Ísland

COP26: Íslensk stjórnvöld verða að grípa til aðgerða

Lofts­lags­váin er aðför að mann­rétt­indum. Brýnt er að ríki á COP26  ráðstefn­unni grípi strax til aðgerða til verndar mann­rétt­indum.

Nú þegar má sjá hræði­legar afleið­ingar loft­lags­váar á mörgum stöðum í heim­inum. Madaga­skar er á barmi þess að upplifa fyrstu hung­urs­neyð heimsins af völdum lofts­lags­breyt­inga, hita­stig í Jacobabad í Pakistan fer reglu­lega yfir 50° c sem er talið ólíft fyrir mann­eskjuröfgar í veður­fari verða tíðari og vara lengur. 

Skrifaðu undir ákall til íslenskra stjórn­valda

 

Kröfur til íslenskra stjórn­valda eru eftir­far­andi:

  • Að ríki leggi sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að hita­stig jarðar hækki umfram 1,5 gráðu! Ríkis­stjórnin verður að leggja fram nýja eða betr­um­bætta aðgerða­áætlun um samdrátt í losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, svokölluð landsákvörðuð framlög (e. Nati­onally Determ­ined Contri­butions – NDC’s) í þeim tilgangi að draga úr meðal­hækkun hita­stigs jarðar með tilliti til getu ríkisins og ábyrgð á lofts­lags­vánni.

 

  • Að auka fjár­framlög í lofts­lags­málum og þannig leggja sitt af mörkum um þau áform að það safnist að minnsta kosti 100 millj­arðar dollara (USD) á ári í sameig­in­legan sjóð í formi styrkja frekar en lána. Mann­rétt­indi og rétt­læti eru í húfi fyrir viðkvæm­ustu samfé­lögin í heim­inum sem hafa lítið sem ekkert gert til að valda lofts­lags­breyt­ingum en eru fyrst til að finna fyrir harka­legum afleið­ingum þeirra.

 

  • Að fallast á nýja tilhögun, sem fjár­mögnuð er með auka­fjár­veit­ingu, til að auðugri ríki greiði sann­gjarnar skaða­bætur og styðja við og bæta fólki mann­rétt­inda­brotin sem það hefur sætt vegna lofts­lags­vá­ar­innar.

 

  • Að draga úr notkun jarð­efna­eldsneytis í stað þess að treysta á mótvægisað­gerðir sem einungis fresta lofts­lags­að­gerðum og kunna að hafa neikvæð áhrif á mann­rétt­indi. Ríki heims verða að hafna öllu fjöl­þjóð­legu fyrir­komu­lagi í kolefnisvið­skiptum sem ekki leiða til raun­veru­legs samdráttar í kolefn­is­losun og taka ekki tillit til vernd­unar mann­rétt­inda.

 

  • Að innleiða nýja aðgerða­áætlun (e. Action for Climate Empower­ment (ACE) Work Programme) um fræðslu, þátt­töku og aðgang almenn­ings að upplýs­ingum um áhrif lofts­lags­breyt­inga, sem styður við skil­virka innleið­ingu á mann­rétt­inda­mið­aðri stefnu í lofts­lags­málum.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.