Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstak­lingar hafa verið hand­teknir í Bangla­dess frá árinu 2018 á grund­velli laga um staf­rænt öryggi (DSA, Digital Secu­rity ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar á netinu.

Þessum lögum er beitt með kúgandi hætti til að hand­taka einstak­linga sem nota samfé­lags­miðla til að gagn­rýna stjórn­völd, opin­bert starfs­fólk og valda­mikið fólk.

Fjöldi fjöl­miðla­fólks hefur verið kært á grund­velli þessara laga frá janúar 2019 fram til maí 2021, þar af hafa 39 einstak­lingar verið hand­teknir. Lögin um staf­rænt öryggi voru samþykkt árið 2018 en í þeim eru óljós ákvæði sem gera áður löglegar tján­ing­ar­leiðir ólög­mætar.

Einstak­lingar í haldi hafa sætt fjölda mann­rétt­inda­brota fyrir það eitt að nýta rétt sinn til tján­ingar. Þar með talin þvinguð mann­hvörf, einangr­un­ar­vist og pynd­ingar .

Í febrúar á þessu ári lést rithöf­undur sem hafði verið fang­els­aður. Honum var haldið í fang­elsi í tíu mánuði án rétt­ar­halda fyrir að gagn­rýna viðbrögð stjórn­valda við kórónu­veirufar­aldr­inum,

Sérstakir skýrslu­gjafar Sameinuðu þjóð­anna um tján­ing­ar­frelsi og stöðu baráttu­fólks fyrir mann­rétt­indum hafa bent á að skil­greining á tján­ingu er óljós í lögunum um staf­rænt öryggi sem gera stjórn­völdum kleift að refsa fólki með órétt­mætum hætti fyrir persónu­legar skoð­anir.

Samkvæmt lögunum eru meið­yrði ólögleg og einstak­lingar geta átt yfir höfði sér lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir t.d. gagn­rýni á forseta landsins. Ríkis­lög­reglan hefur nýtt sér lögin til að fang­elsa þá sem birta gagn­rýni gegn stjórn­völdum á samfé­lags­miðlum.

Það er kvíða­þrungið andrúms­loft í Bangla­dess þar sem fólk getur átt á hættu að vera hand­tekið vegna skoðana sinna.

Bregstu við og krefstu þess að forsæt­is­ráð­herra Bangla­dess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endur­bæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagn­rýn­is­röddum.

Lestu meira í skýrslu Amnesty Internati­onal „NO SPACE FOR DISSENT”

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Alþjóðlegt

Stöðvið misbeitingu kylfa

Um heim allan þagga stjórnvöld niður í mótmælendum með lögreglukylfum. Kylfurnar eru notaðar sem þöggunartól. Rannsóknir Amnesty sýna að kylfur eru notaðar í refsingarskyni. Þær eru notaðar til að berja fólk sem haldið er niðri. Þær eru notaðar til að berja háls og höfuð. Þær eru notaðar til að beita kynferðislegt ofbeldi og pyndingum. Þetta verður að stöðva. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld styðji gerð alþjóðlegs og skuldbindandi samnings um viðskipti með lögregluvopn og búnað sem eru notuð til að beita pyndingum.

Bandaríkin

Vernda þarf mannréttindi í Afganistan

Aðgerðir stjórnar Bidens til að vernda mannréttindi í Afganistan í kjölfar yfirtöku Talíbana í Kabúl eru ófullnægjandi. Hvíta húsið verður að gera meira til að tryggja flutning baráttufólks fyrir mannréttindum, aðgerðasinna sem berjast fyrir kvenréttindum og fjölmiðlafólks úr landi. Aðgerðaleysi kostar mannslíf!

Kúba

Leysið friðsama mótmælendur úr haldi

Þúsundir komu saman þann 11. júlí á Kúbu til að mótmæla ríkisstjórninni vegna efnahagsástandsins, skorts á lyfjum, og almennra takmarkana á tjáningarfrelsinu. Mögulega eru hundruð mótmælenda í fangelsi og ríkið þaggar niður í gagnrýnisröddum með fjölda ákæra. Krefjumst þess að friðsamir mótmælendur verði leystir umsvifalaust úr haldi án skilyrða.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.