Íran
Hvítum blómum dreift af hlýhug, höfuðslæða fjarlægð gætilega: einföld athöfn sem Yasaman Aryani vogaði sér að standa fyrir í almenningslest í Íran. Þetta var á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2019 og Yasaman, leikkona sem elskar fjallaklifur, storkaði þarna lögum um höfuðslæður í Íran með ögrandi gjörningi.
Góð frétt: Fangelsisdómur Yasaman og móður hennar hefur verið styttur úr 16 árum í 9 ár og 7 mánuði. Baráttunni er þó ekki lokið.
Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman talaði um framtíðarvonir sínar þegar allar konur hefðu frelsi til að velja hverju þær klæðast og þær gætu allar gengið saman „ég án höfuðslæðu og þú með höfuðslæðu“. Þessi viðburður náðist á myndband og fór á flug á internetinu í mars 2019.
Þann 10. apríl 2019 var Yasaman handtekin og henni haldið í einangrun svo dögum skipti á meðan hún var yfirheyrð. Henni var sagt að „játa“ að erlend öfl stæðu að baki aðgerðum hennar og að „iðrast“ gjörða sinna, annars yrðu vinir hennar og fjölskylda einnig handtekin. Þann 30. júlí 2019 fékk hún að vita að hún hefði verið dæmd í 16 ára fangelsi. Hún þarf að afplána að minnsta kosti tíu ár.
Hin grimmilega refsing Yasaman er þáttur í víðtækri aðför gegn konum sem berjast gegn lögum um höfuðslæðu í Íran. Frá árinu 2018 hafa tugir kvenna, þar á meðal móðir Yasaman, Monireh Arabshahi, verið handtekinn. Það má ekki viðgangast að írönsk stjórnvöld ræni Yasaman bestu árum lífs hennar vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast.
Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórnvöld í Íran um að leysa Yasaman án tafar úr haldi.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Marokkó
Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!
Filippseyjar
Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.