Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðarör­ygg­islög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skil­grein­ingin á „þjóðarör­yggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tján­ingar-og funda­frelsið og bæla niður alla stjórn­ar­and­stöðu. Nú þegar hafa 118 einstak­lingar verið hand­teknir á grund­velli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Margir af þessum 64 einstak­lingum hafa verið ákærðir fyrir það eitt að kalla slagorð á mótmælum, fyrir ummæli á netinu eða fjöl­miðlum eða fyrir frið­sam­lega póli­tíska baráttu. Meðal sönn­un­ar­gagna í máli yfir­valda gegn þeim hafa verið viðtöl við erlenda fjöl­miðla og bréfa­skrif við erlenda ríkis­er­ind­reka til að sanna að sakborn­ingar „ógni að öllum líkindum þjóðarör­yggi“.

Jimmy Sham Tsz-kit, Gwyneth Ho Kwai-lam og Leung Kwok-hung voru hand­tekin í byrjun janúar 2021 ásamt 52 öðrum einstak­lingum. Af þeim voru 47 sem voru ákærðir í febrúar og aðeins 12 hafa fengið lausn gegn trygg­ingu með ströngum skil­yrðum.

Jimmy sham Tsz-kit hefur lengi barist fyrir póli­tískum málefnum og rétt­inda­málum hinsegin fólks. Hann var í forsvari fyrir Civil Human Rights Front, sem skipu­lagði þrjú stór mótmæli sumarið 2019 með 1-2 millj­ónum þátt­tak­enda.

Gwyneth Ho Kwai-lam er aðgerðasinni og fyrrum fjöl­miðla­kona sem hefur starfað hjá óháðum frétta­net­miðli og BBC.

Leung Kwok-hung, einnig þekktur sem „Long Hair“ hefur lengi barist fyrir vinnu­rétt­indum og er fyrrum formaður stjórn­mála­flokksins, League of Social Democrats.

Í byrjun júlí hafa þremenn­ing­arnir verið í varð­haldi í fjóra mánuði án þess að fá lausn gegn trygg­ingu.

Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórn­völd í Hong Kong leysi þremenn­ingana úr haldi og alla aðra einstak­linga sem hafa verið hand­teknir fyrir að nýta frið­sam­lega rétt sinn til tján­ingar, hætti að ákæra fólk fyrir það eitt að nýta rétt­indi sín og endur­skoði alla löggjöf sem er ekki í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Nánar um þjóðarör­ygg­is­lögin hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.