Egyptaland

Námsmaður ranglega fangelsaður vegna „falsfrétta“

Þann 22. júní árið 2021 var Ahmed Samir Santawy, egypskur meist­ara­nemi og rann­sak­andi við Central European háskólann í Vínar­borg, dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi fyrir að hafa birt svokall­aðar fals­fréttir.

Hann er samviskufangi sem egypsk yfir­völd þurfa að láta lausan tafar­laust og án nokk­urra skil­yrða.

Rann­sóknir Ahmed Samir Santawy snúa að mestu um rétt­indi kvenna og varpa ljósi á sögu Egypta­lands hvað varðar kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi egypskra kvenna.

Stuttu eftir að Ahmed kom frá Vínar­borg, þann 1. febrúar 2021, handtók egypska örygg­is­stofn­unin hann að geðþótta, beitti hann pynd­ingum, illri meðferð, barsmíðum og yfir­heyrði Ahmed um rann­sóknir hans. Hann sætti þvinguðu manns­hvarfi fimm daga.

Hann var svo færður fyrir sérstakt ákæru­vald sem tekur fyrir þjóðarör­ygg­ismál. Þar var farið fram á varð­hald á meðan rann­sókn stæði yfir vegna tilhæfu­lausra hryðju­verka­ásakana gegn honum.

Í maí 2021 hóf ákæru­valdið nýja glæp­a­rann­sókn gegn Ahmed um að dreifa fals­fréttum á samfé­lags­miðlum í þeim tilgangi að grafa undan egypskum yfir­völdum og þjóð­ar­hags­munum og valda óreiðu og usla meðal almenn­ings. Ákæran fellur undir 80. grein (d) egypskra hegn­ing­ar­laga.

Mánuði síðar var hann dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi af neyð­ar­þjóðarör­ygg­is­dóm­stól. Dómurinn byggir á gagn­rýni hans á samfé­lags­miðlum um mann­rétt­inda­brot í egypskum fang­elsum og röngum viðbrögðum yfir­valda við heims­far­aldr­inum sem Ahmed neitar fyrir að hafa skrifað.

Ekki er hægt að áfrýja neyð­ar­dómum sem þessum og einungis forseti Egypta­lands getur fyrir­skipað um að láta Ahmed lausan.

Skrifaðu undir ákall um að forseti Egypta­lands, Abdel Fattah Al-Sisi, felli niður dóminn á hendur Ahmed Samir Santawy og láti hann lausan tafar­laust og án skil­yrða!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísland

Opið bréf Amnesty International til Katrínar Jakobsdóttur

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir alvarlegum áhyggjum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um að frysta fjármögnun til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA).  Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur sem hvetur ríkisstjórn hennar til að styðja störf UNRWA.

Jemen

Yfirvofandi aftaka baráttukonu fyrir mannréttindum

Fatma al-Arwali er 34 ára mannréttindafrömuður sem á nú á hættu að vera tekin af lífi. Hún var dæmd til dauða þann 5. desember 2023 í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda. Skrifaðu undir og þrýstu á yfirvöld Húta að ógilda dauðadóm Fatma al-Arwali og tryggja að hún hljóti sanngjarna málsmeðferð í nýjum réttarhöldum án dauðarefsingar eða að öðrum valkosti verði hún látin laus.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.