Tyrkland

Ranglega fangelsaðir og í mestri hættu vegna COVID-19 verði leystir úr haldi

Kórónu­veiran dreifist hratt í Tyrklandi um þessar mundir og líf þúsunda fanga og fanga­varða í yfir­fullum og óhreinum fang­elsum eru í mikilli hættu. Nýlega greindu stjórn­völd frá fyrir­hug­uðum aðgerðum sínum um laga­setn­ingu sem gæti leitt til þess að 100.000 fangar verði leystir úr haldi fyrr en áætlað var. Umræddar aðgerðir eru skref í rétta átt en ekki nóg.

Allt of margir fangar falla utan gild­is­sviðs laganna og yrðu því ekki leystir úr haldi, þar á meðal þeir sem ættu fyrir það fyrsta ekki að vera í fang­elsi; svo sem blaða­menn, mann­rétt­inda­sinnar, lögfræð­ingar, fræði­menn og stjórn­ar­and­stæð­ingar sem hafa verið fang­els­aðir fyrir að sinna störfum sínum eða nýta sér rétt­indi sín. Þessa fanga á að leysa úr haldi án tafar!

Margir þessara aðila voru hand­teknir af geðþótta í skjóli laga um hryðju­verk­a­starf­semi þrátt fyrir skort á sönn­un­ar­gögnum.

Alþjóðalög kveða á um að fang­elsun áður en rétt­ar­höld fara fram ætti að vera undan­tekning en í Tyrklandi er varð­haldi fyrir rétt­ar­höld reglu­lega beitt í refsiskyni. Tyrk­nesk stjórn­völd ættu að íhuga alvar­lega að leysa alla þá úr haldi sem bíða rétt­ar­halda í samræmi við grund­vall­ar­regluna um sakleysi uns sekt er sönnuð og réttinn til frelsis.

Stjórn­völd ættu einnig að íhuga vand­lega að leysa þá úr haldi sem  eru sérstak­lega útsettir fyrir COVID-19, eins og aldraða fanga og þá sem þjást af alvar­legum veik­indum. Einnig þarf að tryggja að þeir fangar sem ekki er hægt að leysa úr haldi fái sama aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og aðrir þjóð­fé­lags­þegnar. Tryggja þarf aðgengi að skimun, forvörnum og meðhöndlun ef um smit er að ræða.

Tyrk­nesk stjórn­völd þurfa að tryggja að allir fangar hafi aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu, án mismun­unar.

Skrifaðu undir ákall til dóms­mála­ráð­herra Tyrk­lands, Abdül­hamit Gül, um að tekið verði tillit til fang­els­aðra blaða­manna, mann­rétt­inda­sinna og annarra sem hafa nýtt rétt sinn til tján­ing­ar­frelsis. Að einnig verði tekið tillit til þeirra sem sitja í varð­haldi en bíða rétt­ar­halda og fanga í viðkvæm­ustu hópunum..

Krefj­umst þess að þessir hópar verði leystir úr haldi strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Afnema verður ritskoðunarlög sem kæfa andóf

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Ísrael

Tryggja þarf mannúðaraðstoð til Gaza

Skrifaðu undir og krefstu þess að forsætisráðherra Ísraels komi í veg fyrir að mannúðarneyðin aukist enn frekar og framfylgi úrskurði Alþjóðadómstólsins með því  að tryggja mannúðaraðstoð og læknisaðstoð fyrir alla íbúa Gaza í samræmi við alþjóðalög.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.