Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Viku eftir innrásina í Úkraínu, sem var gerð í febrúar 2022, innleiddu rúss­nesk stjórn­völd ritskoð­un­arlög í þeim tilgangi að gera mótmæli gegn innrás­inni refsi­verð. Nú, tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fang­els­is­dóma fyrir frið­sam­legt andóf gegn stríðinu. Rúss­land verður að afnema þessi ósann­gjörnu lög án tafar og leysa þau öll úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar gegn stríðinu.

Hvert er vanda­málið?

Samkvæmt ritskoð­un­ar­lög­unum er refsi­vert „að dreifa fals­fréttum“ og „að koma óorði á rúss­neska herinn“ (greinar 207.3 og 280.3 í hegn­ing­ar­lögum) en við því getur legið allt að 15 ára fang­els­is­dómur. Enda þótt lítið rými hafi verið fyrir frið­samleg mótmæli og tján­ing­ar­frelsi áður en Rúss­land réðst inn í Úkraínu, þá skerða lögin nú enn frekar tján­ing­ar­frelsið með því að þagga niður í öllum andófs­röddum gegn stríðinu.

Svona er birt­ing­ar­mynd ritskoð­un­ar­laga um hernað í Rússlandi: lista­konan Aleks­andra Skochi­lenko hlaut sjö ára fang­els­isdóm fyrir að skipta verð­miðum út í stór­markaði fyrir skilaboð gegn stríðinu. Aleksei Gorinov, sveita­stjórn­ar­full­trúi í stjórn­ar­and­stöðu, fordæmdi það sem stjórn­völd í Kremlín kölluðu „sérstaka hern­að­ar­að­gerð í Úkraínu“ og kallaði það þess í stað „stríð“. Fyrir það var hann var dæmdur í sjö ára fang­elsi. Fjöl­miðla­konan og móðir tveggja barna, Maria Ponom­ar­enko, afplánar sex ára fang­els­isdóm fyrir að deila skila­boðum á samskiptamiðl­inum Telegram um sprengju­árás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu. Fjöldi fólks um allt Rúss­land hefur verið fang­elsað fyrir frið­samleg mótmæli gegn stríðinu.

Þrátt fyrir harðar refs­ingar heldur fólk áfram að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Stjórn­völd í Rússlandi eru aftur á móti ákveðin í að berja allt andóf niður að fullu. Árið 2023 jókst bæði fjöldi og tíma­lengd fang­els­is­dóma fyrir samfé­lags­miðla­færslur gegn stríðinu. Árið 2024 samþykkti rúss­neska þingið að leyfa upptöku á eigum þeirra sem sæta ákæru á grund­velli ritskoð­un­ar­lag­anna.

Rúss­nesku ritskoð­un­ar­lögin brjóta gegn mann­rétt­indum. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla frið­sam­lega stríðinu gegn Úkraínu.

Krefstu þess að rúss­nesk stjórn­völd afnemi ritskoð­un­ar­lögin skil­yrð­is­laust, án tafar og leysi öll þau úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir það eitt að mótmæla frið­sam­lega stríðinu.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.