Bandaríkin

Bandaríkin: Krefstu réttlætis fyrir George Floyd

„Ég næ ekki andanum“ kvað George Floyd á meðan lögreglu­maður kraup yfir honum, þrýsti hné sínu að hálsi hans og neitaði að færa sig af honum í sjö mínútur. „Ég er að deyja!“ sagði George með hend­urnar bundnar fyrir aftan bak.

Þegar lögreglu­mað­urinn loksins fjar­lægði hnéð af hálsi George var hann meðvit­und­ar­laus. George var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurð­aður látinn. George Floyd var óvopn­aður, svartur karl­maður.

Stuttu áður hafði afgreiðslu­maður í matvöru­verslun kallað til lögreglu vegna gruns um að George hafi reynt að greiða vörur með föls­uðum peninga­seðli. George fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Ef lögreglan hefði ekki beitt ólög­mætri vald­beit­ingu væri George enn á lífi.

Dauði George Floyd er birt­ing­ar­mynd gífur­legs ofbeldis og kynþáttam­is­réttis gegn svörtu fólki í Banda­ríkj­unum. Fjöldi sambæri­legra mála hafa átt sér stað undan­farið og má þar nefna morðið á Ahmaud Arbery sem var úti að skokka og morðið á Breonnu Taylor sem var sofandi heima hjá sér þegar lögreglan hóf skot­hríð. Lögreglan fremur fjöldann allan af mann­rétt­inda­brotum gegn minni­hluta­hópum fólks, sérstak­lega gegn svörtum Banda­ríkja­mönnum. Árið 2019 var lögreglan viðriðin yfir eitt þúsund dauðs­föll fólks í Banda­ríkj­unum.

Lögreglu­mönn­unum sem tengjast dauðs­falli George Floyd hefur verið vikið úr starfi en það er ekki nóg til að ná fram rétt­læti. Fjöl­skylda George og nærsam­félag kalla eftir því að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti refs­ingu og að tryggt verði að þetta gerist ekki aftur. Almenn­ingur í Banda­ríkj­unum stendur fyrir víðtækum mótmælum um allt landið og krefst aðgerða en þeim er mætt með kúgun og ofríki lögreglu.

Krefstu þess að yfir­völd í Banda­ríkj­unum sæki til saka þá sem bera ábyrgð á dauða George Floyd og annarra í sambæri­legum málum!

Skrifaðu undir málið núna og sýndu vinum, fjöl­skyldu og samfé­lagi George Floyd samstöðu. #Justicefor­Geor­geFloyd!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.