Hvíta-Rússland

Skrásetning mannréttindabrota er ekki glæpur

Marfa Rabkova er baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum í Hvíta-Rússlandi og hefur unnið fyrir Viasna, hreyf­ingu sjálf­boða­liða, sem er einn öflug­asti mann­rétt­inda­hóp­urinn í Hvíta-Rússlandi. Viasna fylgist með og skráir mann­rétt­inda­brot í landinu.

Marfa var hand­tekin að geðþótta þann 17. sept­ember 2020 og hefur verið í varð­haldi síðan og bíður rétt­ar­halda. Hún á yfir höfði sér 12 ára fang­els­isdóm verði hún dæmd sek fyrir upplognar sakir.

Frá upphafi hefur Viasna sætt afskiptum stjórn­valda en eftir umdeildar forseta­kosn­ingar í ágúst 2020 hefur harkan aukist. Meðlimir Viasna hafa sætt hand­tökum, varð­haldi og ákærum fyrir mann­rétt­inda­störf sín.

Marfa var fyrst í þeirra hópi til að vera hand­tekin. Hún er ákærð fyrir að kynda undir hatri gagn­vart lögreglu fyrir þátt sinn í að afhjúpa varð­hald að geðþótta, pynd­ingar og aðra illa meðferð af hálfu yfir­valda gegn frið­sömum mótmæl­endum. Það er ekki glæpur að skrá­setja mann­rétt­inda­brot.

Stjórn­völd í Hvíta-Rússlandi herja á borg­arleg samtök og hefur fjöl­mörgum samtökum verið gert að hætta starf­semi.

Marfa er baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum sem herjað er á vegna mann­rétt­ind­astarfa hennar. Krefj­umst þess að Marfa Rabkova verði leyst úr haldi strax.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.