Sokkar fyrir Amnesty 2025

ATH. Forsala hafin. Sokk­arnir verða sendir út frá og með 20. nóvember.

Hafðu áhrif! Tján­ing­ar­frelsið er undir­staða lýðræðis og nauð­syn­legt aðhald fyrir stjórn­völd. Mikil­vægt er að fólk geti tjáð sig ótta­laust og án þvingana eða ólög­mætra afskipta ríkis­valdsins og þannig notið mann­rétt­inda sinna í opnu og sann­gjörnu samfé­lagi.

Hönn­uður: Alex­ander Le Sage De Fontenay

Myndir: Stef­anía Sigurdís 

Sokk­arnir eru fram­leiddir í verk­smiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálf­bærni í fram­leiðslu­ferlinu. Bómullin er form­lega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífs­kjör smábænda og stuðla að umhverf­i­s­vænni bómullar­fram­leiðslu samkvæmt ströngum skil­yrðum. Sokk­arnir eru teygj­an­legir og komu í tveimur stærðum: 36-39 og 40-44.

Allur ágóði af sokka­söl­unni rennur óskiptur til mann­rétt­ind­a­starfs Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Sokk­arnir eru einnig til sölu í eftir­far­andi búðum frá og með 23. nóvember:

  • Andrá Reykjavík
  • Ungfrúin góða
  • Hagkaup: Garðabær, Smáralind, Kringlan og Skeifan
  • Krónan: Akur­eyri, Flata­hraun, Skeifan, Lindir, Mosfellsbær og Selfoss

1 STK.
3.500 kr.

Allar vörur