Ísland

COP26: Íslensk stjórnvöld verða að grípa til aðgerða

Lofts­lags­váin er aðför að mann­rétt­indum. Brýnt er að ríki á COP26  ráðstefn­unni grípi strax til aðgerða til verndar mann­rétt­indum.

Nú þegar má sjá hræði­legar afleið­ingar loft­lags­váar á mörgum stöðum í heim­inum. Madaga­skar er á barmi þess að upplifa fyrstu hung­urs­neyð heimsins af völdum lofts­lags­breyt­inga, hita­stig í Jacobabad í Pakistan fer reglu­lega yfir 50° c sem er talið ólíft fyrir mann­eskjuröfgar í veður­fari verða tíðari og vara lengur. 

Skrifaðu undir ákall til íslenskra stjórn­valda

 

Kröfur til íslenskra stjórn­valda eru eftir­far­andi:

  • Að ríki leggi sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að hita­stig jarðar hækki umfram 1,5 gráðu! Ríkis­stjórnin verður að leggja fram nýja eða betr­um­bætta aðgerða­áætlun um samdrátt í losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, svokölluð landsákvörðuð framlög (e. Nati­onally Determ­ined Contri­butions – NDC’s) í þeim tilgangi að draga úr meðal­hækkun hita­stigs jarðar með tilliti til getu ríkisins og ábyrgð á lofts­lags­vánni.

 

  • Að auka fjár­framlög í lofts­lags­málum og þannig leggja sitt af mörkum um þau áform að það safnist að minnsta kosti 100 millj­arðar dollara (USD) á ári í sameig­in­legan sjóð í formi styrkja frekar en lána. Mann­rétt­indi og rétt­læti eru í húfi fyrir viðkvæm­ustu samfé­lögin í heim­inum sem hafa lítið sem ekkert gert til að valda lofts­lags­breyt­ingum en eru fyrst til að finna fyrir harka­legum afleið­ingum þeirra.

 

  • Að fallast á nýja tilhögun, sem fjár­mögnuð er með auka­fjár­veit­ingu, til að auðugri ríki greiði sann­gjarnar skaða­bætur og styðja við og bæta fólki mann­rétt­inda­brotin sem það hefur sætt vegna lofts­lags­vá­ar­innar.

 

  • Að draga úr notkun jarð­efna­eldsneytis í stað þess að treysta á mótvægisað­gerðir sem einungis fresta lofts­lags­að­gerðum og kunna að hafa neikvæð áhrif á mann­rétt­indi. Ríki heims verða að hafna öllu fjöl­þjóð­legu fyrir­komu­lagi í kolefnisvið­skiptum sem ekki leiða til raun­veru­legs samdráttar í kolefn­is­losun og taka ekki tillit til vernd­unar mann­rétt­inda.

 

  • Að innleiða nýja aðgerða­áætlun (e. Action for Climate Empower­ment (ACE) Work Programme) um fræðslu, þátt­töku og aðgang almenn­ings að upplýs­ingum um áhrif lofts­lags­breyt­inga, sem styður við skil­virka innleið­ingu á mann­rétt­inda­mið­aðri stefnu í lofts­lags­málum.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.