Tölur og staðreyndir árið 2018

Flestar aftökur eftir löndum

 1. Kína
 2. Íran
 3. Sádi-Arabía
 4. Víetnam
 5. Írak

Lönd sem hófu aftökur að nýju:

 • Botsvana
 • Súdan
 • Taívan
 • Taíland

Lönd sem fram­kvæmdu ekki aftökur árið 2018 líkt og árið 2017:

 • Barein
 • Bangla­dess
 • Jórdanía
 • Kúveit
 • Malasía
 • Palestína
 • Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin

 

Íran: Aftökur fækkuðu úr 507 árið 2017 niður í 253 fyrir árið 2018 sem er fækkun um 50%.

Írak: Aftökur fækkuðu úr 125 árið 2017 niður í 52 fyrir árið 2018.

Pakistan: Fjöldi aftaka féll úr 60 árið 2017 niður í 14 árið 2018.

Sómalía: Helm­ingi færri aftökur á milli ára, 24 árið 2017 og 13 árið 2018.

Afnám dauðarefs­ingar:

Búrkína Fasó: Afnam dauðarefs­inguna í nýrri refsi­lög­gjöf í júní 2018.

Gambía:  Opinber stöðvun á aftökum frá því í febrúar 2018.

Malasía: Opinber stöðvun á aftökum frá því júlí 2018.

Washington-fylki í Banda­ríkj­unum: Úrskurður í október 2018 um að dauðarefs­ingin brjóti gegn stjórn­ar­skránni.

 

Í lok árs 2018:

106 ríki hafa afnumið dauðarefs­ingu úr hegn­ing­ar­lögum fyrir alla glæpi.

142 ríki (tveir þriðju allra ríkja) hafa afnumið dauðarefs­ingu í lögum eða í fram­kvæmd.

Mildun eða náðun dauða­dóma í 29 löndum árið 2018:

Afgan­istan, Barein, Bangla­dess, Barbados, Benín, Botsvana, Kína, Egypta­land, Gvæjana, Indland, Íran, Kúveit, Malaví, Malasía, Maldívur, Marokkó/Vestur-Sahara, Mjanmar, Nígería, Pakistan, Papúa Nýja-Gínea, Katar, Sankti Kitts og Nevis, Suður-Kórea, Suður-Súdan, Súdan, Tans­anía, Sameinuðu arab­ísku fursta­dæmin, Banda­ríkin og Simbabve.

Átta fangar með dauðadóm voru hreins­aðir af sök í fjórum löndum:

 • Egyptalandi
 • Kúveit
 • Malaví
 • Banda­ríkj­unum

 

Fjöldi dauða­dóma:

2591 dauða­dómar árið 2017

2531 dauða­dómar árið 2018 í 54 löndum

Örlítil fækkun á milli ára samkvæmt skrán­ingum Amnesty Internati­onal

Fangar á dauða­deild:

19.336 fangar á dauða­deild í lok ársins 2018 á alþjóða­vísu sem vitað er af.

Helstu aðferðir við aftöku:

 • Afhöfðun
 • raflost
 • henging
 • banvæn lyfja­gjöf
 • aftaka með skot­vopni

 

Sjö aftökur í Íran voru fram­kvæmdar á föngum sem voru undir 18 ára aldri þegar brotin áttu sér stað miðað við það sem skýrslur frá 2018 gefa til kynna.

98 aftökur í fjórum löndum voru fram­kvæmdar vegna brota sem tengdust vímu­efnum. Sem er 14% af öllu aftökum á alþjóða­vísu og er lækkun frá árinu 2017 þegar það var 28%.  Það voru að minnsta kosti 226 slíkir dauða­dómar í 14 löndum.

Dauða­dómar voru felldir þar sem vitað var að máls­með­ferð var ekki í samræmi við alþjóð­lega staðla um sann­gjörn rétt­ar­höld, m.a. í eftir­far­andi löndum: Bangla­dess, Kína, Egypta­land, Íran, Írak, Malasía, Norður-Kórea, Pakistan, Sádi-Arabía, Singapúr og Víetnam.

Tengt efni