Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverf­is­mála­lög­fræð­ing­urinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt því að bæta heilsu og lífs­við­ur­væri fólksins í Víetnam og vernda það gegn mengun og lofts­lags­breyt­ingum. Samtökin hans, Miðstöð fyrir lög og stefnur um rann­sóknir á sjálf­bærri þróun (LPSD), voru þau fyrstu til að fara í mál við ríkis­stjórnina og fyrir­tæki vegna alvar­legra brota á umhverf­is­rétti og lýðheilsu. Á meðal baráttu­mála hans voru ólögleg losun skor­dýra­eiturs og iðnað­ar­mengun sem veldur aukinni hættu á krabba­meini.

Samtökin gegna mikil­vægu hlut­verki. Þau hafa unnið að vitund­ar­vakn­ingu með herferðum og þjálfun sem aðstoðar samfélög að skilja rétt­indi sín og styrkir þau til að rísa upp gegn valda­miklum efna­hags­legum og póli­tískum hags­muna­að­ilum til að vernda félags­lega, efna­hags­lega og umhverf­is­lega velferð sína.

Bach var hand­tekinn 24. júní 2021. Nýfæddur sonur hans var aðeins tveggja vikna. Bach var færður í fang­elsi og leggja þurfti niður samtök hans. Bach var ákærður fyrir „skattsvik“ og síðar dæmdur í fimm ára fang­elsi í kjölfar rétt­ar­halda sem sérfræð­ingar Sameinuðu þjóð­anna telja að hafi verið ósann­gjörn. Dómstóllinn neitaði að hlusta á vörn Bachs og saksóknari lagði ekki fram nein sönn­un­ar­gögn. Eigin­kona hans fékk heldur ekki að vera viðstödd „opin“ rétt­ar­höld yfir eigin­manni sínum.

Frá árinu 2021 hafa að minnsta kosti fimm tals­menn umhverf­is­mála og lofts­lags­rétt­lætis verið ákærðir fyrir skattsvik, aðferð sem yfir­völd í Víetnam beita til að þagga niður í stækk­andi hreyf­ingu aðgerða­sinna sem krefjast þess að ríkis­stjórnin verndi umhverfið.

Bach er á bak við lás og slá og þarf að þola lélegar aðstæður í fang­elsi í stað þess að fá að halda áfram störfum sínum í þágu samfé­laga sem honum er annt um. Heilsu hans hefur hrakað og hann hefur sætt áreitni af hálfu fang­els­is­starfs­fólks. Hann hefur ekki séð barn­ungan son sinn frá því að hann var hand­tekinn.

Krefstu þess að stjórn­völd í Víetnam leysi Dang Dinh Bach úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Angóla

TikTok-stjarna fangelsuð fyrir að gagnrýna forsetann

Ana da Silva Miguel, þekkt undir nafninu Neth Nahara, er söngkona og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Í ágúst 2023 gagnrýndi hún forseta landsins, João Lourenço, á TikTok. Næsta dag var Neth handtekin. Í kjölfarið var réttað yfir henni, hún sakfelld og dæmd í sex mánaða fangelsi en dómurinn var síðar lengdur í tvö ár. Yfirvöld í Angóla beita umdeildum lögum sem gera það refsivert að gagnrýna forsetann í þeim tilgangi að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Víetnam

Í fangelsi fyrir að vernda umhverfið og mannréttindi

Umhverfismálalögfræðingurinn Dang Dinh Bach hefur helgað líf sitt verndun fólksins í Víetnam gegn áhrifum mengunar og loftslagsbreytinga. Bach var handtekinn 24. júní 2021 og færður í fangelsi fyrir meint skattsvik, aðferð sem víetnömsk yfirvöld beita til að þagga niður í umhverfisaðgerðasinnum. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki.