Hong Kong

64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðarör­ygg­islög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skil­grein­ingin á „þjóðarör­yggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tján­ingar-og funda­frelsið og bæla niður alla stjórn­ar­and­stöðu. Nú þegar hafa 118 einstak­lingar verið hand­teknir á grund­velli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Margir af þessum 64 einstak­lingum hafa verið ákærðir fyrir það eitt að kalla slagorð á mótmælum, fyrir ummæli á netinu eða fjöl­miðlum eða fyrir frið­sam­lega póli­tíska baráttu. Meðal sönn­un­ar­gagna í máli yfir­valda gegn þeim hafa verið viðtöl við erlenda fjöl­miðla og bréfa­skrif við erlenda ríkis­er­ind­reka til að sanna að sakborn­ingar „ógni að öllum líkindum þjóðarör­yggi“.

Jimmy Sham Tsz-kit, Gwyneth Ho Kwai-lam og Leung Kwok-hung voru hand­tekin í byrjun janúar 2021 ásamt 52 öðrum einstak­lingum. Af þeim voru 47 sem voru ákærðir í febrúar og aðeins 12 hafa fengið lausn gegn trygg­ingu með ströngum skil­yrðum.

Jimmy sham Tsz-kit hefur lengi barist fyrir póli­tískum málefnum og rétt­inda­málum hinsegin fólks. Hann var í forsvari fyrir Civil Human Rights Front, sem skipu­lagði þrjú stór mótmæli sumarið 2019 með 1-2 millj­ónum þátt­tak­enda.

Gwyneth Ho Kwai-lam er aðgerðasinni og fyrrum fjöl­miðla­kona sem hefur starfað hjá óháðum frétta­net­miðli og BBC.

Leung Kwok-hung, einnig þekktur sem „Long Hair“ hefur lengi barist fyrir vinnu­rétt­indum og er fyrrum formaður stjórn­mála­flokksins, League of Social Democrats.

Í byrjun júlí hafa þremenn­ing­arnir verið í varð­haldi í fjóra mánuði án þess að fá lausn gegn trygg­ingu.

Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórn­völd í Hong Kong leysi þremenn­ingana úr haldi og alla aðra einstak­linga sem hafa verið hand­teknir fyrir að nýta frið­sam­lega rétt sinn til tján­ingar, hætti að ákæra fólk fyrir það eitt að nýta rétt­indi sín og endur­skoði alla löggjöf sem er ekki í samræmi við alþjóðleg mann­rétt­indalög.

Nánar um þjóðarör­ygg­is­lögin hér.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.