Súdan

Tján­ing­ar­frelsi í Súdan hefur verið veru­lega skert í Súdan en vonir eru í landinu um umbætur í kjölfar stjórn­ar­fars­breyt­inga. Omar al-Bashar forseti landsins var steypt af stóli þann 11. apríl 2019.

Þrjátíu ára stjórn­artíð hans einkenndist af grófum mann­rétt­inda­brotum gegn borg­urum landsins vítt og breitt um landið. Stjórn­ar­and­stæð­ingar voru hand­teknir reglu­lega á valda­tíma forsetans og sættu pynd­ingum og annarri illri meðferð. Þá sættu fjöl­miðlar hörðu eftir­liti og fjöl­miðla­fólk var reglu­lega hand­tekið og sett í varð­hald. Mikil átök áttu sér stað í stjórn­artíð hans. Fjöldi fólks lá í valnum í árásum stjórn­ar­hersins í átökum í Suður-Súdan, sem öðlaðist sjálf­stæði árið 2011, og í Darfúr, Suður-Kordofan og Blue Nile. Á endanum fékk almenn­ingur sig fullsaddan á ástandinu.

Mótmælaalda

Mótmæla­alda reið yfir Súdan frá miðjum desember 2018  sem spratt af áralöngum efna­hags­þreng­ingum, stjórn­málakreppum og mann­rétt­inda­brotum. Þá hafa nærri tveggja áratuga­löng átök á milli stjórn­valda og vopn­aðra hópa í Darfúr markað djúp spor í þjóð­arsálina. Almenn­ingur streymdi út á götur landsins og hrópaði slag­orðin; „frelsi, friður og rétt­læti“. Hér var á ferð­inni stærsta uppreisn almenn­ings í Súdan frá vald­aráni hersins sem Omar al-Bashir leiddi í júní 1989.

Í janúar 2019 sameinuðu mótmæla­hreyf­ingar krafta sína undir nafninu, „Liðs­afli um yfir­lýst frelsi og samfé­lags­breyt­ingar“. Samhliða mótmæl­unum fóru víðtæk verk­föll fram, meðal annars setu­verk­föll, þar sem kallað var eftir afsögn ríkis­stjórnar Omar al-Bashir. Rúmlega 2000 mótmæla­að­gerðir fóru fram frá 13. desember 2018 til 31. mars 2019, vítt og breitt um Súdan.

Þrátt fyrir harð­neskju­legar tilraunir stjórn­valda til að bæla niður andóf lét almenn­ingur ekki undan kröfum sínum um frelsi og rétt­læti.

Eftir samfelldar mótmæla­að­gerðir frá desember 2018 snérist herafli landsins á sveif með mótmæl­endum í apríl 2019 og steypti Omar al-Bashir af forseta­stóli. Hundruðum póli­tískra fanga var sleppt úr haldi og fjöl­miðlar fengu aukið frelsi til starfa. Von var vakin meðal borg­ar­anna um samfé­lags­legar umbætur og aukið frelsi.

Viðbrögð stjórnvalda við mótmælaöldu fram til apríl 2019

Stjórn­völd gripu til þess ráðs að loka á aðgang að netinu í öllu landinu þann 20. desember 2018 við upphaf mótmæl­anna en komu því aftur á nokkrum klukku­stundum síðar. Hins vegar var lokað fyrir aðgang að vinsæl­ustu samfé­lags­miðl­unum, Face­book, What­sapp, Twitter og Insta­gram í rúmlega tvo mánuði. Þá fyrir­skipaði ríkis­stjórn landsins tíma­bundna lokun allra ríkis­rek­inna skóla í landinu og í febrúar tóku neyð­arlög gildi sem veitti örygg­is­sveitum landsins víðtæk völd.

Ríkis­stjórn al-Bashir sigaði bæði lögreglu, örygg­is­sveitum og herliði á mótmæl­endur í tilraun sinni til að halda um valdataumana og lágu að minnsta kosti 77 mótmæl­endur í valnum í apríl 2019.

Í skýrslu Amnesty Internati­onal, „They descended on us like rain: Justice for victims og protest crackdown in Sudan“ frá árinu 2019 kemur fram að yfir­völd beittu óhóf­legu valdi, geðþótta­hand­tökum, pynd­ingum og annarri illri meðferð í varð­haldi gegn mótmæl­endum, auk þess að fjöl­margir voru myrtir.

Samkvæmt skýrslu samtak­anna sættu að minnsta 2000 einstak­lingar geðþótta­hand­tökum frá desember 2018 til apríl 2019 og hundruð særðust í ofbeld­is­fullum aðgerðum örygg­is­sveita, vítt og breitt um landið. Örygg­is­sveita­menn notuðu til að mynda oft stór plaströr til að hýða mótmæl­endur í varð­haldi og hótuðu þeim iðulega nauðg­unum og dauða. Þá réðust þeir oft á íbúða­byggðir, ruddust inn á heimili fólks og spítala með byssu­skotum og tára­gasi.

Naji, 33 ára hlaut alvar­lega áverka á vinstri hand­legg og vinstra læri af völdum gúmmíkúlna og tára­g­as­hylkis í janúar 2019. Þrátt fyrir meiðsli var Naji hand­tekinn þar sem hann dvaldi á lækna­stöð. Örygg­is­sveit­ar­menn ruddust inn á lækna­stöðina og beittu tára­gasi þar inni. Naji var færður í varð­hald þar sem hann sætti barsmíðum með plaströrum af hálfu leyni­þjón­ust­unnar og var gert að skríða á köldu kera­mík­gólfi í marga klukku­tíma. Honum var ítrekað hótað lífláti. Naji sætti varð­haldi í 13 daga án þess að hljóta nokkra lækn­is­með­ferð. Sjö aðrir mótmæl­endur sátu í varð­haldi með Naji, þeirra á meðal þrír læknar. Tveir þeirra voru hand­leggs­brotnir eftir barsmíðar örygg­is­sveit­ar­manna. Annar var með opið sár á hend­inni og farinn úr axlarlið.

Þátttaka kvenna

Þá var fjöldi kvenna sem tók þátt í mótmæl­unum beittar kynferð­is­legri áreitni, ofbeldi og nauðg­unum. Konur og stúlkur skipuðu stóran sess í mótmæla­að­gerðum vítt og breitt um landið árið 2019 en þátt­taka þeirra var mest í höfuð­borg­inni.

Sérstök Face­book-síða sem var einungis ætluð konum var með 303.000 meðlimi en hún gegndi miklu­vægu hlut­verki í að safna saman upplýs­ingum og myndum til að bera kennsl á þá sem báru ábyrgð á ofbeld­is­verkum gegn mótmæl­endum af hálfu örygg­is­sveita landsins.

Að minnsta kosti 133 lands­þekktar konur sem sinntu aðgerð­a­starfi voru hand­teknar frá miðjum desember 2018 fram til apríl 2019.

Amnesty Internati­onal ræddi við nokkrar konur sem greindu frá hrylli­legri reynslu af hand­töku og varð­haldsvist. Örygg­is­sveit­ar­menn kölluðu konurnar „vænd­is­konur“, hótuðu þeim nauðgun og áreittu þær kynferð­is­lega.

Herráð við völd frá apríl til ágúst 2019

Í kjölfar þess að herinn tók við völd var sett á lagg­irnar herráð til bráða­birgða sem hélt um valdataumana frá 12. apríl til 17. ágúst 2019. Á því tíma­bili frömdu örygg­is­sveitir landsins, leyni­þjón­ustan, lögregla og hersveitir fjölda mann­rétt­inda­brota.

Þann 3. júní strá­felldu örygg­is­sveitir að minnsta kosti hundrað mótmæl­endur sem tóku þátt í setu­verk­falli og að minnsta kosti 700 einstak­lingar slös­uðust. Hundruð annarra voru færðir í varð­hald, þeirra á meðal börn undir 18 ára, þar sem pynd­ingum og annarri illri meðferð var beitt og að minnsta kosti 20 einstak­lingar sættu þving­uðum manns­hvörfum. Margar konur sættu hópnauðg­unum og annars konar kynferð­isof­beldi. Vitni að atburð­inum stað­festu að rúmlega þúsund hermenn og lögreglu­menn hafi mætti á svæðið og hafið skot­hríð á mótmæl­endur.

Í kjölfar fjölda­morð­anna 3. júní var tján­ingar- og funda­frelsi takmarkað til muna og geðþótta­hand­tökur jukust umtals­vert. Þrír hátt­settir meðlimir Frels­is­hreyf­ingar fólksins voru hand­teknir, ásamt meðlimum í mótmæla­hreyf­ing­unni „Liðs­afli um yfir­lýst frelsi og samfé­lags­breyt­ingar“. Þá voru fundir og samkomur þeirra síðar­nefndu bann­aðar með reglu­legu milli­bili.

Almenn­ingur hélt áfram að mótmæla og þrýsti á herráðið að víkja fyrir bráða­birgða­stjórn. Þann 17. ágúst 2019 undir­rituðu loks herráðið og mótmæla­hreyf­ingin þing­bundna yfir­lýs­ingu og nokkrum dögum síðar var herráðið leyst upp, nýr forsæt­is­ráð­herra tók við embætti og full­valda þing skipað til bráða­birgða. Afráðið var að mynda óháða rann­sókn­ar­nefnd sem fékk það hlut­verk að ýta úr vör ítar­legri rann­sókn á mann­rétt­inda­brot­unum sem framin voru 3. júní.

Enn hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar í Súdan, hvorki fyrir glæpi fortíðar né nýlegri mann­rétt­inda­brot.

 

„Árásin á Nile-götu hófst seinni partinn, við heyrðum skot­hljóðin nálgast. Þegar líða tók á nóttina jókst skot­hríðin. Margir hlupu í áttina til okkar og fjöldi fólks var slas­aður, föt þeirra útötuð í blóði. Það var ljóst að ástandið hafði versnað. Ég tók að mynda atburðina og birta á Face­book í gegnum snjallsímann minn. Þrjár eða fjórar leyniskyttur voru rétt hjá og skutu í áttina að mótmæl­endum í því augnamiði að myrða. Lögregla og örygg­is­sveitir voru vopn­aðir AK-47 byssum og tára­gasi og hlupu á eftir mótmæl­endum. Ég var gripinn af örygg­is­sveit­ar­mönnum sem börðu mig harka­lega í höfuðið, hand­leggina og bakið með prikum og svipum. Þeir börðu mig svo harka­lega í andlitið að ég fann fyrir hrotta­legum sárs­auka og tók að blæða úr hægra auga. Barsmíð­arnar stóðu yfir í næstum tvær klukku­stundir.“

Gasmin, sem tók þátt í mótmæl­unum þann 3. júní 2019 nálægt Al Molam spít­al­anum.

Framfaraskref

Bráða­birgða­stjórnin sem tók við völdum í ágúst 2019 afnam lög um alls­herj­ar­reglu (public order) í lok nóvember sama ár en þar voru meðal annars ákvæði sem takmörkuðu funda- og tján­ing­ar­frelsi, sérstak­lega kvenna. Lögin skertu veru­lega frelsi kvenna þar sem þau veittu lögreglu víðtæk völd til að hand­taka konur fyrir að dansa á opin­berum stöðum, ganga í buxum, selja varning á götum úti eða að ræða við karl­menn þeim óskyldum. Refsing við slíku gat varðað svipu­höggum, sektum og í einstaka tilfellum grýt­ingu til dauða. Afnám þessara laga er fram­fara­skref og ávöxtur bylt­ing­ar­innar sem konur tóku drjúgan þátt í á árunum 2018 og 2019.

Amnesty Internati­onal fagnaði þessu fram­fara­skrefi en skoraði jafn­framt á bráða­birgða­stjórnina að standa undir vænt­ingum almenn­ings um betri framtíð þar sem mann­rétt­indi í landinu eru virt.

Tengt efni