Síerra Leóne

Þungaðar stúlkur fái aðgang að menntun

Í apríl 2015 fyrir­skipuðu stjórn­völd í Síerra Leóne að þung­aðar stúlkur mættu hvorki ganga í skóla né taka próf. Þetta voru viðbrögð stjórn­valda við gífur­legri fjölgun þungana unglings­stúlkna sem var ein hræði­leg­asta afleiðing ebólu-farald­ursins sem herjaði á Afríku árin 2014-2015.

Góð frétt: Banninu var aflétt í lok mars 2020.

Tilkynnt var um tíu þúsund tilfelli þungana unglings­stúlkna þegar ebólu-farald­urinn reið yfir. Flestar voru afleiðing nauðgana. Í mörgum tilfellum var um að ræða stúlkur sem voru þving­aðar til samræðis við menn í skiptum fyrir mat eða vernd þar sem margar voru í viðkvæmri stöðu eftir foreldram­issi vegna ebólu-veirunnar.

Frá því að skóla­bannið gegn þung­uðum stúlkum var sett á hefur Amnesty Internati­onal barist fyrir aflétt­ingu þess þar sem um ræðir grófa mismunun og mann­rétt­inda­brot. Ekki er einungis brotið á rétt­inum til mennt­unar heldur einnig til frið­helgis einka­lífs og virð­ingar.

Lesa má skýrslu Amnesty frá 2015 um málið hér

Þann 12. desember 2019 komst dómstóll Efna­hags­sam­bands Vestur-Afríku (ECOWAS) að þeirri niður­stöðu að bann stjórn­valda í Síerra Leóne gegn því að þung­aðar stúlkur fengju aðgang að menntun í almennum skólum og að taka próf væri mann­rétt­inda­brot og mismunun. Dómstóllinn lýsti því yfir að aflétta þyrfti banninu án tafar þar sem það brjóti í bága við lög í Síerra Leóne, alþjóðalög og samþykktir, þar á meðal Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna.

Dómstóllinn nefndi einnig að það væri á ábyrgð ríkisins að tryggja að bæði kynin hefðu jöfn tæki­færi til mennt­unar án aðgrein­ingar. Aðgreining þung­aðra stúlkna í mennta­kerfinu útskúfi þeim og gæti litið út sem refsing fyrir þungun.

Skrifaðu undir málið núna!  Krefstu þess að úrskurður dómstóls Efna­hags­sam­bands Vestur-Afríku verði virtur án tafar og að þung­aðar stúlkur í Síerra Leóne fái óskertan aðgang að menntun strax!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.