Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Viku eftir innrásina í Úkraínu, sem var gerð í febrúar 2022, innleiddu rúss­nesk stjórn­völd ritskoð­un­arlög í þeim tilgangi að gera mótmæli gegn innrás­inni refsi­verð. Nú, tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fang­els­is­dóma fyrir frið­sam­legt andóf gegn stríðinu. Rúss­land verður að afnema þessi ósann­gjörnu lög án tafar og leysa þau öll úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar gegn stríðinu.

Hvert er vanda­málið?

Samkvæmt ritskoð­un­ar­lög­unum er refsi­vert „að dreifa fals­fréttum“ og „að koma óorði á rúss­neska herinn“ (greinar 207.3 og 280.3 í hegn­ing­ar­lögum) en við því getur legið allt að 15 ára fang­els­is­dómur. Enda þótt lítið rými hafi verið fyrir frið­samleg mótmæli og tján­ing­ar­frelsi áður en Rúss­land réðst inn í Úkraínu, þá skerða lögin nú enn frekar tján­ing­ar­frelsið með því að þagga niður í öllum andófs­röddum gegn stríðinu.

Svona er birt­ing­ar­mynd ritskoð­un­ar­laga um hernað í Rússlandi: lista­konan Aleks­andra Skochi­lenko hlaut sjö ára fang­els­isdóm fyrir að skipta verð­miðum út í stór­markaði fyrir skilaboð gegn stríðinu. Aleksei Gorinov, sveita­stjórn­ar­full­trúi í stjórn­ar­and­stöðu, fordæmdi það sem stjórn­völd í Kremlín kölluðu „sérstaka hern­að­ar­að­gerð í Úkraínu“ og kallaði það þess í stað „stríð“. Fyrir það var hann var dæmdur í sjö ára fang­elsi. Fjöl­miðla­konan og móðir tveggja barna, Maria Ponom­ar­enko, afplánar sex ára fang­els­isdóm fyrir að deila skila­boðum á samskiptamiðl­inum Telegram um sprengju­árás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu. Fjöldi fólks um allt Rúss­land hefur verið fang­elsað fyrir frið­samleg mótmæli gegn stríðinu.

Þrátt fyrir harðar refs­ingar heldur fólk áfram að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Stjórn­völd í Rússlandi eru aftur á móti ákveðin í að berja allt andóf niður að fullu. Árið 2023 jókst bæði fjöldi og tíma­lengd fang­els­is­dóma fyrir samfé­lags­miðla­færslur gegn stríðinu. Árið 2024 samþykkti rúss­neska þingið að leyfa upptöku á eigum þeirra sem sæta ákæru á grund­velli ritskoð­un­ar­lag­anna.

Rúss­nesku ritskoð­un­ar­lögin brjóta gegn mann­rétt­indum. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla frið­sam­lega stríðinu gegn Úkraínu.

Krefstu þess að rúss­nesk stjórn­völd afnemi ritskoð­un­ar­lögin skil­yrð­is­laust, án tafar og leysi öll þau úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir það eitt að mótmæla frið­sam­lega stríðinu.

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísrael

Stöðva þarf hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið (e. genocide). Í nýrri skýrslu Amnesty International, „You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palestinians in Gaza, er sýnt fram á að um hópmorð er að ræða á Palestínubúum á Gaza. 

Aserbaísjan

Leysið fjölmiðlafólk og aðgerðasinna úr haldi

Aðförin að borgaralegu rými í Aserbaísjan í aðdraganda COP29 hefur í för með sér að réttlæti í loftslagsmálum nái ekki fram að ganga. Skrifaðu undir og sýndu samstöðu með aðgerðasinnum og fjölmiðlafólki sem hafa hlotið refsingu fyrir að draga stjórnvöld sín til ábyrgðar.

Alþjóðlegt

Stöðvum drápsvélmenni

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu. Ákvarðanir sem snúast um líf og dauða ættu ekki að vera teknar af vélmennum. Hvetjum þjóðarleiðtoga heims til samningaviðræðna um ný alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Sambía

Læknir sóttur til saka fyrir samkynhneigð

Suwilanji Situmbeko læknir var sóttur til saka fyrir samkynhneigð og dæmdur í 15 ára fangelsi ásamt erfiðisvinnu. Skrifaðu undir ákall um að Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þrýsti á sambísk stjórnvöld um að ógilda dóminn yfir Suwilanji Situmbeko og láta hann lausan tafarlaust og án skilyrða.

Sádi-Arabía

Ísland beiti sér gegn skelfilegum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu

Yfirvöld í Sádi-Arabíu leggja allt kapp á að þagga niður í gagnrýnisröddum í landinu. Samfélagsmiðlafærsla þar sem kallað er eftir umbótum í mannréttindamálum eða yfirvöld gagnrýnd getur ein og sér leitt til ferðabanns, fangelsisvistar svo áratugum skiptir eða jafnvel dauðadóms.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.