Íran
Hvítum blómum dreift af hlýhug, höfuðslæða fjarlægð gætilega: einföld athöfn sem Yasaman Aryani vogaði sér að standa fyrir í almenningslest í Íran. Þetta var á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2019 og Yasaman, leikkona sem elskar fjallaklifur, storkaði þarna lögum um höfuðslæður í Íran með ögrandi gjörningi.
Góð frétt: Fangelsisdómur Yasaman og móður hennar hefur verið styttur úr 16 árum í 9 ár og 7 mánuði. Baráttunni er þó ekki lokið.
Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lestarvagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman talaði um framtíðarvonir sínar þegar allar konur hefðu frelsi til að velja hverju þær klæðast og þær gætu allar gengið saman „ég án höfuðslæðu og þú með höfuðslæðu“. Þessi viðburður náðist á myndband og fór á flug á internetinu í mars 2019.
Þann 10. apríl 2019 var Yasaman handtekin og henni haldið í einangrun svo dögum skipti á meðan hún var yfirheyrð. Henni var sagt að „játa“ að erlend öfl stæðu að baki aðgerðum hennar og að „iðrast“ gjörða sinna, annars yrðu vinir hennar og fjölskylda einnig handtekin. Þann 30. júlí 2019 fékk hún að vita að hún hefði verið dæmd í 16 ára fangelsi. Hún þarf að afplána að minnsta kosti tíu ár.
Hin grimmilega refsing Yasaman er þáttur í víðtækri aðför gegn konum sem berjast gegn lögum um höfuðslæðu í Íran. Frá árinu 2018 hafa tugir kvenna, þar á meðal móðir Yasaman, Monireh Arabshahi, verið handtekinn. Það má ekki viðgangast að írönsk stjórnvöld ræni Yasaman bestu árum lífs hennar vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast.
Skrifaðu undir bréfið og krefðu stjórnvöld í Íran um að leysa Yasaman án tafar úr haldi.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Pólland
Kvenréttindafrömuðurinn Justyna Wydrzyńska fann sig knúna til að aðstoða konu í ofbeldissambandi við þungunarrof. Slík aðstoð er refsiverð samkvæmt lögum í Póllandi. Justyna var sakfelld fyrir að aðstoða við þungunarrof. Dómurinn setur hættulegt fordæmi.
Bandaríkin
Rocky Myers, svartur karlmaður með þroskahömlun, hefur setið í þrjá áratugi á dauðadeild í Alabama fyrir morð. Réttargæslan sem honum var úthlutað var ófullnægjandi og Rocky var sakfelldur í kjölfar vitnisburða sem litaðir voru af mótsögnum og meintum þrýstingi lögreglu.
Ástralía
Pabai frændi og Paul frændi eru leiðtogar frumbyggjasamfélags í nyrsta hluta Ástralíu, á eyjunum í Torres-sundi. Nú eru heimkynni þeirra í hættu vegna loftslagsbreytinga. Verði ekki gripið til aðgerða strax neyðjast eyjabúar í Torres-sundi að flýja heimaslóðir sínar.
Túnis
Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að forseti landsins, Kais Saied, tók öll völd í Túnis hafa mannréttindi verið fótum troðin, ráðist hefur verið gegn tjáningarfrelsinu og sjálfstæði dómstóla skert. Chaima Issa gagnrýndi aðgerðir forsetans og var sett í varðhald í kjölfarið. Hún á yfir höfði sér áratugalangt fangelsi.
Sameinuðu arabísku furstadæmin
Ahmed Mansoor vakti reglulega máls á varðhaldi, pyndingum og óréttlátum réttarhöldum yfir einstaklingum sem gagnrýndu stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nú er hann einn af gagnrýnendum stjórnvalda sem sitja í fangelsi.
Brasilía
Pedro Henrique var aðgerðasinni og talsmaður kynþáttaréttlætis og mannréttinda. Pedro var 31 árs þegar hann var skotinn til bana af hettuklæddum mönnum í desember 2018. Lögreglumennirnir sem grunaðir eru um morðið eru enn starfandi og réttarhöld eru ekki enn hafin. Ana Maria, móðir hans, berst fyrir réttlæti.
Suður-Afríka
Thapelo Mohapi leiðir grasrótarhreyfinguna AbM sem vinnur að efnahagslegum umbótum í lífi fólks í Suður-Afríku og hefur talað gegn spillingu á svæðinu. Frá árinu 2021 hefur hann neyðst til að vera í felum vegna líflátshótana. Árið 2022 voru þrír meðlimir hreyfingarinnar myrtir.
Kirgistan
Rita Karasartova er baráttukona fyrir mannréttindum í Kirgistan. Hún var mótfallin samkomulagi um landamæri sem veitir Úsbekistan stjórn yfir ferskvatnssvæðum. Núna er hún í stofufangelsi og sætir ströngu útgöngubanni. Hún á yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist.
Mjanmar
Maung Sawyeddollah var15 ára þegar hann flúði þjóðernishreinsanir á Róhingjum. Hatursorðræða þar sem hvatt var með beinum hætti til ofbeldis gegn Róhingjum fékk víðtæka dreifingu á Facebook. Hann krefur nú samfélagsmiðilinn um skaðabætur.
Esvatíní
Thulani Maseko helgaði líf sitt fólkinu í Esvatíní, konungsríki þar sem konungsfjölskyldan er einráð og auðug en 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Hann gagnrýndi opinberlega kúgandi lög í landinu og ríkisofbeldi. Hann var skotinn til bana fyrir framan konu sína þann 21. janúar 2023.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu