Tyrkland

Ranglega fangelsaðir og í mestri hættu vegna COVID-19 verði leystir úr haldi

Kórónu­veiran dreifist hratt í Tyrklandi um þessar mundir og líf þúsunda fanga og fanga­varða í yfir­fullum og óhreinum fang­elsum eru í mikilli hættu. Nýlega greindu stjórn­völd frá fyrir­hug­uðum aðgerðum sínum um laga­setn­ingu sem gæti leitt til þess að 100.000 fangar verði leystir úr haldi fyrr en áætlað var. Umræddar aðgerðir eru skref í rétta átt en ekki nóg.

Allt of margir fangar falla utan gild­is­sviðs laganna og yrðu því ekki leystir úr haldi, þar á meðal þeir sem ættu fyrir það fyrsta ekki að vera í fang­elsi; svo sem blaða­menn, mann­rétt­inda­sinnar, lögfræð­ingar, fræði­menn og stjórn­ar­and­stæð­ingar sem hafa verið fang­els­aðir fyrir að sinna störfum sínum eða nýta sér rétt­indi sín. Þessa fanga á að leysa úr haldi án tafar!

Margir þessara aðila voru hand­teknir af geðþótta í skjóli laga um hryðju­verk­a­starf­semi þrátt fyrir skort á sönn­un­ar­gögnum.

Alþjóðalög kveða á um að fang­elsun áður en rétt­ar­höld fara fram ætti að vera undan­tekning en í Tyrklandi er varð­haldi fyrir rétt­ar­höld reglu­lega beitt í refsiskyni. Tyrk­nesk stjórn­völd ættu að íhuga alvar­lega að leysa alla þá úr haldi sem bíða rétt­ar­halda í samræmi við grund­vall­ar­regluna um sakleysi uns sekt er sönnuð og réttinn til frelsis.

Stjórn­völd ættu einnig að íhuga vand­lega að leysa þá úr haldi sem  eru sérstak­lega útsettir fyrir COVID-19, eins og aldraða fanga og þá sem þjást af alvar­legum veik­indum. Einnig þarf að tryggja að þeir fangar sem ekki er hægt að leysa úr haldi fái sama aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og aðrir þjóð­fé­lags­þegnar. Tryggja þarf aðgengi að skimun, forvörnum og meðhöndlun ef um smit er að ræða.

Tyrk­nesk stjórn­völd þurfa að tryggja að allir fangar hafi aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu, án mismun­unar.

Skrifaðu undir ákall til dóms­mála­ráð­herra Tyrk­lands, Abdül­hamit Gül, um að tekið verði tillit til fang­els­aðra blaða­manna, mann­rétt­inda­sinna og annarra sem hafa nýtt rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis. Að einnig verði tekið tillit til þeirra sem sitja í varð­haldi en bíða rétt­ar­halda og fanga í viðkvæm­ustu hópunum..

Krefj­umst þess að þessir hópar verði leystir úr haldi strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.