­menn, mann­rétt­inda­sinnar, lögfræð­ingar, fræði­menn og stjórn­ar­and­stæð­ingar sem hafa verið fang­els­aðir fyrir að sinna störfum sínum eða nýta sér rétt­indi sín. Þessa fanga á að leysa úr haldi án tafar!

Margir þessara aðila voru hand­teknir af geðþótta í skjóli laga um hryðju­verk­a­starf­semi þrátt fyrir skort á sönn­un­ar­gögnum.

Alþjóðalög kveða á um að fang­elsun áður en rétt­ar­höld fara fram ætti að vera undan­tekning en í Tyrklandi er varð­haldi fyrir rétt­ar­höld reglu­lega beitt í refsiskyni. Tyrk­nesk stjórn­völd ættu að íhuga alvar­lega að leysa alla þá úr haldi sem bíða rétt­ar­halda í samræmi við grund­vall­ar­regluna um sakleysi uns sekt er sönnuð og réttinn til frelsis.

Stjórn­völd ættu einnig að íhuga vand­lega að leysa þá úr haldi sem  eru sérstak­lega útsettir fyrir COVID-19, eins og aldraða fanga og þá sem þjást af alvar­legum veik­indum. Einnig þarf að tryggja að þeir fangar sem ekki er hægt að leysa úr haldi fái sama aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og aðrir þjóð­fé­lags­þegnar. Tryggja þarf aðgengi að skimun, forvörnum og meðhöndlun ef um smit er að ræða.

Tyrk­nesk stjórn­völd þurfa að tryggja að allir fangar hafi aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu, án mismun­unar.

Skrifaðu undir ákall til dóms­mála­ráð­herra Tyrk­lands, Abdül­hamit Gül, um að tekið verði tillit til fang­els­aðra blaða­manna, mann­rétt­inda­sinna og annarra sem hafa nýtt rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis. Að einnig verði tekið tillit til þeirra sem sitja í varð­haldi en bíða rétt­ar­halda og fanga í viðkvæm­ustu hópunum..

Krefj­umst þess að þessir hópar verði leystir úr haldi strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.