Rússland
Viku eftir innrásina í Úkraínu, sem var gerð í febrúar 2022, innleiddu rússnesk stjórnvöld ritskoðunarlög í þeim tilgangi að gera mótmæli gegn innrásinni refsiverð. Nú, tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fangelsisdóma fyrir friðsamlegt andóf gegn stríðinu. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa þau öll úr haldi sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu.
Hvert er vandamálið?
Samkvæmt ritskoðunarlögunum er refsivert „að dreifa falsfréttum“ og „að koma óorði á rússneska herinn“ (greinar 207.3 og 280.3 í hegningarlögum) en við því getur legið allt að 15 ára fangelsisdómur. Enda þótt lítið rými hafi verið fyrir friðsamleg mótmæli og tjáningarfrelsi áður en Rússland réðst inn í Úkraínu, þá skerða lögin nú enn frekar tjáningarfrelsið með því að þagga niður í öllum andófsröddum gegn stríðinu.
Svona er birtingarmynd ritskoðunarlaga um hernað í Rússlandi: listakonan Aleksandra Skochilenko hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir að skipta verðmiðum út í stórmarkaði fyrir skilaboð gegn stríðinu. Aleksei Gorinov, sveitastjórnarfulltrúi í stjórnarandstöðu, fordæmdi það sem stjórnvöld í Kremlín kölluðu „sérstaka hernaðaraðgerð í Úkraínu“ og kallaði það þess í stað „stríð“. Fyrir það var hann var dæmdur í sjö ára fangelsi. Fjölmiðlakonan og móðir tveggja barna, Maria Ponomarenko, afplánar sex ára fangelsisdóm fyrir að deila skilaboðum á samskiptamiðlinum Telegram um sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í Úkraínu. Fjöldi fólks um allt Rússland hefur verið fangelsað fyrir friðsamleg mótmæli gegn stríðinu.
Þrátt fyrir harðar refsingar heldur fólk áfram að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi eru aftur á móti ákveðin í að berja allt andóf niður að fullu. Árið 2023 jókst bæði fjöldi og tímalengd fangelsisdóma fyrir samfélagsmiðlafærslur gegn stríðinu. Árið 2024 samþykkti rússneska þingið að leyfa upptöku á eigum þeirra sem sæta ákæru á grundvelli ritskoðunarlaganna.
Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.
Krefstu þess að rússnesk stjórnvöld afnemi ritskoðunarlögin skilyrðislaust, án tafar og leysi öll þau úr haldi sem eru fangelsuð fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega stríðinu.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Esvatíní
Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þingmenn og baráttumenn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru handteknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkisvaldsins og kalla eftir úrbótum á stjórnarskránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grundvelli kúgandi laga gegn hryðjuverkum og uppreisnaráróðri.
Bretland
Friðsamir mótmælendur voru handteknir á Bretlandi fyrir að mótmæla banni við Palestine Action-aðgerðahópnum sem tók gildi 5. júlí 2025. Í ágúst voru rúmlega 700 mótmælendur handteknir í London og víðar um Bretland. Til viðbótar voru 857 mótmælendur handteknir í London á einum degi, þann 6. september.
Ísrael
Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan þá.
Hong Kong
Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátttakandi í mótmælahreyfingu sem kennd var við regnhlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frumvarpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019. Chow er í fangelsi fyrir að nýta tjáningar- og fundafrelsið með friðsamlegum hætti. Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm.
Fílabeinsströndin
Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.
Rússland
Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.
Haítí
Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu