Marokkó
Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.
Omar Radi er rannsóknarblaðamaður og aðgerðasinni frá Marokkó. Hann er stofnandi og blaðamaður á Le Desk, óháðri marokkóskri fréttasíðu. Hann hefur unnið með ýmsum fréttamiðlum og sérhæft sig í stjórnmálum, meðal annars samskiptum stjórnmálamanna og yfirstéttarfólks í Marokkó og spillingu stjórnvalda.
Omar Radi var yfirheyrður sjö sinnum í Casablanca. Fyrsta yfirheyrslan var þann 25. júní 2020 og stóð sú yfirheyrsla yfir í meira en fimm klukkutíma. Þar var Omar sakaður um að hafa tekið við greiðslum frá erlendum leyniþjónustuaðilum. Hann var yfirheyrður sex sinnum í júlí og í kjölfarið ákærður meðal annars fyrir kynferðislega árás, nauðgun og að grafa undan þjóðaröryggi. Réttarhöldin yfir honum eiga að hefjast 22. september næstkomandi.
Omar hefur áður verið áreittur af stjórnvöldum. Nú síðast þann 17. mars 2020 hlaut hann fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og sekt fyrir að gagnrýna á Twitter þungan dóm sem Hirak El-Rif aðgerðasinnar hlutu.
Skrifaðu undir og hvettu marokkósk stjórnvöld til að fella niður ákærar er varða þjóðaröryggi en rannsaka vel og vandlega ásökun um nauðgun. Krefstu þess að Omar verði látinn laus á meðan réttarhöld standa yfir.
Lestu nánar um stöðu tjáningarfrelsis í Marokkó
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Bretland
Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.
Marokkó
Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!
Filippseyjar
Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.