Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftir­spurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þving­uðum brott­flutn­ingum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyði­lögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brott­flutn­inga og mann­rétt­inda­brot í grennd við kopar- og kóbalt­námur.

Lofts­lags­váin hefur í för með sér aðkallandi þörf fyrir nýja orku­gjafa og að horfið sé frá notkun jarð­efna­eldsneytis. Rafhlöður leika stórt hlut­verk í orku­skipt­unum. En þó um sé að ræða kafla­skil á heimsvísu má fórn­ar­kostn­að­urinn ekki liggja hjá fólki og umhverfinu.

Lestu meira um loft­lags­breyt­ingar og mann­rétt­indi hér.

Stór hluti kopar- og kóbalt­vinnslu heimsins (frum­efno sem notuð eru í liþíumraf­hlöður) fer fram í Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó. Þetta eru rafhlöð­urnar sem notaðar eru í snjallsíma, fartölvur, rafbíla og rafhjól og eru afar mikil­vægur hluti af orku­skipt­unum úr jarð­efna­eldsneyti. Orku­skiptin eru þörf og það liggur á þeim.

Í Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó eru land­svæði rík af jarð­efnum sem er fórnað í námugröft en afleið­ing­arnar hafa í för með sér sláandi aukn­ingu misbeit­ingar valds í héraðinu. Þúsundir einstak­linga hafa misst heimili sín og skólar, sjúkrahús og samfélög eru eyði­lögð vegna útþenslu námu­fram­kvæmda í leit að kopar og kóbalti, sérstak­lega í héraðinu Kolwezi.

Þessi aukna misbeiting valds á sér stað í landi sem enn er í sárum vegna harð­neskju nýlendu­tímans þar sem millj­ónir létu lífið og ógrynni auðlinda voru unnar og seldar á alþjóð­legum markaði með litlum hagnaði fyrir heima­fólk.

Í heim­skapp­hlaupinu um að tryggja aðgang að jarð­efnum vegna orku­skiptana eru fyrir­tæki og ríkis­stjórnir enn einu sinni að forgangsraða gróða­sjón­ar­miðum fram yfir mann­rétt­indi.

Tshisekedi, forseti Lýðstjórn­ar­lýð­veld­isins Kongó, kallar landið „land lofts­lags­lausna”. Nú er tæki­færið fyrir forsetann að verða leið­andi afl í þágu lofts­lags­rétt­lætis og sýna í verki að Lýðstjórna­lýð­veldið Kongó geti verndað mann­rétt­indi í orku­skipt­unum.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brott­flutn­inga og mann­rétt­inda­brot í grennd við kopar- og kóbalt­námur.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.