Hong Kong
Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.
Margir af þessum 64 einstaklingum hafa verið ákærðir fyrir það eitt að kalla slagorð á mótmælum, fyrir ummæli á netinu eða fjölmiðlum eða fyrir friðsamlega pólitíska baráttu. Meðal sönnunargagna í máli yfirvalda gegn þeim hafa verið viðtöl við erlenda fjölmiðla og bréfaskrif við erlenda ríkiserindreka til að sanna að sakborningar „ógni að öllum líkindum þjóðaröryggi“.
Jimmy Sham Tsz-kit, Gwyneth Ho Kwai-lam og Leung Kwok-hung voru handtekin í byrjun janúar 2021 ásamt 52 öðrum einstaklingum. Af þeim voru 47 sem voru ákærðir í febrúar og aðeins 12 hafa fengið lausn gegn tryggingu með ströngum skilyrðum.
Jimmy sham Tsz-kit hefur lengi barist fyrir pólitískum málefnum og réttindamálum hinsegin fólks. Hann var í forsvari fyrir Civil Human Rights Front, sem skipulagði þrjú stór mótmæli sumarið 2019 með 1-2 milljónum þátttakenda.
Gwyneth Ho Kwai-lam er aðgerðasinni og fyrrum fjölmiðlakona sem hefur starfað hjá óháðum fréttanetmiðli og BBC.
Leung Kwok-hung, einnig þekktur sem „Long Hair“ hefur lengi barist fyrir vinnuréttindum og er fyrrum formaður stjórnmálaflokksins, League of Social Democrats.
Í byrjun júlí hafa þremenningarnir verið í varðhaldi í fjóra mánuði án þess að fá lausn gegn tryggingu.
Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórnvöld í Hong Kong leysi þremenningana úr haldi og alla aðra einstaklinga sem hafa verið handteknir fyrir að nýta friðsamlega rétt sinn til tjáningar, hætti að ákæra fólk fyrir það eitt að nýta réttindi sín og endurskoði alla löggjöf sem er ekki í samræmi við alþjóðleg mannréttindalög.
Nánar um þjóðaröryggislögin hér.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ungverjaland
Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu