Rúanda

Dóttir prests í útlegð handtekin að geðþótta

Jackie Umuhoza var hand­tekin að morgni dags þann 27. nóvember 2019 í Kígali í Rúanda. Þegar fjöl­skylda hennar og vinir vöktu athygli á hvarfi Jackie á samfé­lags­miðlum daginn eftir stað­festi rann­sókn­ar­skrif­stofa Rúanda hand­töku hennar í tísti á Twitter. Ástæða hand­tök­unnar var sögð grunur um landráð og njósnir. Jackie er enn í haldi og hefur mál hennar ekki enn farið fyrir dóm.

Jackie Umuhoza er dóttir Deo Nyirigira, safn­að­ar­prests í Úganda. Deo Nyirigira og fjöl­skylda hans fóru frá Rúanda til Úganda árið 2001 í kjölfar ofsókna. Nýlega hafa fjöl­miðlar sem styðja stjórn­völd í Rúanda sakað Deo Nyirigira um að safna liði í stjórn­ar­and­stöðu­flokkinn Rwanda Nati­onal Congress sem er í útlegð frá Rúanda. Dætur hans þrjár Lilian Umutoni, Axelle Umutesi og Jackie Umuhoza hafa allar snúið aftur til Rúanda að loknu háskóla­námi í Úganda. Fjöl­skyldan stað­festir að frá árinu 2017 hafi syst­urnar ítrekað verið kall­aðar í yfir­heyrslur vegna aðgerða föður þeirra og í mars 2019 voru þær hand­teknar og settar í varð­hald í eina viku. Úgönsk persónu­skil­ríki þeirra og vega­bréf voru tekin af þeim en rúöndsk persónu­skil­ríki og vega­bréf þeirra höfðu verið tekin að þeim árinu áður. Lilian Umutoni og Axelle Umutesi voru einnig hand­teknar þann 27. nóvember síðast­liðinn en var sleppt úr haldi daginn eftir.

Ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur Jackie Umuhoza og er hún því í haldi að geðþótta stjórn­valda. Netákalls­fé­lagar krefjast þess að hún verði leyst úr haldi tafar­laust og fái greiðan aðgang að fjöl­skyldu sinni, heil­brigð­is­þjón­ustu og lögfræði­þjón­ustu.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.