Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Viku eftir innrásina í Úkraínu, sem var gerð í febrúar 2022, innleiddu rúss­nesk stjórn­völd ritskoð­un­arlög í þeim tilgangi að gera mótmæli gegn innrás­inni refsi­verð. Nú, tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fang­els­is­dóma fyrir frið­sam­legt andóf gegn stríðinu. Rúss­land verður að afnema þessi ósann­gjörnu lög án tafar og leysa þau öll úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar gegn stríðinu.

Hvert er vanda­málið?

Samkvæmt ritskoð­un­ar­lög­unum er refsi­vert „að dreifa fals­fréttum“ og „að koma óorði á rúss­neska herinn“ (greinar 207.3 og 280.3 í hegn­ing­ar­lögum) en við því getur legið allt að 15 ára fang­els­is­dómur. Enda þótt lítið rými hafi verið fyrir frið­samleg mótmæli og tján­ing­ar­frelsi áður en Rúss­land réðst inn í Úkraínu, þá skerða lögin nú enn frekar tján­ing­ar­frelsið með því að þagga niður í öllum andófs­röddum gegn stríðinu.

Svona er birt­ing­ar­mynd ritskoð­un­ar­laga um hernað í Rússlandi: lista­konan Aleks­andra Skochi­lenko hlaut sjö ára fang­els­isdóm fyrir að skipta verð­miðum út í stór­markaði fyrir skilaboð gegn stríðinu. Aleksei Gorinov, sveita­stjórn­ar­full­trúi í stjórn­ar­and­stöðu, fordæmdi það sem stjórn­völd í Kremlín kölluðu „sérstaka hern­að­ar­að­gerð í Úkraínu“ og kallaði það þess í stað „stríð“. Fyrir það var hann var dæmdur í sjö ára fang­elsi. Fjöl­miðla­konan og móðir tveggja barna, Maria Ponom­ar­enko, afplánar sex ára fang­els­isdóm fyrir að deila skila­boðum á samskiptamiðl­inum Telegram um sprengju­árás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu. Fjöldi fólks um allt Rúss­land hefur verið fang­elsað fyrir frið­samleg mótmæli gegn stríðinu.

Þrátt fyrir harðar refs­ingar heldur fólk áfram að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Stjórn­völd í Rússlandi eru aftur á móti ákveðin í að berja allt andóf niður að fullu. Árið 2023 jókst bæði fjöldi og tíma­lengd fang­els­is­dóma fyrir samfé­lags­miðla­færslur gegn stríðinu. Árið 2024 samþykkti rúss­neska þingið að leyfa upptöku á eigum þeirra sem sæta ákæru á grund­velli ritskoð­un­ar­lag­anna.

Rúss­nesku ritskoð­un­ar­lögin brjóta gegn mann­rétt­indum. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla frið­sam­lega stríðinu gegn Úkraínu.

Krefstu þess að rúss­nesk stjórn­völd afnemi ritskoð­un­ar­lögin skil­yrð­is­laust, án tafar og leysi öll þau úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir það eitt að mótmæla frið­sam­lega stríðinu.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.