Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftir­spurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þving­uðum brott­flutn­ingum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyði­lögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brott­flutn­inga og mann­rétt­inda­brot í grennd við kopar- og kóbalt­námur.

Lofts­lags­váin hefur í för með sér aðkallandi þörf fyrir nýja orku­gjafa og að horfið sé frá notkun jarð­efna­eldsneytis. Rafhlöður leika stórt hlut­verk í orku­skipt­unum. En þó um sé að ræða kafla­skil á heimsvísu má fórn­ar­kostn­að­urinn ekki liggja hjá fólki og umhverfinu.

Lestu meira um loft­lags­breyt­ingar og mann­rétt­indi hér.

Stór hluti kopar- og kóbalt­vinnslu heimsins (frum­efno sem notuð eru í liþíumraf­hlöður) fer fram í Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó. Þetta eru rafhlöð­urnar sem notaðar eru í snjallsíma, fartölvur, rafbíla og rafhjól og eru afar mikil­vægur hluti af orku­skipt­unum úr jarð­efna­eldsneyti. Orku­skiptin eru þörf og það liggur á þeim.

Í Lýðstjórn­ar­lýð­veldinu Kongó eru land­svæði rík af jarð­efnum sem er fórnað í námugröft en afleið­ing­arnar hafa í för með sér sláandi aukn­ingu misbeit­ingar valds í héraðinu. Þúsundir einstak­linga hafa misst heimili sín og skólar, sjúkrahús og samfélög eru eyði­lögð vegna útþenslu námu­fram­kvæmda í leit að kopar og kóbalti, sérstak­lega í héraðinu Kolwezi.

Þessi aukna misbeiting valds á sér stað í landi sem enn er í sárum vegna harð­neskju nýlendu­tímans þar sem millj­ónir létu lífið og ógrynni auðlinda voru unnar og seldar á alþjóð­legum markaði með litlum hagnaði fyrir heima­fólk.

Í heim­skapp­hlaupinu um að tryggja aðgang að jarð­efnum vegna orku­skiptana eru fyrir­tæki og ríkis­stjórnir enn einu sinni að forgangsraða gróða­sjón­ar­miðum fram yfir mann­rétt­indi.

Tshisekedi, forseti Lýðstjórn­ar­lýð­veld­isins Kongó, kallar landið „land lofts­lags­lausna”. Nú er tæki­færið fyrir forsetann að verða leið­andi afl í þágu lofts­lags­rétt­lætis og sýna í verki að Lýðstjórna­lýð­veldið Kongó geti verndað mann­rétt­indi í orku­skipt­unum.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brott­flutn­inga og mann­rétt­inda­brot í grennd við kopar- og kóbalt­námur.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kanada

Virða þarf rétt frumbyggja í Kanada

Kanadísk yfirvöld þurfa að fella niður ákærur á hendur baráttufólki sem berst gegn framkvæmdum á gasleiðslu á landsvæði Wet’suwet’en-frumbyggja. Brotið er á rétti þeirra til að ákvarða hvernig farið er með land forfeðranna.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.