Þungunarrof

Þung­un­arrof er lækn­is­að­gerð í því skyni að binda enda á þungun og er nauð­synleg grunn­heil­brigð­is­þjón­usta sem millj­ónir kvenna þurfa á að halda um heim allan. Það er grund­vall­ar­réttur fólks að fá að ákveða hvort eða hvenær það vill eignast börn og stjórn­völdum ber ekki einungis skylda til að vernda þessi rétt­indi heldur einnig sjá til þess að fólk geti notið þeirra með aðgengi að viðeig­andi, öruggri og löglegri heil­brigð­is­þjón­ustu.

Það eru ekki einungis sískynja konur og stúlkur (konur og stúlkur sem upplifa sig í því kyni sem þeim var úthlutað í fæðingu) sem gætu þurft á aðgengi að þung­un­ar­rofi að halda heldur einnig intersex fólk, trans menn og kynsegin fólk.

 • 67 lönd
  leyfa þungunarrof að beiðni kvenna samkvæmt Center for Reproductive Rights.

 • 26 lönd
  banna þungunarrof undir öllum kringumstæðum samkvæmt Center for Reproductive Rights.

 • 90 milljónir kvenna
  á barneignaraldri búa í löndum sem banna þungunarrof undir öllum kringumstæðum samkvæmt Center for Reproductive Rights.

 • Um 25 milljónir
  óöruggra þungunarrofsaðgerða eiga sér stað í heiminum á ári hverju samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

  Kyn- og frjósemisréttindi

  Kjarni vandans

  Þó svo að þörfin fyrir þung­un­arrof sé algeng er aðgengi að öruggri og löglegri heil­brigð­is­þjón­ustu víða ábóta­vant. Á síðustu 25 árum hafa fleiri en 50 lönd breytt löggjöf til betri vegar hvað varðar aðgengi að þung­un­ar­rofi og afglæpa­væð­ingu þess.

  Þrátt fyrir að fleiri ríki ráðist í lagaum­bætur til að koma í veg fyrir dauðs­föll og líkams­tjón vegna þung­un­ar­rofs eru samt sem áður til lönd, þar á meðal Níkaragva, El Salvador og Malta, sem beita harð­neskju­legum og órétt­látum lögum sem enn banna þung­un­arrof undir öllum kring­um­stæðum.

  Glæpa­væðing þung­un­ar­rofs kemur ekki í veg fyrir að konur sæki sér slíka þjón­ustu heldur gerir hana einungis mun óöruggari. Hvort heldur sem þung­un­arrof er löglegt eða ekki þarf fjöldi kvenna á því að halda og í löndum þar sem slík aðgerð er ekki lögleg leita konur oft annarra og hættu­legra leiða til að gangast undir hana.

  Kröfur Amnesty International

  Amnesty Internati­onal kallar eftir því að hætt verði án tafar að fram­fylgja lögum um þung­un­arof í samræmi við tillögur nefndar Sameinuðu þjóð­anna um afnám misréttis gegn konum (CEDAW) þann 3. mars 2017, með það að mark­miði að afglæpa­væða þung­un­arrof að fullu, leysa tafar­laust og án skil­yrða úr haldi allar þær konur sem hafa verið dæmdar vegna meðgöngu­tengdra vand­kvæða og tryggja öruggt og löglegt þung­un­arrof í það minnsta þegar líf kvenna, andleg eða líkamleg heilsa er í hættu vegna nauðg­unar, sifja­spella eða þegar um er að ræða alvar­lega og ólíf­væn­lega fóst­urgalla.

  Á heims­þingi Amnesty Internati­onal sem haldið var í Póllandi í júlí 2018 voru samþykktar tillögur að uppfærðri afstöðu hreyf­ing­ar­innar er snýr að öruggu og löglegu þung­un­ar­rofi. Nýja tillagan mun koma í stað fyrri afstöðu Amnesty Internati­onal frá árinu 2007.

  Stefna Amnesty Internati­onal hvað varðar þung­un­arrof byggir á grund­velli mann­rétt­inda og undir­stöðu­at­riðum í alþjóð­legum stöðlum. Samtökin kalla eftir skil­yrð­is­lausri afglæpa­væð­ingu þung­un­ar­rofs undir öllum kring­um­stæðum. Þegar um ræðir nauðgun, sifja­spell, lífvana fóstur eða líf móður er í hættu kalla samtökin eftir örugguri heil­brigð­is­þjón­ustu.

  El Salvador

  Blátt bann er við þung­un­ar­rofi í El Salvador, óháð því hvort líf eða heilsa konunnar er í hættu eða þung­unin afleiðing nauðg­unar eða sifja­spella. Það er því refsi­vert í öllum tilvikum að leita eftir þung­un­ar­rofi. Margar konur og stúlkur hafa látið lífið eða verið fang­els­aðar vegna bannsins. Afleið­ing­arnar eru andrúms­loft grun­semda í kringum konur sem hljóta takmarkaða eða enga lækn­is­hjálp þegar þær upplifa bráða­tilvik á meðgöngu sinni. Flestar konur sem hafa verið sóttar til saka hafa verið á aldr­inum 18-25 ára. Þessi grimmu lög eru miskunn­ar­laus og í raun ríkis­of­beldi.

   

   

   

   

   

   

  El Salvador

  Í kjölfar bráðra og alvar­legra verkja fæddi Teodora del Carmen Vásquez andvana barn árið 2007 í El Salvador. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnu­stað sínum. Síðar var Teodora dæmd í 30 ára fang­elsi fyrir morð að yfir­lögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þung­un­arrof fremur en að hún hefði þjáðst af vand­kvæðum á meðgöngu.

  Í febrúar 2018 var Teodora loks leyst úr haldi. Dóms­mála­ráð­herra El Salvadors mildaði dómnum en breytti hvorki sakfell­ingu né viður­kenndi sakleysi hennar. Lögfræð­ingar Teodoru ætla sér að hreinsa nafn hennar og sækja skaða­bætur fyrir áratug í fang­elsi.

   

  Írland

  Síðan árið 1992 hefur þung­un­arrof verið nánast með öllu ólög­legt á Írlandi nema í þeim tilvikum sem raun­veruleg og mikil hætta er á að meðganga stofni lífi konu í hættu. Þessi laga­breyting kom í kjölfar úrskurðar hæsta­réttar Írlands í umdeildu máli 14 ára unglings­stúlku sem var ólétt eftir nauðgun og í sjálfs­vígs­hættu. Fyrir breyt­inguna var blátt bann við öllu þung­un­ar­rofi í landinu.

  Í rétt rúm 20 ár var skil­greining á „raun­veru­legri og mikilli hættu“ ekki til staðar í lögum sem setti konur í þrönga stöðu og stofnaði lífi þeirra í hættu. Það var ekki fyrr en Savita Halapp­anavar dó vegna óskýr­leika laganna að þetta var lagfært með nýrri laga­setn­ingu sem skil­greindi muninn á lífs­hættu og hættu.

  Söguleg þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fram fór þann 25. maí 2018 á Írlandi þar sem mikill meiri­hluti Íra (66,4%) kaus með því að aflétta banni við þung­un­ar­rofi. Ný löggjöf tók í gildi 1. janúar 2019 þar sem bannið var aflétt.

  Írland og Norður-Írland

  Undan­farin ár hefur Amnesty Internati­onal á Írlandi unnið ötul­lega að barátt­unni fyrir afnámi laganna og það var mikill sigur þegar ný löggjöf tók í gildi í byrjun árs 2019. Baráttan heldur þó áfram því

  Þar til nýlega var Norður-Írlandi eina landið í breska lýðveldinu þar sem konur stóðu frammi fyrir allt að lífs­tíð­ar­dómi fyrir að hafa gengist undir þung­un­arrof. Nýlega dæmdi hæstiréttur Bret­lands að lög um þung­un­arrof á Norður-Írlandi brjóta í bága við mann­rétt­inda­skuld­bind­ingar landsins. Þann 22. október 2019 var þung­un­arrof afglæpa­vætt á Norður-Írlandi.

  Írland

  Í október 2012 fór Savita á sjúkrahús vegna hættu á fóst­ur­missi og bað hún, ásamt  manni sínum, um þungn­arrof. Því var hafnað þrátt fyrir að vitað væri að fóstrið myndi ekki lifa af. Í kjöl­farið fékk Savita blóð­eitrun og dó nokkrum dögum síðar.

  Kona að nafni Lupe sagði Amnesty Internati­onal að starfs­fólk á sama sjúkra­húsi og Savita leitaði til hefði neitað henni um þungu­arrof þrátt fyrir að hún hafi komið þangað með miklar blæð­ingar. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir lát Savitu. Lupe varð að fara á heima­slóðir sínar til Spánar til að gangast undir þung­un­arrof. Lupe sagði að fóstrið hafði ekki sýnt nein lífs­merki en læknar sögðu að þeir gætu ekki gert neitt.

  „Við gátum séð fóst­ur­vísinn full­kom­lega. Þetta var agnarsmár þriggja milli­metra fóst­ur­vísir, dáinn, ég var miður mín. Vöxtur fóst­ur­vís­isins hafði stöðvast á fjórðu eða fimmtu viku. Það þýðir að ég gekk með lífvana fóstur í móðurkviði í rúmlega tvo mánuði. Á þessum tíma var ég mjög ótta­slegin þar sem mér var ljóst að ef einhver vand­kvæði yrðu þá myndi þetta fólk láta mig deyja, rétt eins og það gerði við Savitu.“

  Pólland

  Í október 2016 hafnaði þing Póllands frum­varpi til laga sem hefðu bannað þung­un­arrof. Frum­varpinu var hafnað í kjölfar mikilla mótmæla sem brutust út þar í landi og víðar í heim­inum. Þetta var mikill sigur fyrir pólskar konur og sýnir svart á hvítu hversu áhrifarík mótmæli og alþjóð­legur stuðn­ingur getur verið.

  Reglu­gerðir varð­andi þung­un­arrof í Póllandi eru með þeim ströngustu í Evrópu. Eins og staðan er í dag má kona eingöngu gangast undir þung­un­arrof ef þung­unin ógnar lífi hennar, átti sér stað í kjölfar nauðg­unar eða ef um alvar­legan fóst­urgalla er að ræða. Að auki er aðgengi að þung­un­ar­rofi veru­lega ábóta­vant fyrir konur í þessum aðstæðum.

  Slóvakía lagði fram frum­varp í lok árs 2019 sem hefði skert aðgang kvenna að þung­un­ar­rofi þar sem þær hefðu neyðst til að fara fyrst í ómskoðun til að skoða mynd af fóst­ur­vís­inum eða fóstrinu. Frum­varpinu var hafnað eftir að því var mótmælt víða um heim.

  Tengt efni