Egyptaland

Arab­a­vorið, bylgja mótmæla í Miðaust­ur­löndum sem hófst í lok árs 2010, náði til Egypta­lands í janúar 2011 og endaði valdatíð Hosni Mubarak sem hafði stjórnað landinu undir herlögum í 30 ár. Nýr forseti, Mohamed Morsi var svo kosinn í lýðræð­is­legum kosn­ingum árið 2012 en herinn steypti honum af stóli í júlí 2013 í kjölfar bylgju mótmæla gegn umdeildri tilskipun forsetans. Margir Egyptar fögnuðu vald­aráni hersins á meðan aðrir voru ósáttir að lýðræðis­kjörinn forseti væri hrakinn frá völdum.

Vonir um póli­tískar umbætur og samfé­lags­legt rétt­læti í kjölfar Arab­a­vorsins urðu að engu í Egyptlandi þar sem stjórn­völd hafa herjað á andstæð­inga sína. Tján­ing­ar­frelsið er tarkmarkað þar sem það er bein­línis hættu­legt að tjá skoð­anir sem eru andsnúnar stjórn­völdum.

Eftir valdarán hersins

Í kjölfar vald­arán hersins brutust út mótmæli. Í ágúst 2013 voru 900 mótmæl­endur sem studdu Morsi drepnir af hernum og þúsundir særðust. Í sept­ember var, Bræðralag múslíma, stjórn­mála­flokkur Morsi bann­aður, allar eignir gerðar upptækar og þúsundir sem tengdust flokknum voru ákærðir.

Abd el Fattah al-Sisi, hers­höfð­inginn sem steypti Morsi af stóli, var kosinn forseti landsins í maí 2014. Ríkis­stjórn hans hefur haldið áfram að herja á stuðn­ings­fólk Morsi og dæmt hundruð til dauða í ósann­gjörnum hóprétt­ar­höldum. Auk þess hafa hundruð aðgerða­sinnar, mann­rétt­inda­fröm­uðir og lögfræð­ingar verið hand­teknir fyrir að gagn­rýna stjórn­völd. Þvinguð manns­hvörf, þar sem yfir­völd hand­taka fólk án þess að gefa upp hvert er farið með það, eru algeng. Mazen Mohamed Abdallah var aðeins 14 ára þegar hann sætti þvinguðu manns­hvarfi og pynd­ingum í varð­haldi vegna þátt­töku í mótmælum.

Frá árinu 2013 voru auknar árásir af hálfu vopn­aðra hópa í landinu. Stjórn­völd hafa notað þessa ógn sem fyrir­slátt til að brjóta mann­rétt­indi. Í ágúst 2015 var skrifað undir ný harð­neskjuleg hryðju­verkalög sem takmarka tján­ingar-, félaga- og funda­frelsi í landinu. Í apríl 2017 tóku herlög gildi á ný í landinu og voru í gildi til október 2021.

Varðhald fyrir tjáningu

Það sem er skrifað á Face­book gæti valdið einstak­lingum vand­ræðum.

Blaða­maður var hand­tekinn þann 18. mars 2020 fyrir að tjá sig á Face­book-síðu sinni þar sem hann dró í efa opin­berar tölur stjórn­valda í landinu um fjölda smita í kórónu­veirufar­aldr­inum. Honum var haldið á leyni­legum stað án þess að geta átt í samskiptum við umheiminn í tæpan mánuð þar til hann var ákærður fyrir „dreif­ingu falskra frétta“ og „að ganga til liðs við hryðju­verka­samtök“.

Rann­sak­andinn og mastersneminn Ahmed Samir Santawy var dæmdur til fjög­urra ára í fang­elsi fyrir birt­ingu „falskra frétta“ þann 22. júní 2021 af öryggis- og neyð­ar­dóm­stól ríkisins. Sakfell­ingin byggðist einungis á færslum á samfé­lags­miðlum þar sem mann­rétt­inda­brot í egypskum fang­elsum og aðgerðir stjórn­valda í kórónu­veirufar­aldr­inum voru gagn­rýnd en Ahmed hefur neitað því að hafa skrifað þær. Mál hans var í netákalli í apríl 2022.

„Burtséð frá höfundi færsln­anna þá er það brot á tján­ing­ar­frelsinu að refsa fyrir dreif­ingu upplýs­inga sem byggt er á óljósum hugtökum eins og „falskar fréttir“. Tján­ing­ar­frelsið er verndað í stjórn­ar­skrá Egypta­lands og alþjóða­mann­rétt­inda­lögum,”  segir Philip Luther, fram­kvæmda­stjóri rann­sókna í Mið-Aust­ur­löndum og Norður-Afríku hjá Amnesty Internati­onal.

Í Egyptalandi er hættu­legt að gagn­rýna stjórn­völd í fjöl­miðlum.

Mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur, fyrrum þing­maður og leið­togi egypska sósíal­íska demó­krata-flokksins, Zyad el-Elaimy, var hand­tekinn í júní 2019 fyrir sjón­varps­viðtal við arab­íska BBC árið 2017 þar sem hann ræddi fang­els­anir sprottnar af póli­tískum rótum, þvinguð manns­hvörf og pynd­ingar í Egyptalandi. Í mars 2020 var hann dæmdur í eins árs fang­elsi og sekt sem samsvarar um 170 þúsund krónum (20 þúsund egypsk pund) fyrir að „dreifa fölskum fréttum og skapa ótta meðal almenn­ings“. Í nóvember 2021 var hann síðan dæmdur í 5 ára fang­elsi fyrir að „dreifa fölskum réttum til að draga úr þjóðarör­yggi“ vegna pólí­tískra starfa hans. Hann var að lokum leystur úr haldi eftir að hafa setið 40 mánuði í varð­haldi að geðþótta.

Í sumum tilfellum er nóg að tengjast gagn­rýni á stjórn­völd með lang­sóttum hætti.

Mál Moustafa Gamal er dæmi um slíkt en hann hefur sætt varð­haldi frá mars 2018 þrátt fyrir að samkvæmt lögum megi ekki halda fólki lengur en í tvö ár án dóms. Ástæðan fyrir varð­haldi hans er að hann var stað­festur sem stjórn­andi á samfé­lags­síðu söngv­arans Ramy Essam árið 2015, þremur árum áður en söngv­arinn gaf út lag sem gerði háð að al-Sisi forseta landsins en Moustafa kom þó ekki nálægt útgáfu lagsins. Í byrjun maí 2020 var hann sá eini sem var enn í haldi út af laginu eftir að Shady Habash, 24 ára kvik­mynda­gerð­ar­maður, lét lífið í varð­haldi vorið 2020 eftir rúm tvö ár í haldi.

Amnesty Internati­onal telur að lagið hafi ekki falið í sér neina hvatn­ingu til haturs og því er þetta skýrt brot á tján­ing­ar­frelsinu.

 

Árásir á fjölmiðlafólk

Frá því að forseti landsins, Abdel Fattah al-Sisi, tók við völdum hafa árásir gegn fjöl­miðla­fólki farið vaxandi, sérstak­lega ef það er talið styðja Bræðralag múslima en einnig einstak­linga sem gagn­rýna stjórn­völd. Frá 2015 til 2020 hefur að minnsta kosti fimm fjöl­miðlum verið lokað. Yfir­völd hafa í nokkur ár lokað fyrir fjölda vefsíðna. Að minnsta kosti 600 vefsíður, þar á meðal veffréttamiðla eins og BBC og síður mann­rétt­inda­sam­taka voru lokaðar í Egyptalandi í byrjun árs 2022.

Algengt er að fjöl­miðla­fólk sé hand­tekið og sæti ósann­gjörnum rétt­ar­höldum fyrir störf sín í landinu. Árið 2019 voru að minnsta kosti tuttugu blaða­menn hand­teknir fyrir að tjá skoðun sína á frið­sam­legan máta. Á meðal þeirra voru Sayed Abdella og Mohammed Ibrahim sem voru hand­teknir að geðþótta í sept­ember fyrir að birta mynd­bönd og fréttir af mótmælum gegn forset­anum.

Í nóvember 2019 voru Solafa Magdy, Hossam El-Sayed and Mohamed Salah færð í varð­hald vegna rann­sóknar á hryðju­verka­brotum. Hjónin Solafa Magdy og Hossam El-Sayed voru leyst úr haldi eftir 16 mánuði í fang­elsi. Amnesty Internati­onal telur að varð­hald þeirra tengist skrifum þeirra og aðgerðum á samfé­lags­miðlum gegn mann­rétt­inda­brotum. Vorið 2020 voru 37 fjöl­miðla­menn í varð­haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsi sitt. Þar af voru tuttugu þeirra í haldi vegna starfa sinna.

Funda- og félagafrelsi

Fundafrelsi

Í mótmælum gegn stjórn­völdum þann 20. sept­ember 2019 voru 4000 einstak­lingar hand­teknir. Mál 3715 þeirra eru í rann­sókn vegna ákæra um brot tengd hryðju­verkum. Þetta er stærsta glæp­a­rann­sókn sem gerð hefur verið í tengslum við ein mótmæli í Egyptalandi.

Í kjölfar mótmæl­anna var herjað á aðgerða­sinna með hand­tökum, varð­haldi, glæp­a­rann­sóknum, pynd­ingum og annarri illri meðferð. Esraa Abdelfattah, aðgerðasinni og blaða­kona, var í þeim hópi. Henni var rænt af óein­kennisklæddum lögreglu­mönnum og sætti pynd­ingum á ótil­greindum stað. Hún sat í varð­haldi á meðan hún beið rétt­ar­halda fyrir rangar sakargiftir sem tengdust hryðju­verkum.  Sjá nánar ákall um mál hennar. Esraa Abdelfattah var leyst úr haldi þann 17. júlí 2021.

Í sept­ember 2020 voru víða mótmæli í Egyptalandi til að mótmæla lögum og eyði­legg­ingu á óskráðu húsnæði af hálfu stjórn­valda. Til að hindra að mótmælt yrði þann 20. sept­ember til að minnast mótmæl­anna árinu áður voru fjöl­margir einstak­lingar hand­teknir jafnvel þó þeir hefðu engin tengsl við mótmæli.

Samkvæmt heim­ildum Amnesty Internati­onal létust tveir einstak­lingar af völdum óhóf­legrar vald­beit­ingu örygg­is­sveita og að minnsta kosti 459 einstak­lingar voru hand­teknir í herferð stjórn­valda í sept­ember 2020 í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur öll mótmæli. Allt frá 11 ára að aldri upp í 65 ára.

„Yfir­völd hafa enn og aftur beitt ofbeldi og fjölda­hand­tökum til að senda skýr skilaboð um að mótmæli séu ekki liðin. Við köllum á yfir­völd að leysa úr haldi án tafar og skil­yrð­is­laust alla þá einstak­linga sem hafa verið hand­teknir fyrir það eitt að nýta tján­ingar-og funda­frelsið sitt,“ segir Philip Luther yfir­maður rann­sókn­ar­deildar Miðaust­ur­landa hjá Amnesty Internati­onal.

Félagafrelsi

Frjáls félaga­samtök, eins og mann­rétt­inda­samtök og póli­tískir flokkar, hafa lengi átt undir högg að sækja í Egyptalandi.

Lög um frjáls félaga­samtök eru með grimmileg ákvæði þar sem yfir­völd hafa völd til að leysa í sundur mann­rétt­inda­hópa og lögmæt starf­semi frjálsra félaga­sam­taka er refsi­verð. Félaga­samtök mega ekki safna innlendu eða erlendu fjár­magni. Þau mega ekki fram­kvæma og birta rann­sóknir án leyfis stjórn­valda. Einnig er lokað fyrir vefsíður mann­rétt­inda­sam­taka.

Starfs­fólk frjálsra félaga­sam­taka er í stöð­ugri hættu vegna starfa sinna þar sem hægt er að sækja það til saka á grund­velli óljósra ásakana. Starfs­fólk ýmissa samtaka hefur verið sett í ferða­bann, yfir­heyrt, hand­tekið, ákært fyrir hryðju­verk og/eða sætt illri meðferð.

Starf­semi póli­tískra flokka er skert vegna ýmissa takmarkana á starfi þeirra. Fjöl­margir voru hand­teknir árið 2019 vegna póli­tískra starfa, þar af þrír leið­togar póli­tískra flokka í þeim tilgangi að koma í veg fyrir sameig­in­legt framboð flokk­anna í kosn­ingum árið 2020. Nokkrir flokks­með­limir fimm póli­tískra flokka voru hand­teknir haustið 2019 eftir að þeir kölluðu eftir því að yfir­völd virtu rétt þeirra til funda­frelsis.