Góðar fréttir

31. júlí 2024

Mann­rétt­inda­sigrar á fyrstu sex mánuðum ársins

Fjöl­margir mann­rétt­inda­sigrar náðust á fyrstu sex mánuðum ársins þar sem Amnesty Internati­onal lagði sitt lóð á voga­skál­arnar. Fólk sem var rang­lega fang­elsað var leyst úr haldi, lög voru betr­um­bætt og rétt­læti náði fram að ganga. Allt mikil­vægir sigrar sem skipta máli. Stuðn­ings­fólk um allan heim greip til aðgerða og sýndi fram á að samtaka­mátt­urinn hefur áhrif.

Janúar

Noregur 

Á síðustu árum hefur Noregur sætt gagn­rýni frá alþjóð­legum stofn­unum vegna meðferðar á föngum með geðrænar áskor­anir. Beiting einangr­un­ar­vistar er víðtæk og sjálfs­vígstölur eru háar. Herferð Amnesty Internati­onal í Noregi á síðasta ári  fyrir rétt­indum fanga leiddi til þess að stjórn­völd gerðu ráðstaf­anir til að bæta aðstæður og draga úr beit­ingu einangr­un­ar­vistar. 

Belgía

Frum­varp Vincent Van Quicken­borne dóms­mála­ráð­herra Belgíu um ákveðnar takmark­anir á mótmæli var dregið til baka í kjölfar gagn­rýni Amnesty Internati­onal, stétt­ar­fé­laga og annarra borg­ara­legra samfé­laga. Frum­varpið hefði graf undan rétt­inum til að mótmæla hefði það verið samþykkt.   

Tæland/Rúss­land

Meðlimir rúss­nesku rokkhljóm­sveit­ar­innar Bi-2 fengu að yfir­gefa Tæland með öruggum hætti. Þeir áttu á hættu brott­vísun til Rúss­lands eftir að þeir voru hand­teknir í Tælandi fyrir halda tónleika án leyfis.

Tónlista­menn­irnir hafa opin­ber­lega gagn­rýnt stríðið í Úkraínu og áttu því á hættu að sæta ofsóknum í Rússlandi yrðu þeir sendir þangað. Einn meðlimur hljóm­sveit­ar­innar hafði einnig verið sakaður af rúss­neskum yfir­völdum um að vera „erlendur útsendari“. Víða var mótmælt og Amnesty Internati­onal var á meðal þeirra sem kölluðu eftir því að meðlim­irnir fengju að fara til öruggs lands.  

Febrúar

Belgía

Ríkis­stjórn Wallon tilkynnti í byrjun febrúar ógild­ingu leyfis á vopna­út­flutningi til Ísraels. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar kröfu borg­aralegra samtaka þar sem Amnesty Internati­onal gegndi lykil­hlut­verki.  

Alþjóð­legt

Við athöfn í Haag í Hollandi skrifuðu 34 ríki undir nýjan sátt­mála sem markar tímamót, Ljubljana-Hague sátt­málann. Sátt­málinn gagnast við að ná fram rétt­læti fyrir þolendur hópmorðs, glæpa gegn mannúð og stríðs­glæpa. Sátt­málinn styrkir alþjóðalög með því að veita ný úrræði og efla mögu­leika á samvinnu ríkja í málum sem varða þessa glæpi. Hann gagnast við að tryggja að einstak­lingar sem eru grun­aðir um hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðs­glæpi og aðra glæpi samkvæmt alþjóða­lögum geti síður leitað skjóls í „öruggum“ löndum auk þess sem að sátt­málinn er mikil­vægur til að vinna gegn refsi­leysi.

Írak

Fjöl­miðla­mað­urinn Guhdar Zebari var leystur úr haldi þann 17. febrúar af kúrdískri sjálf­stjórn Íraks. Hann var rang­lega fangelsaður í þrjú ár og hafði Amnesty Internati­onal lengi kallað eftir lausn hans. Í skila­boðum þakkaði lögfræð­ingur Guhdar Zebari Amnesty Internati­onal fyrir framlag sitt sem hann sagði að hefði haft mikil áhrif. 

Senegal 

Yfir­völd í Senegal leystu úr haldi rúmlega 600 einstak­linga sem voru í haldi fyrir þátt­töku í mótmælum, fyrir að kalla eftir mótmælum eða vera álitnir styðja stjórn­ar­and­stöðu­flokk. Amnesty Internati­onal barðist fyrir lausn einstak­ling­anna þar sem þeir voru í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ingar-og funda­frelsið með frið­sam­legum hætti. 

Andorra

Vanessa Mendoza Cortes, baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum, var loks sýknuð. Hún var dregin fyrir dómstóla vegna þess að hún talaði gegn algjöru þung­un­ar­rofs­banni í Andorra. Þúsundir stuðn­ings­aðila Amnesty Internati­onal gripu til aðgerða og sýndu Vanessu stuðning. Mál hennar var tekið upp í SMS-aðgerðaneti Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.  

„Ég vil persónu­lega þakka þeim rúmlega 70 þúsund einstak­lingum sem gripu til aðgerða til stuðn­ings máli mínu og þrýstu á yfir­völd í Andorra. Þið eigið þátt í þessum sameig­in­lega og frið­sam­lega sigri. Þrátt fyrir erfið ár tel ég mig heppna að hafa ykkur mér við hlið. Styrkur okkar er samstaða og stuðn­ingur fyrir rétt­indum hvers annars.“

 

Vanessa Mendoza Cortes ©Associacio Stop Violencies

Márit­anía

Youba Siby, sene­galskur ríkis­borgari sem er uppruna­lega frá Márit­aníu, var hand­tekinn í Senegal þann 14. sept­ember 2023 fyrr að gagn­rýna son hátt­setts stjórna­mála­manns á samfé­lags­miðlum. Síðar kom í ljós að Youba var fram­seldur til Márit­aníu þar sem hann var í haldi í fang­elsi án aðgengis að lögfræði­að­stoð og dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi.  

Eftir að hafa fengið fréttir um mál Youba aðstoðaði svæðisteymi Amnesty Internati­onal við að finna mann­rétt­inda­lög­fræðing sem var tilbúinn að taka málið að sér fyrir lítið fé. Youba fékk frelsi á ný í febrúar og snéri aftur til Senegal. Amnesty Internati­onal studdi hann við að koma undir sig fótunum á ný þar sem hann hafði misst bæði tekjur og heimili. Youba tjáði inni­legt þakk­læti sitt til Amnesty og stuðn­ings­fólks þess fyrir hjálpina. 

Grikk­land

Frum­varp um viður­kenn­ingu samkynja hjóna­banda var samþykkt af gríska þinginu. Þetta var tákn­rænt skref í átt að jafn­rétti fyrir hinsegin fólk. Amnesty Internati­onal í Grikklandi studdi löggjöfina og fagnar þessu skrefi en kallar einnig eftir því að stjórn­völd innleiði lög sem tryggja fullt jafn­rétti fyrir hinsegin fólk.  

Belgía

Eftir tveggja ára herferð Amnesty Internati­onal og annarra aðila var bundinn endi á samstarf við risa­fyr­ir­tækið og fram­leið­anda jarð­eldsneytis Tota­lEnergies sem hefur lengi styrkt 20 km hlaupa­við­burð í Brussel. Þetta franska alþjóð­lega fyrir­tæki hefur verið aðalstyrktaraðili hlaupsins frá árinu 2004 og naut góðs af jákvæðri ímynd viðburð­arins.  

Evrópa

Dunja Mijatović, mann­rétt­inda­full­trúi Evrópu­ráðsins, kallaði eftir mann­rétt­inda­mið­aðri nálgun á vændi í kjölfar samráðs við vænd­is­fólk í Evrópu, borg­araleg samtök og hags­muna­samtök. Í grein­ar­gerð sinni vitnaði hún í skýrslu Amnesty Internati­onal um ofbeldi sem vænd­is­fólk verður fyrir. Amnesty Internati­onal berst fyrir afglæpa­væð­ingu vændis og að mann­rétt­indi fólks í vændi séu virt.  

Sviss

Eftir áralanga baráttu fyrir rétt­læti vann aðgerðasinninn Mohamed Wa Baile mál sitt gegn Sviss fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evrópu vegna kynþátt­ar­mis­mun­unar þegar kemur að því að sýna lögreglu persónu­skil­ríki. Sviss hafði ekki staðið sig í að tryggja vernd gegn slíkri mismunun. Dóms­úrskurð­urinn er sigur fyrir Wa Baile og fólks í svip­aðri stöðu í Sviss og Evrópu. 

Evrópu­sam­bandið

Evrópu­þingið samþykkti ályktun um Íran sem samræmist tilmælum Amnesty Internati­onal um að Evrópu­sam­bands­ríki hefji rann­sókn á hendur fulltrúum íranska ríkisins sem bera ábyrgð á grófum mann­rétt­inda­brotum þar í landi. Rann­sóknin nær yfir þau mann­rétt­inda­brot sem falla undir alþjóð­lega lögsögu samkvæmt alþjóðalögum.

Evrópuþingið kallaði einnig eftir lausn einstak­linga í geðþótta­varð­haldi og fordæmdi einnig hræði­legar aðstæður í varð­haldi og víðtæka beit­ingu pynd­inga, þar á meðal kynferð­isof­beldi. Það endur­speglar rann­sókn Amnesty International um að örygg­is­sveitir Íran beiti nauðgunum og kynferð­isof­beldi til að bæla niður uppreisnina: Konur, líf og frelsi.

Mars

Japan

Tveir dómstólar í Japan komust að þeirri niður­stöðu í tveimur aðskildum málum að bann við samkynja hjóna­böndum væri brot á stjórn­ar­skránni og gáfu skýrt til kynna að slík mismunun ætti ekki að eiga sér stað í japönsku samfé­lagi.  

Evrópa

Í byrjun ársins ákváðu nokkrar ríkis­stjórnir að frysta fjár­hags­stuðning til Palestínuflótta­manna­að­stoðar Sameinuðu þjóð­anna (UNRWA) sem er íbúum Gaza lífs­nauð­synleg. Amnesty Internati­onal þrýsti á Evrópu­sam­bandið og aðild­ar­ríki þeirra að halda áfram fjár­veit­ingu sinni. Íslands­deild Amnesty Internati­onal þrýsti einnig á íslensk stjórn­völd sem einnig frystu fjár­hags­stuðning sinn. Í mars tilkynnti fram­kvæmda­stjórn Evrópu­sam­bandsins að sambandið myndi veita á ný fjár­hags­stuðning til UNRWA. Öll Evrópu­sam­bands­ríki drógu fryst­ingu til baka og það gerðu íslensk stjórn­völd einnig.  

Frakk­land

Franska þingið samþykkti að rétt­urinn til þung­un­ar­rofs yrði varinn í frönsku stjórn­ar­skránni. Amnesty Internati­onal í Frakklandi hafði kallað eftir því ásamt öðrum samtökum.  

Lýðstjórn­ar­lýð­veldið Kongó

Fjöl­miðla­mað­urinn Stanis Buja­kera var leystur úr haldi í mars eftir sex mánuði í fang­elsi. Hann var hand­tekinn í sept­ember 2023 og ákærður fyrir að „dreifa orðrómi“ og „dreifa fölskum upplýs­ingum“ í kjölfar þess að fjöl­mið­illinn Juene Afrique birti grein þar sem kóngólíska leyni­þjón­ustan var ásökuð um að tengjast morði á stjórn­ar­and­stæð­ingnum Chérubin Okende. Amnesty Internati­onal í Belgíu var á meðal þeirra sem kallaði eftir lausn hans. 

Búrkína Fasó

Mann­rétt­inda­fröm­uð­urinn Daouda Diallo var hand­tekinn af örygg­is­sveit­ar­mönnum þann 1. desember 2023.  Hann sætti þvinguðu manns­hvarfi (leyni­legu haldi yfir­valda). Amnesty Internati­onal kallaði eftir lausn hans. Í mars fékk Daouda frelsi á ný. Eftir að hann var leystur úr haldi lét hann eftir­far­andi orð falla:  

„Ég vil þakka Amnesty Internati­onal og öllu því fólki sem kom saman og krafðist lausnar minnar. Þessi áköll voru ljósið í einsemd minni og áminning um að ég stæði ekki einn. Höldum áfram að standa saman til stuðn­ings barátt­unni fyrir rétt­læti, jafn­rétti og virð­ingu fyrir öll.“ 

Daouda Diallo

Apríl

Myanmar

Mann­rétt­indaráð Sameinuðu þjóð­anna samþykkti ályktun um Myanmar þar sem í fyrsta sinn var kallað eftir því að aðildarríki Sameinuðu þjóð­anna forðist útflutning, sölu eða flutning á þotu­eldsneyti til Myanmar. Þotu­eldsneyti hefur verið notað af her Myanmar í loft­árárásum sem teljast sem stríðs­glæpir. Þessi ákvörðun var tekin eftir áralangan þrýsting undir forystu Amnesty Internati­onal í nánu samstarfi við borg­araleg samtök í Myanmar og kom í kjölfar skýrslu Amnesty Internati­onal frá árinu 2022 um notkun þotu­eldsneytis í landinu.  

Indland

Amnesty Internati­onal hefur lengi kallað eftir lausn 16 aðgerða­sinna í Bhima Koregaon-málinu. Hæstiréttur úrskurðaði Shoma Shem, háskóla­kennari og baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum, skyldi fá lausn gegn trygg­ingu eftir sex ára fang­elsi. Um mánuði síðar, í maí 2024, var fjöl­miðla­mað­urinn Gautam Navlakha leystur úr haldi gegn trygg­ingu næstum fjórum árum eftir að hann var hand­tekinn.  

 

Argentína

Þekktur argentínskur áhrifa­valdur var dæmdur til samfé­lags­þjón­ustu eftir að hann var fundinn sekur um kerf­is­bundna og kynbundna áreitni á netinu gegn fjöl­miðla­kon­unni Marinu Abiuso. Amnesty Internati­onal í Argentínu studdi Marinu í gegnum rétt­ar­höld hennar. 

Marina lét eftir­far­andi orð falla:

„Ég er fjöl­miðla­kona. Tján­ing­ar­frelsi og fjöl­miðla­frelsi eru fyrir mér grund­vall­ar­gildi. Að fordæma áreitni og hótanir er ekki í andstöðu við frelsi heldur til að vernda það.“

Maí

Alþjóð­legt

Vinnu­hópur Sameinuðu þjóð­anna um öldrun samþykkti á 14. fundi að kanna hvort skortur væri á vernd rétt­inda eldra fólks og lögðu til að gerður yrði nýr alþjóð­legur sátt­máli. Amnesty Internati­onal og önnur borg­araleg samtök hafa lengi kallað eftir betri vernd fyrir eldra fólk.  

Þessi ákvörðun er mikil­vægur áfangi í átt að því að sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi eldra fólks verði mögu­legur. Hann er grund­völlur að því að vernda rétt­indi eldra fólks með full­nægj­andi hætti. Amnesty Internati­onal heldur baráttu sinni áfram þar til slíkur sátt­máli verður að veru­leika.  

Alþjóð­legt

Stutt­myndin Dreaming in the Shadows er 15 mínútna heim­ild­ar­mynd sem Marina Chan­kova, sjálf­stæður leik­stjóri frá Úkraínu, gerði í samstarfi við Amnesty Internati­onal. Heim­ild­ar­myndin fjallar um þrjá eldri einstak­linga í Úkraínu sem annað­hvort þurftu að flýja heimili sín eða búa á svæðum sem finna fyrir áhrifum stríðs­átaka.

Myndin var valin komst í úrslit UAFF kvik­mynda­há­tíð­ar­innar í Tyrklandi og var valin til sýningar á News­Fest kvik­mynda­há­tíð­inni í Kali­forníu í Banda­ríkj­unum. Hún vann einnig til verð­launa í flokki um málefni fatlaðs fólks og kvik­mynda­gerð­ar­konur í alþjóð­legu kvik­mynda­sam­keppn­inni, Accolade. 

Grikk­land

Mál nímenn­inga sem lifðu af sjóslysið við strendur Pylos og voru ákærðir fyrir smygl og fyrir að valda slysinu þar sem 600 einstak­lingar létu lífið var vísað frá. Um borð í skipinu var farand- og flótta­fólk.

Rann­sókn Amnesty Internati­onal í samstarfi við Human Rights Watch gefur til kynna að gríska strand­gæslan hafi valdið slysinu þegar hún reyndi að draga bátinn með farand- og flótta­fólkinu um borð. Kalamata dómstóllinn vísaði frá málinu á grund­velli þess að dómstóllinn hefði ekki lögsögu yfir alþjóð­legu hafi þar sem slysið átti sér stað. 

 

Aþena, Grikklandi – mótmæli júlí 2023 vegna Pylos-sjós­slysins. ©Dimitris Lampropoulos/Anadolu Agency via Getty Images.

 

 

Jórdanía

Í aðför sinni gegn mótmælum hand­tóku yfir­völd í Jórdaníu tvo sýrlenska flótta­menn, Atiya Mohammad Abu Salem og Wael al-Ashi, á mótmælum til stuðn­ings Gaza í apríl á þessu ári. Innan­rík­is­ráðu­neytið gaf út fyrir­skipun um brott­vísun þeirra úr landi án ákæru um brot. Í maí voru Atiya og Wael leystir úr haldi eftir rúman mánuð í geðþótta­varð­haldi í kjölfar þess að Amnesty Internati­onal tók upp mál þeirra.  

Tyrk­land

Í kjölfar kröfu Amnesty Internati­onal var Eren Keskin, þekktur mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur sem situr í stjórn mann­rétt­inda­sam­taka, sýknuð af ákæru um að hafa „móðgað tyrk­neska þjóð“. 

Evrópa 

Nefnd um félagsleg rétt­indi innan Evrópu­ráðsins samþykkti einróma að Ítalía hefði brotið félags­mála­sátt­mála Evrópu vegna húsnæð­is­mála Róma-fólks. Þessi niður­staða fylgdi í kjölfar kvört­unar sem Amnesty Internati­onal lagði fram árið 2019 sem byggðist á áralangri rann­sókn. Ítalíu ber skylda til að bregðast við með því að taka skref í átt að því að tryggja viðeig­andi húsnæði fyrir Róma-fólk án aðgrein­ingar og mismun­unar ásamt því að tryggja úrræði fyrir einstak­linga sem máttu þola slíka mismunun og aðgrein­ingu. 

Júní

Sri Lanka

Ákærur á hendur Nathöshu Edirisooriya, grín­ista frá Sri Lanka, voru felldar niður en mál hafði verið höfðað á hendur henni fyrir að hvetja til haturs þar sem hún var sögð hafa vanvirt búdd­isma í uppist­andi sínu. . Amnesty Internati­onal tók upp mál hennar.  

Síerra Leóne

Amnesty Internati­onal heim­sótti Kono-svæðið í Síerra Leóne þar sem Meya námu­fyr­ir­tækið grefur eftir demöntum. Í rann­sókn­ar­ferð Amnesty Internati­onal kom í ljós að borholur á vegum fyrir­tæk­isins menguðu drykkjar­vatn. Í sýnum sem voru tekin fannst hátt hlut­fall nítrats sem voru langt yfir örygg­is­mörkum Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar. Í kjölfar rann­sókn­ar­innar sendu yfir­völd í Síerra Leóne fyrir­tækinu bréf með óskum um svör. Samkvæmt nýlegri óháðri rann­sókn í júní 2024 var hlut­fall nítrats nú innan örygg­is­marka fyrir drykkjar­vatn.  

 

Lýðveldið Kongó

Í kjölfar skýrslu Amnesty Internati­onal stöðvaði umhverf­is­ráðu­neytið starf­semi endur­vinnslu­fyr­ir­tæk­isins Metssa Congo á grund­velli mögu­legs umhverf­isskaða og heilsu­spill­andi áhrifa á íbúa í nágrenninu. Amnesty Internati­onal studdi íbúa til þess að láta taka blóð­sýni á meðan unnið var að skýrsl­unni. Blóð­sýnin sýndu  hátt hlut­fall blýs í íbúum (þar á meðal í börnum  sem bjuggu í grennd við versk­miðjuna.  

Cyrille Ndembi sem er í forsvari Vindoulou íbúa­sam­tak­anna sagði eftir­far­andi í kjölfar ákvörð­un­ar­innar um stöðvun starf­sem­innar: 

„Við áttum rólega og frið­sam­lega nótt án hávaða, lyktar, reyks og titr­ings og það var engin streita eða kvíði. Við höfum sameinast til að tryggja að ákvörðun ráðherrans verði virt. Okkar inni­leg­asta ósk er að sjá verk­smiðjuna lokaða og flutta í burt. Enn og aftur, takk fyrir!“ 

Tæland

Tælenska þingið samþykkti frum­varp um jafnan rétt til hjóna­bands sem veitir hinsegin fólki meðal annars jafnan rétt til hjóna­bands, ættleið­ingar og arfs. Frum­varpið verður brátt sent til konungsins til samþykktar.

Um er að ræða tíma­móta­áfanga þar sem Tæland var fyrsta landið í Suðaustur-Asíu til að lögleiða hjóna­band hinsegin fólks. 

 

Gleði­ganga í Tælandi júní 2022 © Amnesty Internati­onal

Síerra Leóne

Barna­hjóna­bönd voru loks bönnuð í Síerra Leóne þann 20. júní. Frum­varpið um barna­hjóna­bönd sem var samþykkt gerir það refsi­vert að giftast einstak­lingi undir 18 ára aldri og leitast eftir vernda stúlkur gegn barna­hjóna­bandi. Amnesty Internati­onal lagði sitt af mörkum til þess­arar mikil­vægu ákvörð­unar með herferðum og mann­rétt­inda­fræðslum um skað­semi barna­hjóna­banda og kynfæralim­lest­ingu kvenna í Síerra Leóne.  

Jemen

Yfir­völd undir sjálfsstjórn Húta leystu úr haldi mann­rétt­inda­fröm­uðinn Abdullah al-Olofi þann 21. júní. Hann hafði setið í rúmt ár í geðþótta­varð­haldi. Hann var hand­tekinn í maí 2023 þegar hersveitir Húta réðust á friðsamlega samkomu Bahá‘í og hand­tóku að geðþótta 17 einstak­linga. Amnesty Internati­onal hefur kallað eftir lausn allra þeirra síðan þá. Dómarinn Abdulwahab Mohammad Qatran var einnig leystur úr haldi yfir­valda Húta í júní eftir að hafa sætt fimm mánaða geðþóttavarð­haldi. Abdulwahab Mohammad Qatran þakkaði Amnesty Internati­onal fyrir samstöðuna í máli hans í skila­boðum sem hann sendi til samtak­anna.  

Kirg­istan

Stór sigur fyrir réttlæti og mann­rétt­indi náðist þegar 22 aðgerða­sinnar í svokölluðu Kempir Abad máli í Kirgistan voru loks sýkn­aðir. Ákærur á hendur aðgerðasinnunum voru af póli­tískum rótum runnar og máls­með­ferð á máli þeirra var ábóta­vant og hún gölluð.

Meðal aðgerðasinnanna var Rita en mál hennar var eitt af málunum í herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi 2023. Þessi niður­staða er fagn­að­ar­efni og vekur von fyrir önnur mál sem eru af póli­tískum rótum runnin.   

 

Rita Karas­artova, Þitt nafn bjargar lífi 2023.

Rúss­land/Úkraína

Alþjóð­legi saka­mála­dóm­stóllinn gaf út hand­töku­heimild á hendur Sergei Kobylash, Victor Sokolov og Valery Gerasimo, hátt­settum mönnum innan rúss­neska hersins, ásamt Sergei Shoigu fyrrum varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands. Þessi ákvörðun er áfanga­sigur fyrir mann­rétt­indi vegna innrásar Rúss­lands í Úkraínu. Þessir hátt­settu menn eru grun­aðir um beinar árásir á borg­araleg svæði og að valda óbreyttum borg­urum óhóf­legum skaða.  

 

Alþjóð­legt

Áfrýj­un­ar­dómtóll í París stað­festi lögmæti hand­töku­skip­unar á hendur Bashar al-Assad, forseta Sýrlands vegna ábyrgðar hans í beit­ingu efna­vopna í aust­ur­hluta Ghouta í Sýrlandi árið 2013. Dómstóllinn stað­festi að þjóð­höfð­ingi nýtur ekki frið­helgi erlendra dómstóla í ákveðnum undan­tekn­ing­ar­til­fellum.  

Bret­land/Banda­ríkin

Julian Assange var loks leystur úr haldi eftir að hafa setið fimm ár í fang­elsi í hámarksörygg­is­fang­elsi í Bretlandi. Assange náði dómssátt við banda­rísk yfir­völd þar sem hann játaði á sig eitt brot um þátt­töku í samsæri til fá í hend­urnar upplýs­ingar er varða þjóðarör­yggi og birta þær.

Hann fékk fyrir það 62 mánaða fang­elsisdóm sem Julian Assange hafði þegar afplánað. Amnesty Internati­onal barðist lengi fyrir máli hans og kallaði eftir lausn hans.  

Ástr­alía – 26. júní 2024: Julian Assange fagnar frelsinu. ©Roni Bintang/Getty Images.

Lestu einnig