Síerra Leóne

Þungaðar stúlkur fái aðgang að menntun

Í apríl 2015 fyrir­skipuðu stjórn­völd í Síerra Leóne að þung­aðar stúlkur mættu hvorki ganga í skóla né taka próf. Þetta voru viðbrögð stjórn­valda við gífur­legri fjölgun þungana unglings­stúlkna sem var ein hræði­leg­asta afleiðing ebólu-farald­ursins sem herjaði á Afríku árin 2014-2015.

Góð frétt: Banninu var aflétt í lok mars 2020.

Tilkynnt var um tíu þúsund tilfelli þungana unglings­stúlkna þegar ebólu-farald­urinn reið yfir. Flestar voru afleiðing nauðgana. Í mörgum tilfellum var um að ræða stúlkur sem voru þving­aðar til samræðis við menn í skiptum fyrir mat eða vernd þar sem margar voru í viðkvæmri stöðu eftir foreldram­issi vegna ebólu-veirunnar.

Frá því að skóla­bannið gegn þung­uðum stúlkum var sett á hefur Amnesty Internati­onal barist fyrir aflétt­ingu þess þar sem um ræðir grófa mismunun og mann­rétt­inda­brot. Ekki er einungis brotið á rétt­inum til mennt­unar heldur einnig til frið­helgis einka­lífs og virð­ingar.

Lesa má skýrslu Amnesty frá 2015 um málið hér

Þann 12. desember 2019 komst dómstóll Efna­hags­sam­bands Vestur-Afríku (ECOWAS) að þeirri niður­stöðu að bann stjórn­valda í Síerra Leóne gegn því að þung­aðar stúlkur fengju aðgang að menntun í almennum skólum og að taka próf væri mann­rétt­inda­brot og mismunun. Dómstóllinn lýsti því yfir að aflétta þyrfti banninu án tafar þar sem það brjóti í bága við lög í Síerra Leóne, alþjóðalög og samþykktir, þar á meðal Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna.

Dómstóllinn nefndi einnig að það væri á ábyrgð ríkisins að tryggja að bæði kynin hefðu jöfn tæki­færi til mennt­unar án aðgrein­ingar. Aðgreining þung­aðra stúlkna í mennta­kerfinu útskúfi þeim og gæti litið út sem refsing fyrir þungun.

Skrifaðu undir málið núna!  Krefstu þess að úrskurður dómstóls Efna­hags­sam­bands Vestur-Afríku verði virtur án tafar og að þung­aðar stúlkur í Síerra Leóne fái óskertan aðgang að menntun strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.