Egyptaland

Egyptaland: Blaðakona í haldi sökuð um hryðjuverk

Esraa Abdefattah, aðgerðasinni og blaða­kona, var numin af brott af óein­kennisklæddum lögreglu­mönnum og sætti pynd­ingum á ótil­greindum stað í október 2019. Síðan þá hefur hún sætt ólög­legu varð­haldi fyrir rangar sakargiftir sem tengjast hryðju­verkum. Hún var ein af fjöl­mörgum aðgerða­sinnum sem herjað var á eftir að mótmæli brutust út þann 20. sept­ember 2019. Amnesty Internati­onal skil­greinir hana sem samviskufanga.

Esraa Abdefattah var yfir­heyrð þann 30. ágúst þar sem hún var sökuð um að hafa „gengið til liðs við hryðju­verka­samtök“ og „tekið þátt í að gera samkomulag um að fremja hryðju­verk frá fang­elsinu“. Samkvæmt lögfræð­ingi hennar var hún einnig sökuð um að eiga í samskiptum við einstak­linga utan fang­els­isins í þeim tilgangi að dreifa sögu­sögnum og fölskum fréttum. Esraa segir að ásak­an­irnar séu með öllu tilhæfu­lausar þar sem hún var í engu sambandi við umheiminn frá 10. mars til 22. ágúst þegar lokað var fyrir allar heim­sóknir í fang­elsið vegna kórónu­veirufar­ald­ursins.

Hún hefur áður verið áreitt af stjórn­völdum og var ein af fyrstu mann­rétt­inda­fröm­uðum Egypta­lands sem settir voru í ferða­bann í tengslum við ákvæði í lögum sem banna frjálsum félaga­sam­tökum að taka við erlendu fjár­magni. Henni var meinað um að fara um borð í flugvél á alþjóða­flug­vell­inum í Kaíró í janúar 2015.

Esraa er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ingar- og funda­frelsi sitt!

Skrifaðu undir og krefstu þess að Esraa Abdefattah verði leyst úr haldi án tafar!

Lestu nánar um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Egyptalandi

Esraa Abdefattah var loks leyst úr haldi 17. júlí 2021.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Sádi-Arabía

Hjálparstarfsmaður dæmdur í 20 ára fangelsi vegna háðsádeilu

Abdulrahman al-Sadhan, 41 árs starfsmaður Rauða hálfmánans (systurfélag Rauða krossins), var handtekinn af yfirvöldum á vinnustað sínum í Sádi-Arabíu þann 12. mars 2018. Hann var meðal annars ákærður fyrir „að undirbúa, geyma og senda út efni sem er skaðvænlegt fyrir allsherjarreglu og trúarleg gildi“ vegna háðsádeilu á Twitter.

Sádi-Arabía

Dæmd í 27 ára fangelsi fyrir að styðja réttindi kvenna

Salma al-Shehab er 34 ára gömul baráttukona, fræðikona og tveggja barna móðir frá Sádi-Arabíu. Hún var ákærð vegna friðsamlegrar tjáningar á Twitter (nú X) til stuðnings réttindum kvenna. Hún var dæmd í 27 ára fangelsi ásamt 27 ára ferðabanni að lokinni afplánun. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sýna enga miskunn gagnvart gagnrýni sama hversu meinlaus hún er.  

Sádi-Arabía

Kennari á eftirlaunum hlaut dauðadóm fyrir gagnrýni

Sérstakur sakamáladómstóll í Sádi-Arabíu dæmdi Mohammad bin Nasser al-Ghamdi, 55 ára kennara á eftirlaunum, til dauða þann 9. júlí 2023 fyrir friðsamlegar aðgerðir sínar á Twitter [nú X] og YouTube. Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. Hann var aðeins með tíu fylgjendur á Twitter.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Ekvador

Heimatilbúin sprengja fyrir utan heimili ungs umhverfissinna

Leonela Moncayo er umhverfissinni frá Amazon-skóginum í Ekvador og ein af níu stúlkum sem fóru í mál við stjórnvöld þar í landi og kröfðust lögbanns á gasbruna í nágrenni við heimili þeirra á þeim grundvelli að brotið sé á mannréttindum þeirra. Talið að öryggi stúlknanna níu og fjölskyldna þeirra sé í hættu.

Rússland

Listakona afplánar sjö ára dóm á fanganýlendu fyrir mótmæli

Aleksandra (Sasha) Skochilenko er tónlistar- og listakona frá Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hún var ákærð á grundvelli ritskoðunarlaga og hlaut sjö ára dóm hinn 16. nóvember 2023. Henni er haldið við skelfilegar aðstæður og heilsu hennar hrakar ört. Skrifaðu undir ákallið og kallaðu eftir því að Rússland afnemi ritskoðunarlögin og leysi Aleksöndru skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sætir illri meðferð í fangelsi

Maria Ponomarenko er fjölmiðlakona og tveggja barna móðir sem sætir illri meðferð í fangelsi. Hún deildi skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás rússneskra hersveita á leikhús í Mariupol í mars 2022. Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að rússnesk stjórnvöld leysi Mariu Ponomarenko skilyrðislaust úr haldi án tafar.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.