Ísland

COP26: Íslensk stjórnvöld verða að grípa til aðgerða

Lofts­lags­váin er aðför að mann­rétt­indum. Brýnt er að ríki á COP26  ráðstefn­unni grípi strax til aðgerða til verndar mann­rétt­indum.

Nú þegar má sjá hræði­legar afleið­ingar loft­lags­váar á mörgum stöðum í heim­inum. Madaga­skar er á barmi þess að upplifa fyrstu hung­urs­neyð heimsins af völdum lofts­lags­breyt­inga, hita­stig í Jacobabad í Pakistan fer reglu­lega yfir 50° c sem er talið ólíft fyrir mann­eskjuröfgar í veður­fari verða tíðari og vara lengur. 

Skrifaðu undir ákall til íslenskra stjórn­valda

 

Kröfur til íslenskra stjórn­valda eru eftir­far­andi:

  • Að ríki leggi sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að hita­stig jarðar hækki umfram 1,5 gráðu! Ríkis­stjórnin verður að leggja fram nýja eða betr­um­bætta aðgerða­áætlun um samdrátt í losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda, svokölluð landsákvörðuð framlög (e. Nati­onally Determ­ined Contri­butions – NDC’s) í þeim tilgangi að draga úr meðal­hækkun hita­stigs jarðar með tilliti til getu ríkisins og ábyrgð á lofts­lags­vánni.

 

  • Að auka fjár­framlög í lofts­lags­málum og þannig leggja sitt af mörkum um þau áform að það safnist að minnsta kosti 100 millj­arðar dollara (USD) á ári í sameig­in­legan sjóð í formi styrkja frekar en lána. Mann­rétt­indi og rétt­læti eru í húfi fyrir viðkvæm­ustu samfé­lögin í heim­inum sem hafa lítið sem ekkert gert til að valda lofts­lags­breyt­ingum en eru fyrst til að finna fyrir harka­legum afleið­ingum þeirra.

 

  • Að fallast á nýja tilhögun, sem fjár­mögnuð er með auka­fjár­veit­ingu, til að auðugri ríki greiði sann­gjarnar skaða­bætur og styðja við og bæta fólki mann­rétt­inda­brotin sem það hefur sætt vegna lofts­lags­vá­ar­innar.

 

  • Að draga úr notkun jarð­efna­eldsneytis í stað þess að treysta á mótvægisað­gerðir sem einungis fresta lofts­lags­að­gerðum og kunna að hafa neikvæð áhrif á mann­rétt­indi. Ríki heims verða að hafna öllu fjöl­þjóð­legu fyrir­komu­lagi í kolefnisvið­skiptum sem ekki leiða til raun­veru­legs samdráttar í kolefn­is­losun og taka ekki tillit til vernd­unar mann­rétt­inda.

 

  • Að innleiða nýja aðgerða­áætlun (e. Action for Climate Empower­ment (ACE) Work Programme) um fræðslu, þátt­töku og aðgang almenn­ings að upplýs­ingum um áhrif lofts­lags­breyt­inga, sem styður við skil­virka innleið­ingu á mann­rétt­inda­mið­aðri stefnu í lofts­lags­málum.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.

Kína

Fjöldahandtökur í Xinjiang

Í Xinjiang, sem er kínverskt sjálfstjórnarhérað Úígúra, eru að minnsta kosti 120 einstaklingar úr múslímskum minnihlutahópum í fangelsi án réttlátrar málsmeðferðar eða í fangabúðum. Skrifaðu undir og krefstu þess að kínversk stjórnvöld leysi þennan hóp fólks í Xinjiang-héraði úr haldi.

Sri Lanka

Stöðvum aðför að friðsömum mótmælendum í Srí Lanka

Á meðan efnahagskreppa og erfiðleikar dynja yfir Srí Lanka hafa yfirvöld þar í landi beitt harkalegum aðgerðum gegn mótmælum og skrímslavætt mótmælendur. Ranil Wickremesinghe, forseti Sri Lanka, verður samstundis að hætta að kúga, ógna og refsa friðsömum mótmælendum.

Rússland

Mannréttindalögfræðingar sviptir málflutningsleyfi

Rússnesk yfirvöld afturkölluðu málflutningsleyfi Lilya Gemedzhi, Rustem Kyamilev og Nazim Sheikhmambetov í refsingarskyni vegna mannréttindastarfa lögfræðinganna í þágu aðgerðasinna af þjóðarbroti Tatara á Krímskaganum. Skrifaðu undir ákall um að svipting málflutningsleyfi þeirra verði afturkölluð.

Bandaríkin

Bandaríkin: Verndið réttinn til þungunarrofs

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur snúið við fordæmi dóms sem verndaði réttinn til þungunarrofs í landinu. Krefjumst þess að ríkisstjórar í öllum ríkjum Bandaríkjanna komi í veg fyrir þungunarrofsbann og verndi réttinn til þungunarrofs. 

Katar

Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandverkafólks

Fyrir tilstuðlan farandverkafólks getur draumur Katar um að halda heimsmeistaramótið í fótbolta orðið að veruleika. FIFA ber skylda til að bregðast við og nota áhrif sín til að hvetja Katar til að vernda farandverkafólk. Þrátt fyrir að einhver árangur hefur náðst er enn langt í land. Krefjumst þess að FIFA gefi Katar rauða spjaldið fyrir misbeitingu farandsverkafólks!

Rússland

Stöðvið árásina og verndið almenning í Úkraínu

Hörmungar og mannréttindaneyð dynur á Úkraínubúum. Nú þegar hafa fullorðnir og börn látið lífið og líf fleiri þúsunda eru í hættu. Krefstu þess að rússnesk yfirvöld stöðvi þessa árás og verndi almenna borgara núna strax!

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.