Marokkó
Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.
Omar Radi er rannsóknarblaðamaður og aðgerðasinni frá Marokkó. Hann er stofnandi og blaðamaður á Le Desk, óháðri marokkóskri fréttasíðu. Hann hefur unnið með ýmsum fréttamiðlum og sérhæft sig í stjórnmálum, meðal annars samskiptum stjórnmálamanna og yfirstéttarfólks í Marokkó og spillingu stjórnvalda.
Omar Radi var yfirheyrður sjö sinnum í Casablanca. Fyrsta yfirheyrslan var þann 25. júní 2020 og stóð sú yfirheyrsla yfir í meira en fimm klukkutíma. Þar var Omar sakaður um að hafa tekið við greiðslum frá erlendum leyniþjónustuaðilum. Hann var yfirheyrður sex sinnum í júlí og í kjölfarið ákærður meðal annars fyrir kynferðislega árás, nauðgun og að grafa undan þjóðaröryggi. Réttarhöldin yfir honum eiga að hefjast 22. september næstkomandi.
Omar hefur áður verið áreittur af stjórnvöldum. Nú síðast þann 17. mars 2020 hlaut hann fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og sekt fyrir að gagnrýna á Twitter þungan dóm sem Hirak El-Rif aðgerðasinnar hlutu.
Skrifaðu undir og hvettu marokkósk stjórnvöld til að fella niður ákærar er varða þjóðaröryggi en rannsaka vel og vandlega ásökun um nauðgun. Krefstu þess að Omar verði látinn laus á meðan réttarhöld standa yfir.
Lestu nánar um stöðu tjáningarfrelsis í Marokkó
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Lýðstjórnarlýðveldið Kongó
Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.
Venesúela
Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.
Gambía
Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.
Ísrael
Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu