Ísland
English version availableÁætlað er að 1,7% einstaklinga á heimsvísu fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni. Breytileikinn er því jafn algengur og að vera með rautt hár. Þetta þýðir einfaldlega að líffræðileg og erfðafræðileg einkenni þessara einstaklinga falla ekki algerlega undir skilgreiningu á dæmigerðum kyneinkennum kvenna eða karla. Sumir þessara einstaklinga fæðast með kyneinkenni sem teljast ekki algjörlega karl- eða kvenkyns, eru sambland af karl- og kvenkyns einkennum, eða eru hvorki karl- né kvenkyns. Margt fólk með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni kýs að kalla sig intersex, aðrir vilja hins vegar ekki nota það hugtak.
Þrátt fyrir að Ísland sé rómað fyrir kynjajafnrétti, en samkvæmt Alþjóðaefnhagsráðinu mælist jöfnuður milli kynjanna hvergi meiri en hérlendis og trónir Ísland í efsta sæti níunda árið í röð, þá eru kynbundnar staðalímyndir og kynbundin mismunun enn við lýði. Afleiðingin er m.a. sú að einstaklingar með ódæmigerð kyneinkenni, sem ekki falla að stöðluðum hugmyndum um líffræðileg einkenni karl- eða kvenkyns líkama, sæta oft mismunun og tilraunum til að laga líkama þeirra að stöðluðum hugmyndum um kynin með skurðaðgerðum og/eða hormónameðferðum.
Í niðurstöðum rannsóknar Amnesty International kemur fram að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.
Þrátt fyrir útskúfun og viðnám þeirra sem neita að viðurkenna tilvist einstaklinga sem falla ekki undir kynjatvíhyggjuna eru intersex aðgerðasinnar tilbúnir að berjast, ekki aðeins fyrir sig sjálfa heldur fyrir komandi kynslóðir. „Ég vil ekki að fólk þurfi að fara í felur eða skammast sín,“ segir Kitty, stofnandi og formaður samtakanna Intersex Ísland. „Ég vil sjá skilning og viðurkenningu á fjölbreytileikanum, að hann sé af hinu góða.“
Saman getum við látið þetta verða að veruleika!
Frumvarp til laga verður lagt fyrir Alþingi á næstunni en lögfesting þess kann að afnema úreltar kröfur um lagalega kynskráningu og tryggja kynrænt sjálfræði fyrir trans fólk. Núverandi frumvarp felur hins vegar ekki í sér ákvæði til verndar intersex börnum gegn skaðlegum og ónauðsynlegum líkamlegum inngripum þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda í stjórnarsáttmála, þar sem segir: „ríkisstjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metnaðarfullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýútkomin tilmæli Evrópuráðsins vegna mannréttinda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstaklingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viðurkenningar, einstaklingar njóti líkamlegrar friðhelgi og jafnréttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum og kyntjáningu.“
Hvetjum íslenska þingmenn og forsætisráðherra til að standa með intersex fólki, bæði fullorðnum og börnum. Gríptu strax til aðgerða og skrifaðu undir ákallið í dag!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Ísrael
Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza.
Aserbaísjan
Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.
Alþjóðlegt
Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Sambía
Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.
Sádi-Arabía
Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu